Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is R ignt hefur kýrhausum og klakatorfum í Katalóníu í vetur. Það hefur raun- ar gerst víðar, eða hvar- vetna sem sparksveit þeirra Börsunga hefur drepið niður fæti. Það eru nefnilega ekki hefð- bundnir regndropar sem falla af himn- um, heldur mörk – í öllum regnbogans litum. 133 stykki hefur Barcelona skorað í 50 leikjum á öllum mótum. 87 í spænsku deildinni, 13 í bikarnum og 33 í Meistaradeild Evrópu að með- töldum fjórum í undanrásum þess móts síðastliðið haust. Það gerir 2,66 mörk að meðaltali í leik. Ýmsir kappar hafa lagt hönd á plóg- inn en ábyrgðin á þessu makalausa af- reki hvílir að mestu á herðum fram- varðanna þriggja. Þeir heita Thierry Henry, Samuel Eto’o og Lionel Messi. Samtals hefur þetta þríeyki gert hvorki fleiri né færri en 85 mörk eða 64% allra marka liðsins í vetur. Á sundurliðunarblaðinu stendur: Messi 32 mörk í 43 leikjum, Eto’o 31 mark í 40 leikjum og Henry 22 mörk í 32 leikjum. Fáum sögum fer af slíku þunnlífi upp við markið. Barcelona á a.m.k. eftir að leika ell- efu leiki á leiktíðinni, tólf komist liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Róm. Það þýðir að möguleikar þre- menninganna á því að gera samtals eitt hundrað mörk eru raunhæfir. Það verður satt best að segja að teljast lík- legra en hitt. Enda þótt gæði þessara leikmanna verði seint dregin í efa get- ur enginn haldið því fram að hann hafi átt von á þessum ósköpum síðastliðið haust. Flestir bjuggust raunar við því að séníið Lionel Messi bætti sig í vetur enda hefur þessi 21 árs gamli Argent- ínumaður verið á hraðri uppleið und- anfarin misseri. Er nú af mörgum tal- inn fremstur meðal jafningja í sparkheimum. Enginn fór þó fram á að hann tvöfaldaði sinn besta árangur sem var sautján mörk veturinn 2006- 07. Þar að auki hefur Messi átt fjórtán sendingar sem gefið hafa mark. Framganga hans á leiktíðinni minn- ir um margt á það sem Cristiano Ro- naldo gerði fyrir Manchester United í fyrra – þegar hann sleit upp tré og færði fjöll án þess að blása úr nös. Messi þarf að gera tíu mörk til við- bótar ætli hann að jafna árangur Ro- naldos. Meiri markaskorari en Maradona Ýmislegt bendir til þess að Messi ætli að verða meiri markaskorari en sjálfur Diego Maradona en sam- anburður á þessum snillingum á eftir að færast í vöxt á komandi misserum. Mest skoraði Maradona 43 mörk í Argentínu, í 45 leikjum fyrir Argent- inos Juniors 1980, en eftir að hann færði sig um set til Evrópu skoraði hann aldrei meira en 21 mark á leiktíð, fyrir Napoli á Ítalíu 1987-88, í 39 leikj- um. Hafi Lionel Messi farið fram úr björtustu vonum sparkelskra Bör- sunga, hvað má þá segja um Samuel Eto’o og Thierry Henry? Kamerúninn, sem varð 28 ára í síð- asta mánuði, hefur skorað grimmt fyr- ir félagið, 124 mörk í 187 leikjum, en meiðsli voru honum fjötur um fót tvö undangengin tímabil. Fyrir vikið höfðu menn miklar efasemdir um að hann ætti framtíð fyrir sér á Nývangi síðastliðið sumar og nýi knatt- spyrnustjórinn, Josep Guardiola, lét meira að segja í það skína að honum væri ofaukið. Sjálfur hafði Eto’o önnur áform og hefur skorað eins og ber- serkur í vetur. Hann vantar aðeins þrjú mörk til að jafna sinn besta ár- angur til þessa, 34 mörk tímabilið 2005-06. Nú vill ekki nokkur maður í Katalóníu að hann rói á önnur mið. Enn fleiri höfðu afskrifað Henry. Frakkinn var orðinn 31 árs þegar flautað var til leiks sl. haust og eftir erfitt fyrsta ár í Katalóníu – þar sem hann gerði að vísu 19 mörk – benti margt til þess að honum væri farin að förlast geta. Krafturinn virtist á und- anhaldi og Henry gaf ítrekað í skyn að honum líkaði ekki lífið úti á vinstri vængnum. Guardiola birtist þá eins og frelsandi engill á Nývangi og Henry er eins og nýr maður. Hann deilir kannski ekki og drottnar með sama hætti og hann gerði árum saman í Englandi en því fer fjarri að tankurinn sé tómur. Henry þarf að taka gríðarlegan endasprett ætli hann að bæta sinn besta árangur, 39 mörk með Arsenal 2003-04, en það breytir ekki því að Börsungar hafa nú loksins fengið leik- manninn sem þeir töldu sig hafa keypt. Auk eigin framlags hefur Henry lagt upp ellefu mörk fyrir fé- laga sína. Ekki er ofsögum sagt að Messi, Eto’o og Henry séu ein svakalegasta þrenning sem sögur fara af í spark- heimum. Alltént vekur engin sókn- arsveit meiri ótta nú um stundir. Ólík- legt er að afrekið sem þeir eru að vinna verði leikið eftir í bráð. Ekki nema þeir geri það sjálfir að ári. Reuters Hundrað í hættunni Hressir Lionel Messi, Thierry Henry og Samuel Eto’o fagna enn einu markinu.  Framverðir Börsunga, Samuel Eto’o, Thierry Henry og Lionel Messi, hafa gert 85 mörk á yfirstandandi leiktíð og margt bendir til þess að þeir muni rjúfa hundrað marka múrinn Markaskorun þremenninganna hjáBarcelona er með miklum ólík- indum. Til samanburðar hafa sókn- djörfustu leikmenn erkifjendanna í Real Madrid, Gonzalo Higuaín, Raúl og Ruud van Nistelrooy, aðeins gert 47 mörk á sparktíðinni. Þess ber þó að geta að sá síðastnefndi gekk snemma úr skaftinu vegna meiðsla. Sé arftaki hans, Klaas Jan Huntelaar, tekinn með í dæmið sem fjórði maður hækkar talan upp í 55. Þá vantar enn 30 mörk upp á. Þremenningarnir sem höggva næstskyttum Börsunga í Evrópu eru Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney og Dimitar Berbatov sem hafa þegar allt er lagt saman skorað 51 mark fyrir Manchester United á þessum vetri. Þrír markahæstu menn Englands- meistaranna þóttu fara á kostum í fyrra en þá gerðu Ronaldo, Rooney og Carlos Tévez alls 79 mörk. Bör- sungar hafa þegar gert betur. Annar þriggja manna hópur semhefur verið funheitur undanfarin misseri er Franck Ribéry, Luca Toni og Miroslav Klose hjá Bayern Münch- en, sem Börsungar voru að enda við að skola með baðvatninu út úr Meist- aradeild Evrópu. Þeir gerðu samtals 73 mörk fyrir Bæjara á liðnu ári en eru einungis komnir með 47 nú. Önnur spræk þríeyki Stefnir á þrennuna Mörk eru dásamleg. Því fleiri, þeim mun betra. Yfirstandandi leiktíð gæti samt orðið eftirminnileg fyrir fleiri hluta sakir í Barcelona. Lið- ið hefur ekki aðeins leikið knattspyrnu með listrænu ívafi í allan vet- ur heldur er það ennþá með í slagnum um alla helstu titla. Stefnir ótrautt að því að vinna þrefalt. Börsungar hafa sex stiga forystu á Real Madrid á toppi Lígunnar, efstu deildar á Spáni, þegar átta umferðum er ólokið. Um tíma leit út fyrir að liðið ætlaði að stinga af í mark en eftir smávægilegt hiksta- kast fyrir fáeinum vikum dró saman með erkifjendunum. Börsungar hafa nú fundið skotskóna á ný. Þeir eiga raunar eftir að mæta Madr- ídingum á Santiago Bernabéu 3. maí næstkomandi í leik sem í dag- legu tali gengur undir nafninu El Clásico. Þessi tvö félög eru sem kunnugt er í algjörum sérflokki í spænsku knattspyrnunni, Real hefur 31 sinni orðið meistari, þar af tvö und- anfarin ár, en Börsungar 18 sinnum, síðast vorið 2006. Sama vor varð félagið einnig Evrópumeistari í annað sinn í sög- unni. Börsungar stefna nú leynt og ljóst að því að endurtaka þann leik. Liðið mætir Chelsea í undanúrslitum að þessu sinni en þau ágætu félög hafa marga hildina háð í Meistaradeildinni á umliðnum árum. Miðað við leiki liðanna í átta liða úrslitunum er óhætt að lofa markaregni. Átján mörk voru gerð í þeim leikjum fjórum. Þriðji bikarinn sem er innan seilingar er bikar spænska knatt- spyrnusambandsins en á þeim vettvangi er Barcelona komið alla leið í úrlitaleikinn. Mætir Athletic Club frá Bilbao á Mestalla-leikvang- inum 13. maí næstkomandi. Álagið er sumsé mikið – innan vallar sem utan. Það er betra fyrir lyfsala í Katalóníu að birgja sig upp af haldgóðum stílum. www.forlagid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.