Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 35

Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 35
heldur enn áfram að berjast til þess að bjarga öðrum úr viðjum myrkurs og vanþekkingar. Það mætti teljast þrekvirki af manneskju með fulla sjón og heyrn að hafa afkastað öllum þeim störfum sem Helen Keller hefir tekist að vinna. En þegar tekin er til greina fötlun hennar er ekki hægt að neita því að alt líf hennar ber vitni um mátt sálarinnar til þess að yfirbuga mannlegan veikleika og vinna sigur í baráttunni við erfiðleikana sem fyrir eru á lífs leiðinni. Flestum verður starsýnt á afreksverk Helenar og ytri atburði í lífi hennar, en furðulegast og lærdómsríkast er þó að með hana sem fyrirmynd höfum við tækifæri til þess að skoða mannsálina í allri sinni hátign og göfgi eins og hún getur orðið og á að vera. Þegar við segjum hugfangin að Helen Keller hafi orðið mikil mann- eskja þrátt fyrir hina erfiðu fötlun líkamans þá er það satt. En það er e.t.v. aðeins hálfur sannleikur. Það mætti benda á að hinn mikli þroski sem sál hennar hefir náð er máské að einhverju leyti afleiðing af því að hún sá ekki né heyrði það illa og ljóta sem heimurinn hefir á reiðum höndum. Hún var útilokuð frá því en um leið sérstaklega móttækileg fyrir öll áhrif — öll góð og fögur áhrif, og engin utanaðkomandi truflun gat komist þar að til þess að skemma eða eyðileggja þau. Við getum séð fögur listaverk með augunum; við getum heyrt fagra tóna með eyrunum, en oft er hugurinn svo fullur af truflunum og óværð að við njótun þess ekki til fulls. En þegar Helen Keller fer höndum um fagurt marmara líkneski, eða styður fingrunum á liljóðfæri sem leikið er á, og finnur mátt og titring tónanna, þá er hugur hennar heill og óskiftur til að taka á móti áhrifunum. “Augað getur ekki skynjað flug tónanna,” segir Helen, “eyrað getur hvorki heyrt né túlkað óð hjartnanna, — en flugi andans eru engin tak- mörk sett. Hann getur fylgst með tónunum til yztu endimarka him- insins, og inst inni í þagnarró liugans getur hann heyrt og skynjað sam- spil allieimsins.” Helen Keller er nú sextíu og fjögra ára gömul. Hún á heima í Forest Hills, Long Island, N.Y. Ann Sulivan giftist John Macy, sem var skáld og rithöfundur og gaf út fyrstu bók Helenar. Hjá þeim hjónum var Helen í Boston þar til þau skildu. Síðan hafa þær stöllur átt heima í New York. Þegar heilsa Mrs. Macy fór að bila var Helen svo heppin að fá unga stúlku frá Skotlandi, Polly Thompson að nafiii, sem er gimsteinn að ráðdeild og dugnaði sérstaklega þegar Helen er á ferðalögum. Þegar Mrs. Macy varð blind þá varð Polly Thompson “augu” fyrir þær báðar Helen og Ann. Mrs. Macy dó í október 1936 eftir 49 ára sambúð við Helen Keller. 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.