Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 58
Nú fyrir nokkrum dögum varu send 3000 bréf út um alt fylkið
með upplýsingar. Ef einhvern fýsir að kynnast innihaldi þeirra þarf hann
ekki annað enn senda nafn sitt og utanáskrift og það varður sent honum.
1 einu bréfi sem kom til baka var ávísun upp á $50.00 frá konu. Sumir
söfnuðir sendu $25.00 og aðrir smærri upphæðir. Ef okkur tækjist að
vekja fólk af þessum afskiftaleysis svefni yrði hægra að vekja yfirvöldin
til skyldu sinnar.
Það fjölga altaf heimilunum sem verða fyrir áhrifum áfengis og
afleiðingum þess, og nú ríður í garð ein hættulegasta afleiðing sem ætti
að vekja alla til starfs á móti Bakkusi, það er kynsjúkdómurinn yfir
200,000 tilfelli í Canada. The Hon. J. L. Ralston, Minister of National
Defence, skýrði frá því á þinginu að frá fyrsta janúar 1940 til 30. júní
1943 hefðu 35,036 sjúklingar, með þessa veiki, verið undir læknishendi,
sem myndi að minstakosti kosta Canada $8,000,000 auk 697,259 vinnu-
daga tapi á framleiðslu hernaðarins og hersins, það er sama sem eins
mans vinna í 1911 ár, og svo ykkur festist það betur í minni, þá er það
eins mans vinna frá því Kristur dó. Þeir sem eru ólæknandi eru yfir
30,000. Læknarnir hafa líka gefið það út að áfengi sé stæðsta orsökin til
útbreiðslu þessarar voða veiki. Eins hátt og 60% — 90% megi rekja beint
til drykkjuskapar, fólk missi vald á dómgreind sinni og kæruleysið verði
yfirsterkara. Þetta er mál sem snertir alla þjóðina og þar sem vínið er
aðalorsökin ættu allir að standa á verði, ekki síst kirkjusinnað fólk.
Hvítabandið hélt sitt 58 ársþing í Winnipeg í júní s.l. Einn úr okkar
stjórnarnefnd. var beðinn að halda þar aðalræðuna. Það var Professor
Cragg (kennari við University of Manitoba). Hann sagði að kraftur þess
illa nú á tímum í heiminum væri svo yfirgnæfandi að það væri of vaxið
bindindis sinnuðu fólki eingöngu og því væri það skylda kirkjufólks að
taka meiri þátt í bindindisstarfinu yfirleitt, og taka á sig meiri ábyrð en
það hefði gert hingað til. Hann sagði að það hefði verið tekin atkvæði
á ungmenna þingi sem hann hefði setið nýlega um það að biðja um
algjört vínbann. Hann sagði líka að það væru kirkjur í Canada í dag sem
létu þetta velferðarmál ekki snerta sig. Hann sagði að þær yrðu að vakna
til skyldunnar í þessu bindindismáli, en ef ekki, myndi fólkið hætta að
sinna þeim.
Mrs. G. Knight forseti Hvítabandsins í Canada sagði að okkar leið-
togar og stjórnendur í söfnuðum yfirleitt, sneiddu hjá aðalefninu þegar
kæmi að bindindi eða vínbanni. Hún sagði ennfremur að vaxandi vand-
ræði með unglinga afbrot, væru á ábyrð hæðstu yfirvalda þjóðarinnar.
Mrs. Knight las úr bók sem heitir “Facts” (Sannleikur) og sagði að sann-
leikurinn væri sá, að vínbanns tímabilið hefði sannað að vínnautn hefði
56