Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 16
16 Evrópumál
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Hafa horfið frá andstöðu
við Evrópusambandið
O
kkar afstaða til ESB er
sú að við erum fylgjandi
samstarfinu við það. Við
vorum upphaflega mjög
neikvæð gagnvart því, þótt vissu-
lega væri að finna Evrópusam-
bandssinna innan flokksins,“ seg-
ir Anne Grete Holmsgaard,
þingmaður Sósíalíska þjóðar-
flokksins, systurflokks Vinstri
grænna í Danmörku, og tals-
maður flokksins í Evrópumálum.
Holmsgaard, sem segir Sósíal-
íska þjóðarflokkinn klofinn í
evrumálinu, rifjar upp að hann
hafi átt frumkvæðið að undan-
þágunum sem Danir fengu frá
Maastricht-sáttmálanum.
„Þegar Maastricht-sáttmálinn var til um-
ræðu vorum við fylgjandi Evrópusambandinu
á þann veg að við vorum hlynnt áframhaldandi
aðild að því, á sama tíma og við héldum uppi
gagnrýni á ýmis ákvæði samkomulagsins. Við
hefðum kosið að halda aðildinni áfram á þeim
forsendum sem voru uppi áður en Maastricht-
sáttmálinn kom til sögunnar.“
– Hver er afstaða formannsins, Villy Søvn-
dal, til evrunnar?
„Hann er andvígur upptöku
hennar en hefur ekki útilokað
stefnubreytingu að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Niðurstaða
hans er sú að skilyrðin séu for-
senda fyrir upptöku evru.
Í þeim felst að slakað verði á
kröfum um peningamálastefnu,
og sveigjanleiki þar með aukinn
til að bregðast við niðursveiflu, að
auknu fé verði varið í „græna“
málaflokka innan Evrópu-
sambandsins og í þriðja lagi að
sambandið beiti sér fyrir því að
regluverkið um fjármála-
markaðina verði eflt.“
– Telurðu að Danir hafi áhrif
innan ESB?
„Ég tel að stjórnmálahreyfingar vinstra
megin við miðju hafi þar of lítil áhrif.“
– Hvað um þau orð Kim Mortensen að flest
bendi til að kosið verði um evruna árið 2011?
„Ég er ekki sannfærð um það […] Ég er
hins vegar nær fullviss um að stjórnin muni
ekki efna til atkvæðagreiðslu um evruna án
samþykkis Sósíalíska þjóðarflokksins.“
Sósíalíski þjóðarflokkurinn klofinn í evrumálinu
Anne Grete Holmsgaard
Kreppan hefur styrkt
rökin fyrir evruupptöku
M
inn flokkur var hlynntur
evrunni þegar umræð-
ur um Maastrich-
sáttmálann stóðu sem
hæst árið 1992. Flokkurinn hefur
ekki vikið frá þessari skoðun,“
segir Michael Aastrup Jensen,
þingmaður úr röðum hægri-
flokksins Venstre, sem setið hef-
ur við stjórnvölinn frá 2001.
Flokkurinn var einnig við völd
þegar Edinborgar-samkomulagið
var samþykkt 1993 og rifjar Jen-
sen upp að stjórnin hafi þá ekki
átt annan kost en að samþykkja
undanþágukröfur stjórnarand-
stöðunnar frá Maastricht-
sáttmálanum, m.a. þá að Danir
þyrftu ekki að taka upp evru.
Skammt er síðan Bertel Haarder, mennta-
málaráðherra Danmerkur og flokksbróðir
Jensens, lýsti því yfir í samtali við Morgun-
blaðið að evruupptaka Íslendinga myndi
styrkja málstað evrusinna í Danmörku.
Grannt væri fylgst með þróuninni á Íslandi.
Danskir evrusinnar töpuðu sem kunnugt er í
atkvæðagreiðslunni um gjaldmiðilinn árið
2000 og vill Jensen aðspurður
meina að mikið vatn hafi runnið
til sjávar síðan.
„Fjármálakreppan hefur sýnt
fram á svo ekki verður um villst
að lítill gjaldmiðill á borð við
dönsku krónuna er mjög við-
kvæmur, sérstaklega gagnvart
áhlaupum spákaupmanna sem
taka stöðu með og á móti krón-
unni.“
Hann lítur svo yfir farinn veg
frá evrukosningunni og segir að í
góðæri áratugarins hafi það ef til
vill ekki vegið þungt að vera án
evru. Nú þegar farið sé að
harðna á dalnum skipti þetta
hins vegar „gríðarlegu máli“.
„Þess vegna þrýstum við á nýja atkvæða-
greiðslu [um evruna] sem við vonumst til að
fari fram eftir að Írar hafa á ný kosið um
Lissabon-sáttmálann. Ef Írar samþykkja sátt-
málann getur atkvæðagreiðslan farið fram
skömmu eftir næstu áramót.“
- Hver heldurðu að útkoman verði?
„Nánast allar skoðanakannanir hafa bent til
að meirihluti sé hlynntur evrunni.“
Venstre væntir evrukosninga í byrjun næsta árs
Michael Aastrup Jensen
M
eginástæðan fyrir því að
styðja evruupptöku í
Danmörku er að komast
hjá gjaldeyriskreppu líkri
þeirri sem Íslendingar hafa nýlega
gengið í gegnum, líkt og Svíar gerðu
árið 1992. Þetta er eina rökrétta
skýringin sem ég sé fyrir því hvers
vegna við ættum að hverfa frá nú-
verandi stöðu og stefna að upptöku
evrunnar,“ segir Uffe Gardel, blaða-
maður hjá Nyheds Magasin, tímariti
Berlingske Tidende, um sýn sína á
rökin fyrir evrunni.
„Bannhelgi hvílir yfir umræðum
um hættuna á gjaldmiðilskreppu í
Danmörku. Þetta er efni sem ekki
má ræða. Því er ekki minnst á þenn-
an möguleika í opinberum umræðum. Það gildir jafnt um and-
stæðinga sem og fylgjendur evruupptöku [...] Enginn hefur getað
sýnt mér fram á að gjaldeyriskreppa sé yfirvofandi í Danmörku.
Það tel ég vera rök gegn evrunni í sjálfu sér.“
Rökin fyrir vægi evrusvæðisins halda ekki
Gardel hafnar þeirri röksemd að með evruupptöku muni Danir
geta haft bein áhrif á mótun peningamálastefnu ESB.
„Sú röksemd er vitaskuld þvættingur enda yrðu áhrif smáríkis
á borð við Danmörku vitaskuld hverfandi.“
Hann dregur því næst fram gögn um verslun Dana við ríki
evrusvæðisins en þar kemur fram að hlutur þeirra hefur farið
lækkandi, úr tæpum 50% árið 1999 í rúm 43% nú.
Hvað snertir líkur á evruupptöku í Svíþjóð segist Gardel ekki
vera viss um að hún yrði til að styrkja málstað evrusinna í Dan-
mörku, með þeim rökum að sjónarmiðið um það aðhald sem felist
í að hafa eigin gjaldmiðil yrði þá samt sem áður enn til staðar.
Gjaldeyrisrökin
halda ekki vatni
Uffe Gardel
Bannhelgi hvílir yfir umræðunni
Þ
að fer lítið fyrir umræðu um
ESB og evruna. Almenn-
ingur er uppteknari af áhrif-
um niðursveiflunnar á at-
vinnuleysisstigið,“ segir Niels
Lunde, viðskiptablaðamaður á
Politiken, um evruumræðuna ytra.
Sú umræða hafi að hans mati
blossað upp eftir vaxtahækkanirnar
í haust en ekki brunnið á mönnum.
Lunde segir Politiken eindregið
styðja upptöku evrunnar.
„Ég ætla að öll helstu dagblöð
landsins séu á sama máli.“
– Telur þú að Danir muni senn
samþykkja evruupptöku?
„Já, en ég er einnig viss um að
ekki verði efnt til þjóðar-
atkvæðagreiðslu fyrr en stjórnin verður sannfærð um að meiri-
hluti vilji evruna. Þetta er óháð því hverjir verða við stjórnvöl-
inn. Lærdómurinn frá atkvæðagreiðslunni árið 2000 er að
stjórnin verður að vera viss um sigur. Það er af þessum sökum
sem afstaða Sósíalíska þjóðarflokksins er svo mikilvæg.“
Menntun hefur áhrif á afstöðuna
– Atvinnulífið er fylgjandi evru. Hverjir eru henni andvígir?
„Ég tel að þeim mun minni sem menntun kjósenda er þeim
mun andvígari séu þeir evrunni. Mestu andstöðuna við evruna
er að finna í röðum Danska þjóðarflokksins, en stuðningsmenn
hans eru yfirleitt efnalítið fólk og fólk með litla menntun.“
Lunde segir danska vinstrimenn um margt hafa horfið frá
andstöðu sinni við ESB á síðustu árum. Áhugaleysi almennings
á Evrópumálum sé ekki nýtt af nálinni og vísar Lunde m.a. til
þess að frambjóðendur til Evrópuþingsins séu annars flokks
stjórnmálamenn. Þungavigtarfólkið sitji á danska þinginu.
Flest dagblöðin
fylgjandi evrunni
Lítið rætt um Evrópumálin
Niels Lunde
E
vruumræðan í Danmörku um
þessar mundir ristir ekki
djúpt heldur snýst hún öðr-
um þræði um það hvenær
stjórnin muni boða til atkvæða-
greiðslu um evruna, á sama tíma og
fátt bendir til að hún fari fram fyrr
en að nokkrum tíma liðnum.
Þetta er mat Thomas Bernt Hen-
riksen, ritstjóra hagfræðilegs efnis
á viðskiptablaðinu Børsen og
stjórnanda hagfræðisamtakanna
European Council of Economists,
sem segir deilt um áhrif þess ef
Danir höfnuðu evrunni öðru sinni.
Henriksen, sem áður var stjórn-
andi hjá greiningardeild Danske
Bank, víkur því næst að evrusvæð-
inu, þar sem að hans mati hafi hvorki tekist að skapa mikla
eftirspurn né slá verulega á atvinnuleysi.
„Jafnvel þótt evran hafi haft í för með sér þann árangur að
koma á efnahagslegum stöðugleika hefur hinn stjórnmálalegi
og efnahagslegi ávinningur verið fremur takmarkaður.“
Telur meirihluta styðja evruupptöku
Spurður um röksemdir evruandstæðinga í Danmörku svarar
hann því til að heppilegra sé að spyrja um röksemdir evrusinna.
Það sé um margt erfiðara að færa rök fyrir evruupptöku en því
gagnstæða. Hans tilfinning sé samt sem áður sú að meirihluti
sé fyrir því í Danmörku að kasta krónunni fyrir evru.
Henriksen víkur því næst að Sósíalíska þjóðarflokknum sem
hafi færst inn á miðjuna. Telur hann það myndi sæta miklum
tíðindum ef hann næði að komast í stjórn eftir næstu kosningar.
Inntur að lokum eftir afstöðu danskra fjölmiðla til evrunnar
segir Henriksen nánast alla styðja upptöku hennar.
Evruumræðan
ristir ekki djúpt
Einblínt á atkvæðagreiðsluna
Thomas Henriksen
Afstaða danskra stjórnmálaflokka til evrunnar
og fylgi þeirra*
*Skv. skoðanakönnun í apríl
Jafnaðarmenn 27% Venstre 25%
Sósíalíski
þjóðarflokkurinn 18%
Danski þjóðarflokkurinn 13%Íhaldsflokkurinn 11%
Det Radikale Venstre 2%
Einingarlistinn 2%
Kristilegi
þjóðarflokkurinn 1%
Fylgjandi Andvígur Klofin afstaða
Afstaða Dana til upptöku evrunnar Fylgjandi Andvígir Óákveðnir
Apríl
2002
Mars
2007
Apríl
2007
Nóv.
2007
27. nóv.
2007
Apríl
2008
Maí
2008
Júní
2008
Okt.
2008
Nóv.
2008
Des.
2008
Janúar
2009
4. feb.
2009
11. feb.
2009
4. mars
2009
47
%
33
%
20
%
56
%
39
%
5
%
53
%
40
%
7
%
54
%
42
%
4
%
52
%
39
%
9
%
55
%
38
%
7
%
54
%
42
%
4
%
40
%
48
%
12
%
52
%
44
%
4
%
54
%
38
%
8
%
54
%
40
%
6
%
56
%
38
%
4
%
57
%
39
%
4
%
42
%
42
%
16
%
52
%
38
%
10
%
Evran og Danmörk
Lengri útgáfur af viðtölunum má nálgast á www.mbl.is/esb