Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
R
ignt hefur kýrhausum og
klakatorfum í Katalóníu
í vetur. Það hefur raun-
ar gerst víðar, eða hvar-
vetna sem sparksveit
þeirra Börsunga hefur drepið niður
fæti. Það eru nefnilega ekki hefð-
bundnir regndropar sem falla af himn-
um, heldur mörk – í öllum regnbogans
litum. 133 stykki hefur Barcelona
skorað í 50 leikjum á öllum mótum. 87
í spænsku deildinni, 13 í bikarnum og
33 í Meistaradeild Evrópu að með-
töldum fjórum í undanrásum þess
móts síðastliðið haust. Það gerir 2,66
mörk að meðaltali í leik.
Ýmsir kappar hafa lagt hönd á plóg-
inn en ábyrgðin á þessu makalausa af-
reki hvílir að mestu á herðum fram-
varðanna þriggja. Þeir heita Thierry
Henry, Samuel Eto’o og Lionel Messi.
Samtals hefur þetta þríeyki gert
hvorki fleiri né færri en 85 mörk eða
64% allra marka liðsins í vetur. Á
sundurliðunarblaðinu stendur: Messi
32 mörk í 43 leikjum, Eto’o 31 mark í
40 leikjum og Henry 22 mörk í 32
leikjum. Fáum sögum fer af slíku
þunnlífi upp við markið.
Barcelona á a.m.k. eftir að leika ell-
efu leiki á leiktíðinni, tólf komist liðið í
úrslitaleik Meistaradeildarinnar í
Róm. Það þýðir að möguleikar þre-
menninganna á því að gera samtals
eitt hundrað mörk eru raunhæfir. Það
verður satt best að segja að teljast lík-
legra en hitt. Enda þótt gæði þessara
leikmanna verði seint dregin í efa get-
ur enginn haldið því fram að hann hafi
átt von á þessum ósköpum síðastliðið
haust. Flestir bjuggust raunar við því
að séníið Lionel Messi bætti sig í vetur
enda hefur þessi 21 árs gamli Argent-
ínumaður verið á hraðri uppleið und-
anfarin misseri. Er nú af mörgum tal-
inn fremstur meðal jafningja í
sparkheimum. Enginn fór þó fram á
að hann tvöfaldaði sinn besta árangur
sem var sautján mörk veturinn 2006-
07. Þar að auki hefur Messi átt fjórtán
sendingar sem gefið hafa mark.
Framganga hans á leiktíðinni minn-
ir um margt á það sem Cristiano Ro-
naldo gerði fyrir Manchester United í
fyrra – þegar hann sleit upp tré og
færði fjöll án þess að blása úr nös.
Messi þarf að gera tíu mörk til við-
bótar ætli hann að jafna árangur Ro-
naldos.
Meiri markaskorari en Maradona
Ýmislegt bendir til þess að Messi
ætli að verða meiri markaskorari en
sjálfur Diego Maradona en sam-
anburður á þessum snillingum á eftir
að færast í vöxt á komandi misserum.
Mest skoraði Maradona 43 mörk í
Argentínu, í 45 leikjum fyrir Argent-
inos Juniors 1980, en eftir að hann
færði sig um set til Evrópu skoraði
hann aldrei meira en 21 mark á leiktíð,
fyrir Napoli á Ítalíu 1987-88, í 39 leikj-
um.
Hafi Lionel Messi farið fram úr
björtustu vonum sparkelskra Bör-
sunga, hvað má þá segja um Samuel
Eto’o og Thierry Henry?
Kamerúninn, sem varð 28 ára í síð-
asta mánuði, hefur skorað grimmt fyr-
ir félagið, 124 mörk í 187 leikjum, en
meiðsli voru honum fjötur um fót tvö
undangengin tímabil. Fyrir vikið
höfðu menn miklar efasemdir um að
hann ætti framtíð fyrir sér á Nývangi
síðastliðið sumar og nýi knatt-
spyrnustjórinn, Josep Guardiola, lét
meira að segja í það skína að honum
væri ofaukið. Sjálfur hafði Eto’o önnur
áform og hefur skorað eins og ber-
serkur í vetur. Hann vantar aðeins
þrjú mörk til að jafna sinn besta ár-
angur til þessa, 34 mörk tímabilið
2005-06. Nú vill ekki nokkur maður í
Katalóníu að hann rói á önnur mið.
Enn fleiri höfðu afskrifað Henry.
Frakkinn var orðinn 31 árs þegar
flautað var til leiks sl. haust og eftir
erfitt fyrsta ár í Katalóníu – þar sem
hann gerði að vísu 19 mörk – benti
margt til þess að honum væri farin að
förlast geta. Krafturinn virtist á und-
anhaldi og Henry gaf ítrekað í skyn að
honum líkaði ekki lífið úti á vinstri
vængnum. Guardiola birtist þá eins og
frelsandi engill á Nývangi og Henry er
eins og nýr maður. Hann deilir
kannski ekki og drottnar með sama
hætti og hann gerði árum saman í
Englandi en því fer fjarri að tankurinn
sé tómur.
Henry þarf að taka gríðarlegan
endasprett ætli hann að bæta sinn
besta árangur, 39 mörk með Arsenal
2003-04, en það breytir ekki því að
Börsungar hafa nú loksins fengið leik-
manninn sem þeir töldu sig hafa
keypt. Auk eigin framlags hefur
Henry lagt upp ellefu mörk fyrir fé-
laga sína.
Ekki er ofsögum sagt að Messi,
Eto’o og Henry séu ein svakalegasta
þrenning sem sögur fara af í spark-
heimum. Alltént vekur engin sókn-
arsveit meiri ótta nú um stundir. Ólík-
legt er að afrekið sem þeir eru að
vinna verði leikið eftir í bráð. Ekki
nema þeir geri það sjálfir að ári.
Reuters
Hundrað í hættunni
Hressir Lionel Messi,
Thierry Henry og
Samuel Eto’o fagna
enn einu markinu.
Framverðir Börsunga, Samuel Eto’o, Thierry Henry og Lionel Messi, hafa gert 85 mörk á
yfirstandandi leiktíð og margt bendir til þess að þeir muni rjúfa hundrað marka múrinn
Markaskorun þremenninganna hjáBarcelona er með miklum ólík-
indum. Til samanburðar hafa sókn-
djörfustu leikmenn erkifjendanna í
Real Madrid, Gonzalo Higuaín, Raúl
og Ruud van Nistelrooy, aðeins gert
47 mörk á sparktíðinni. Þess ber þó
að geta að sá síðastnefndi gekk
snemma úr skaftinu vegna meiðsla.
Sé arftaki hans, Klaas Jan Huntelaar,
tekinn með í dæmið sem fjórði maður
hækkar talan upp í 55. Þá vantar enn
30 mörk upp á.
Þremenningarnir sem höggva næstskyttum Börsunga í Evrópu eru
Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney og
Dimitar Berbatov sem hafa þegar allt
er lagt saman skorað 51 mark fyrir
Manchester United á þessum vetri.
Þrír markahæstu menn Englands-
meistaranna þóttu fara á kostum í
fyrra en þá gerðu Ronaldo, Rooney
og Carlos Tévez alls 79 mörk. Bör-
sungar hafa þegar gert betur.
Annar þriggja manna hópur semhefur verið funheitur undanfarin
misseri er Franck Ribéry, Luca Toni
og Miroslav Klose hjá Bayern Münch-
en, sem Börsungar voru að enda við
að skola með baðvatninu út úr Meist-
aradeild Evrópu. Þeir gerðu samtals
73 mörk fyrir Bæjara á liðnu ári en
eru einungis komnir með 47 nú.
Önnur spræk þríeyki
Stefnir á þrennuna
Mörk eru dásamleg. Því fleiri, þeim mun betra. Yfirstandandi leiktíð
gæti samt orðið eftirminnileg fyrir fleiri hluta sakir í Barcelona. Lið-
ið hefur ekki aðeins leikið knattspyrnu með listrænu ívafi í allan vet-
ur heldur er það ennþá með í slagnum um alla helstu titla. Stefnir
ótrautt að því að vinna þrefalt.
Börsungar hafa sex stiga forystu á Real Madrid á toppi Lígunnar,
efstu deildar á Spáni, þegar átta umferðum er ólokið. Um tíma leit út
fyrir að liðið ætlaði að stinga af í mark en eftir smávægilegt hiksta-
kast fyrir fáeinum vikum dró saman með erkifjendunum. Börsungar
hafa nú fundið skotskóna á ný. Þeir eiga raunar eftir að mæta Madr-
ídingum á Santiago Bernabéu 3. maí næstkomandi í leik sem í dag-
legu tali gengur undir nafninu El Clásico.
Þessi tvö félög eru sem kunnugt er í algjörum sérflokki í spænsku
knattspyrnunni, Real hefur 31 sinni orðið meistari, þar af tvö und-
anfarin ár, en Börsungar 18 sinnum, síðast vorið 2006.
Sama vor varð félagið einnig Evrópumeistari í annað sinn í sög-
unni. Börsungar stefna nú leynt og ljóst að því að endurtaka þann
leik. Liðið mætir Chelsea í undanúrslitum að þessu sinni en þau
ágætu félög hafa marga hildina háð í Meistaradeildinni á umliðnum
árum. Miðað við leiki liðanna í átta liða úrslitunum er óhætt að lofa
markaregni. Átján mörk voru gerð í þeim leikjum fjórum.
Þriðji bikarinn sem er innan seilingar er bikar spænska knatt-
spyrnusambandsins en á þeim vettvangi er Barcelona komið alla leið
í úrlitaleikinn. Mætir Athletic Club frá Bilbao á Mestalla-leikvang-
inum 13. maí næstkomandi.
Álagið er sumsé mikið – innan vallar sem utan. Það er betra fyrir
lyfsala í Katalóníu að birgja sig upp af haldgóðum stílum.
www.forlagid.is