Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 24

Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 24
Till thou at length art free Leaving thine outgrown shell, by life’s unresting sea.” Konan hlýtur að sjá það manna bezt að lögmál elskunnar sem um- breytir húsinu í heimili getur einnig umbreytt veröldinni í heimili þjóð- anna. Sannkallað heimili getur einungis verið myndað, þegar þar eiga heima presónur sem elska hvora aðra. Það sama gildir um veröldina — hún getur ekki orðið friðarheimili þjóðanna nema því aðeins að þær elski hver aðra. En þó að konan viti þetta, þá er henni sagt að reynsla hennar í smáum stíl á heimilinu sé lítils virði að nota hana í stórum stíl út í veröldinni. En þetta er rökvilla. Hvað sem reynist vel í smáum stíl reynist einnig vel í stórum stíl. Öll náttúrulögmál sanna þetta, tökum t. d. aðdráttarafl jarðarinnar, það á við eplið jafnt sem stjörnurnar. Sannanir vanta ekki fyrir því, að vinsamlega andrúmsloftið á góðu heimili sé einnig það sem nauðsynlegt er, ef samningar milli þjóða eiga að ná friðsamlegum og góðum endalyktum. Tökum t. d. sambandið á milli Canada og Bandaríkjanna. Þeirra á milli eru landamæri fimm þúsund mílur á lengd óvernduð með vígi, fallbyssu eða hermönnum. Þessi friður þykir sjálfsagður, rétt eins og friður á góðu heimili þykir sjálfsagður, en hann ríkti ekki ávalt. Fram að árinu 1814 átti sér stað óvild og bardagi út af landamerkjum, en um það leyti komst á friður sem síðan hefir ríkt samfleytt í hundrað og þrjátíu ár. Þessi friður komst ekki á af sjálfu sér, hann hefir ríkt vegna ýtrustu tilrauna sex manna nefndar sem höndlar öll mál viðvikjandi landamærum Canada og Bandaríkjanna. Þessa nefnd skipa þrír menn frá hvoru landinu fyrir sig. 1 sjálfu sér er þetta markvert að hvert land skuli hafa jafna fulltrúa tölu þar sem annað landið hefir um tólf miljónir manns en hitt um hund- rað og þrjátíu miljónir! En þessi breyting út af forntíðar reglum er heppileg einungis á milli þeirra landa sem bera tiltrú hvert til annars og sýna virðingu hvert fyrir öðru, eins og Canada og Bandaríkin gera. Það þarf ekki að ímynda sér að tilraunir þessarar nefndar hafi verið auðveldar — langt frá því. Þegar landamerkin voru s'ett þá varð að taka til greina marga þjóðflokka í báðum löndunum: Breta, Frakka, Spánverja og Indíána, og þar að auki voru löndin mikið til ókönnuð- og óþekt. Þrátt fyrir þessa erfiðleika þá voru landamerkin friðsamlega útkljáð árið 1910, og síðan hafa öll vandamál þessara landa í milli verið leidd til lykta á sama hátt. Fyrir stríðið 1812-14 og á meðan að á því stóð, þá komust á fót hafnir og herskip á St. Lawrence fljótinu og á vötnunum miklu. Vígi voru bygð hvert á móti iiðru á bökkum vatnanna. Samkepni í herút- búningi var komin á veg. En innan þriggja ára eftir að striðinu lauk, þá var sá ásetningur gerður að leggja traust sitt á réttlætis tilfinningar 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.