Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 28
freyur, lang-þjáðar og þreyttar, sem sálir er Kristur dó fyrir, sem byrj-
endur á nýju starfssviði í veraldarmálum veitið nú veikri og líðandi veröld-
inni það bezta sem þið getið — nýjar vonir og nýtt líf, og hjálpið á allanu
mögulegan hátt að stýra henni inn á hina heittþráðu friðarhöfn þaðan
sem friðargeislar Jesú skína út á haf lífsins og lýsa veginn.
Ritstjóra-pistlar
Eftir I. J. O.
Á þessu ári mintist Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi síns
tuttugasta og fimta afmælis. Sérstakan svip setti það á afmælis-fagnaðinn
að hinn virðulegri gestur og erindisreki frá Islandi, séra Sigurgeir Sigurðs-
son biskup, sat þingið. Ánægjulegt hefði það verið ef öllum núlifandi
stofnendum félagsins hefði verið gert möglegt að vera þar viðstaddir —
með hverju ári fækkar þeim sem brautina ruddu, margir þeirra er mynd-
uðu hina fyrstu nefnd sem gekst fyrir að koma félaginu á fót eru horfnir
af sjónarsviði lífsins. Bandalag Lúterskra Kvenna óskar Þjóðræknisfélag-
inu blessunar. Mætti hinn næsti aldarfjórðungur verða dýnnætt tíma-
bil er notað yrði til starfa, til eflingar öllu því bezta sem íslenzk þjóð á
í fari sinu.
o o o
Á þessu ári hóf nýtt íslenzkt ársrit göngu, vestan hafs. — Brautin.
Er það gefið út af hinu “Sameinaða Kirkjufélagi.” “Deild í því riti er undir
umsjón hins sameinaða kvenfélags ofangreinds kirkjufélags. Ritstjórn
þeirrar deildar annast Frú Guðrún H. Finnsdóttir Johnson, er innihald
þess sem fylgir: Tvær ritgerðir skrifaðar af ritstjóra, hin síðari þeirra
um Clöru Barton er grundvöll lagði að Rauða Kross starfinu. Frú Gerður
Steinþórsson skrifar um “Jól í Sviss” — Sigurrós Vídal á þar ritgerð
um Ungmenna námskeið og Frú Marja Björnson skrifar ferðasögubrot.
Árdís réttir fram vinarhendi til þessarar deildar í hinu nýja riti:
tvö vestur-íslenzku kvennablöð munu verða starfrækt án hnútukasta og
óróa. Konumar sem að þeim standa hafa náð þeim þroska að um slikt
verður aldrei að ræða.
O O O
26