Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 60

Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 60
Skýrslur frá 17 kvenfélögum báru vott um mikinn áhuga og víð- tækt starf. Þessi félög telja um 500 meðlimi sem inn hafa tekið á árinu yfir $10,000. Þessi stóra upphæð hefir verið notuð á líkan hátt og að undanförnu, nefnilega til þess að styrkja söfnuðina, heima og erlent trú- boð, útvarpssjóð kirkjufélagsins, Sameininguna, byggingarsjóð B. L. K., Betel, líknarstarf í garð barna, gamalmenna, fátækra og sjúkra bæði heimafyrir og annarsstaðar. Mörg félögin sýna áhuga fyrir Sunnudags- skólanum; fyrir viðhaldi á íslenzkri tungu með því að sjá um að kenna börnurri íslenzk ljóð og íslenzka söngva; þau sjá um sölu á ritunum Árdísi og Hlín; þau prýða kirkjurnar og grafreitina. Einnig hafa öll félögin lagt mikið á sig fyrir stríðsþarfir. Þau prjóna mikið og sauma fyrir Red Cross. Þau styrkja fjárhagslega hina ýmsu stríðssjóði, svo sem: Red Cross, Russian Relief, Greek Relief, Milk for Britain, Soldier’s Welfare, o.s.f. Þau gleðja hermennina með bögglum. Þau verja peningum í War Savings Stamps, Certificates og Bonds. Alt þetta starf kvenfélaganna sýnir brennandi áhuga fyrir öllum líknarmálum og öðrum velferðarmálum, það staðfestir sjálfsafneitun, hugrekki og dugnað allra meðlima á þessum reynslutímum. Fjármál: Skýrsla féhirðis, Mrs. G. Jóhannson, sýndi $295.12 í sjóði frá fyrra ári; inntektir á árinu $62.52; útgjöld $52.98; í sjóði nú $304.66. DAGSKRÁ ÞINGSINS: 1. Red Cross: Skýrslur kvenfélaganna sýndu að feikna mikið er starfað fyrir Red Cross, og að mikill fjárhagslegur styrkur er veittur yfir árið í þennan sjóð. Þingið lýsti ánægju sinni yfir þessu starfi og samþykti að gefa $15. í þennan sjóð úr sjóði B. L. K. 2. Bindindi: Mrs. A. S. Bardal, erindsreki á síðasta þingi Manitoba Temperance Alliance, las ítarlega skýrslu yfir starf þessa félags og lagði áherzlu á hinar mörgu, illu afleiðingar vínnautnarinnar, sem þörf er því á að minka sem mest. Til þess að votta að það sé hlynt málinu þá sam- þykti þingið að gefa M. T. A. nokkurn fjárstyrk. Erindrekar á næsta þing M. T. A. eru þær Mrs. A. S. Bardal og Miss Lilja M Guttormsson, sem einnig verða í stjórnarnefnd þessa félags. 3. Hannyrðasýning: Mjörg yndisleg stykki voru sýnd á þinginu svo sem “patch-work quilts”, útsaumaðir dúkar, heklaðir dúkar og margt fleira. Ákveðið var að halda áfram að hafa þessar sýningar á ársþingum. 4. Framsögn íslenzkra ljóða og bamasöngflokkar: Erindrekar voru kvattir til þess að vekja áhuga heima fyrir á því að fara að dæmi kven- félags Glenboro safnaðar og stofna barnasöngflokka. Þeir voru einnig beðnir að styðja viðhald íslenzkrar tungu með tilsögn í framsögn og lestri. 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.