Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 29

Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 29
Yfirstandandi tímar færa heirn sannanir á sérstakan hátt á hinum spámannlegu orðum Davíðs Stefánssonar “Hinn fórnandi máttur er hljóð- ur”—þegar maður les allan þann urmul ljóða og sagna sem eru kveinstafir þar senr verið er að slá á tilfinningar sem rnest má verða finnur maður til þess að í flestum eða öllum tilfellum eru þeir sem þannig skrifa þeir sem ekkert eru að leggja í sölurnar, engu eru að fórna, liinir eru hljóðir og hughraustir. Hún er svo sönn og undursamlega fögur frásagan stutta sem hefur verið endurprentuð í mörgum enskum tímaritum og nefnist “So Long Son”: Sonurinn að búa sig að heiman rólegur og orðfár eins og ferðinni væri heitið til næsta bæjar — Bifreiðin kallar úti fyrir — augnablik vefur hann móður sína að sér og kveður hana með kossi, réttir föður sínum höndina og segir aðeins “So Long Dad” svo hraður hann sér út — og hurðin fellur að stöfum og hann er horfinn sjónum. Einn drengurinn enn farinn til vígstöðva. Svo lýsir faðir hans því hvernig honum varð reikað um húsið — alt vh tist nú svo autt og þögult og myrkt; hann staðnæmist svo fyrir frarnan mynd af litlum ljóshærðum stúf, lokkamir liðuðist urn vanga og enni. Brosið hans sýndi að barnstennurnar höfði verið feldar og hinar ekki komnar í staðinn, áhyggjuleysi og gleði æskunnar skein úr svipnum aðeins fá ár síðan að þessi mynd hafði verið tekin — og nú hafði hurðin lokast á eftir honum. 1 fáum hófstiltum orðum setur hann fram hugsanir sínar — hugsanirnar sem tilheyra þúsundum feðra og mæðra um allan heim. — Og svo tveimur árum síðar þegar honum barst skeytið, fréttirnar þungu sem þúsundirnar verða daglega að taka móti; þá var þar aðeins þögnin — í huga hans bergmálaði kveðjuorð mdæla Ijóshærða piltsins — og honum fanst hann gæti aðeins svarað með sömu hughreysti og ró — “So long son”. 1 rósemi og trúnaðartrausti mæta ýngri og eldri eldlegri reynslu yfirstandandi tíma því hinn fórnandi máttur er hljóður. Úr æfisögu Helen Keller Erindi flutt á þingi Bandalags Lúterskra Kvenna, 9. júlí 1944. af Hólmfríði Danielson Litla stúlkan stóð við borðið þar sem mamrna hennar sat, við vinnu sína; hún hærði varinnar í ákafa og baðaði út höndunum. Það hefði verið auðvelt fyrir hana, að gera sig skiljanlega með hinurn vanalegu merkjum og bendingum sem hún hafði smám saman fundið upp á og notaði óspart. En hún hafði nú um tíma orðið þess vör, að aðrir bærðu 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.