Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 12
12 Kosningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Um hvað ættu
kosningarnar að snúast?
„Ég skal gefa þér gull í tá,“ segir í dægurljóði Jónasar Árnasonar. Kosið verður til Alþingis um næstu helgi. Þá binda kjósendur trúss sitt við stjórnmálaflokka. Sjaldan
hafa viðfangsefnin sem bíða nýs kjörtímabils verið eins tröllvaxin og nú. En lítið hefur farið fyrir tilhugalífi og umræðan verið hverfandi um stefnumál stjórnmálaflokk-
anna. Aldrei fyrr hefur Alþingi verið haldið að störfum eins nærri kosningum og þingmenn hafa því haft lítinn tíma til að kynna stefnumálin. Á köflum hefði mátt ætla
að kosningarnar væru haldnar árið 2006, ekki 2009. Víst hefur baráttan snúist um fortíðina, en Pétur Blöndal veltir upp þeirri spurningu hvað kosningarnar ættu í
raun réttri að snúast um og kynnti sér hjartans mál fólks um allt land.
„Það sem skiptir mestu máli er
að skapa forsendur til þess að
fjármálafyrirtæki geti lánað
heimilum og fyrirtækjum pen-
inga á kjörum sem þau geta
staðið undir,“ segir Tómas
Möller, lögfræðingur hjá Lífeyr-
issjóði verslunarmanna. „Það
er forsenda þess að hægt sé
að byggja upp fyrirtæki og
fjölga þannig
störfum og koma fasteignamark-
aðnum aftur á hreyfingu. Og
uppskriftin til þess að svo
megi verða er að byggja
upp traust í sam-
skiptum við erlenda
banka og skapa um-
hverfi sem fólk
sækist eftir að
reka fyrirtæki
í.“
Reykjavík
Tómas Möller
Þarf að byggja
upp traust
„Ég er nú bara að setja kartöflur í pott, svo ég
segi nú alveg satt,“ segir Ásta Sverrisdóttir
hlæjandi, en hún er bóndi á Ytri-Ásum, Skaft-
ártungum. Og suðan er ekki lengi að koma upp
þegar kosningamál ber á góma:
„Í fyrsta lagi er komin reynsla á það, að
kosningamál eru alltaf til fyrir kosningar, en
aldrei eftir,“ segir hún. „Það byggist alltaf á
því, hvað þeir lofa að koma með úr ríkissjóði,
sama hvaða flokkur það er. En það eru bara
uppkjaftaðir peningar í ríkissjóði, þannig að nú
er ekkert hægt að taka þar. En menn hafa
keppst við að lofa sem mestu, þó að ekki hafi
verið staðið við það, og hér í þessu kjördæmi
geri ég ekki kröfu um meira en að gömlu lof-
orðin séu efnd.“
Og upptalningin hefst:
„Það þarf þungatakmarkanir alla daga, því
það er aldrei gert við vegina. Þriggja fasa raf-
magnið átti að koma fyrir kosningar fyrir 14
eða 16 árum, en hefur ekki verið nefnt í kosn-
ingum síðustu tíu árin. Rás 2, útvarp allra
landsmanna, er ekki komin til allra í þessari
sveit. Það sama gildir um ADSL-tenginguna og
þriðju kynslóðartæknina. Svo er það þjóðlendu-
málið sem allir flokkar ætluðu að bakka með
síðast, en nú er það gleymt og bændur komnir
í mál fyrir mannréttindadómstólnum, bæði út
af eignarlöndum og sameiginlegum. Við unnum
það mál fyrir héraðsdómi fyrir síðustu kosn-
ingar og allir ætluðu að vinda ofan af því, en
svo tapaðist það í Hæstarétti eftir kosningar og
nú gæta menn þess að minnast ekkert á það.“
Svo er það stóra málið, að mati Ástu, sem
hún segir velta á kjósendum. „Ef ríkið skyldi
eignast fé aftur, að það verði ekki gefið einka-
aðilum í annað skipti til þess að týna því í út-
löndum. Það er stóra málið, þó að ég viti að
við berum svo sem ekki gæfu til þess að
standa saman um það.“
Uppkjaftaðir pen-
ingar í ríkissjóði
„Nú er ég að kenna stúlku að
spila sónatínu í g-dúr eftir
Beethoven,“ segir Ágúst Ár-
mann Þorláksson, skólastjóri
Tónskóla Neskaupstaðar, en
hann gefur sér þó augnablik
til að svara því hvað sé brýn-
asta kosningamálið.
„Á ég að tala sem Íslend-
ingur eða sem Austfirðingur?“
spyr hann.
– Fyrst sem Íslendingur og
svo sem Austfirðingur.
„Brýnustu mál þessara kosninga eru efnahags-
málin, og inni í þeim pakka tel ég auðvitað atvinnu-
málin. Síðan verð ég að segja að mér svíður þetta
hrikalega vaxtaokur í landinu, sem ætlar allt lifandi
að drepa. Atvinnulíf og heimili geta ekki staðist að
vextir fari ekki hraðar niður. Það botnar enginn í
því af hverju það gerist ekki hraðar. Og það síðasta
sem Íslendingar þurfa á að halda eru skattahækk-
anir. Fyrir mér er það eins og að sparka í liggjandi
fólk.“
Ágúst Ármann þagnar ábúðarfullur og bætir svo
við: „Það þykir fáum vænna um íslensku krónuna
en mér, en ég fæ það ekki í kollinn á mér hvernig
við getum byggt á henni til lengdar. Ég er hins-
vegar á móti því að ganga í ESB. En það er svo
hryllilegt að horfa upp á hvernig krónan sveiflast,
við virðumst ekki ná tökum á gengi hennar, og
kannski er það ríkisstjórninni sem nú situr að
kenna. Kosningarnar núna eru það vitlausasta sem
við gátum kallað yfir okkur, því það setti allt í bið-
stöðu. Þetta var það versta sem gat komið fyrir
þjóðina.“
– Hvað um Austfirði?
„Samgöngur, samgöngur, samgöngur,“ svarar
hann. „Ég get alveg sagt það, að Austurland getur
orðið glæsilegur partur af Íslandi, sjálfbært og
kraftmikið. Fjarðabyggð var á síðasta ári með
fjórðung af útflutningstekjum þjóðarinnar! En til
þess að svo geti verið áfram þarf að klára göng til
Neskaupstaðar og frá Eskifirði til Héraðs. Síðan
eru framtíðaráform um göng undir Berufjörð og
Lónsheiði. En samgöngur eru stóra málið. Við er-
um auðvitað hrygg yfir loðnubrestinum, en við vit-
um að þetta er sterkt atvinnusvæði ef það fær
betri samgöngur.“
Hann þagnar.
„Þetta er nú bara eins og karlinn hugsar, vinur.
Ég held því ekki fram að ég hafi alltaf rétt fyrir
mér. En maður sem hefur enga skoðun, hann er
leiðinlegur maður.“
Svo heyrast aftur hljómar Beethovens.
Neskaupsstaður
Ágúst Ármann
Þorláksson
Ekkert vitlausara en kosningar
„Ég gæti þess nú að vera ekki
pólitísk og velti þeim málum
ekki fyrir mér fyrr en nær
dregur kjördegi,“ segir Bryn-
hildur Óladóttir sóknarprestur
á Skeggjastöðum í Bakkafirði.
„En mér finnst það megi
rannsaka betur ofan í kjölinn
fjármálin hjá fleiri stjórn-
málaflokkum. Mér finnst sér-
kennilega mikil áhersla lögð á
einn flokk í því samhengi –
heilu fréttatímarnir fara í það.
Þetta segi ég óháð pólitík. Síðan finnst mér að
fjölmiðlarnir mættu almennt horfa meira á björtu
hliðarnar og tala um framtíðina. Ég var á íbúa-
fundi í vikunni, þar sem rætt var um olíuna og aðr-
ar auðlindir, og það gefur fólki tilefni til bjartsýni.“
Brynhildur segir að Bakkafjörður sé útgerðar-
staður og samdráttur í afla hafi áhrif á bæjarlífið.
„En jú, grásleppumenn eru glaðir! Svo er afskrift
kvótans auðvitað mikið hitamál, enda hefur fólk
keypt kvótann dýrum dómum, og maður heyrir
tón út af því. En mér finnst miklu skemmtilegra að
tala um framtíðina! Og svo get ég ekki annað en
rifjað upp páskadagsmorgun síðastliðinn, en þá
var boðað til guðsþjónustu og morgunverðar
klukkan hálfátta . Organistinn sat fastur í snjó-
skafli á Sandvíkurheiði og því ákveðið að hafa
helgistund yfir veitingum. Kórinn söng og Arnór
Ingvarsson og Baldur Öxdal, auk mín, töluðu um
reynslu sína af trúnni og gildi páskahátíðarinnar í
kristnu samhengi. Stofan fylltist af fólki og ég
held að mætingin hafi losað fjóra tugi!“
Það á að rannsaka
alla flokka
Bakkafjörður
Brynhildur
Óladóttir
„Það hefur ekki verið auðvelt
að reka fyrirtæki og reyna að
halda atvinnulífinu gangandi í
300 manna sjávarútvegs-
þorpi,“ segir Teitur Björn Ein-
arsson, forsvarsmaður Eyr-
arodda hf. á Flateyri. „Síðustu
sex mánuðir hafa verið erfiðir,
sérstaklega þegar við-
skiptavinir eru í vandræðum
og bankakerfið hefur lokað á
fyrirgreiðslu, hvort sem er í
afurðalánum, fjárfestingum eða framkvæmdum.
Ef heldur fram sem horfir verður ástandið enn
skelfilegra.“
Á sama tíma hefur orðið sambærilegur sam-
dráttur í Evrópu, að sögn Teits Björns, sem hefur í
för með sér lengri greiðslufrest á afurðum, lægra
verð og minni sölu. „Þetta er rosalega vont mál. Í
sumum greinum í sjávarútvegi er ferillinn langur,
til dæmis í saltfiskframleiðslu, og á þeim tíma
styður ekkert við fjármögnunina. Maður þarf að
vera ansi úrræðagóður og á sama tíma þol-
inmóður um að ástandið batni vonandi fyrr en
seinna! Það verður að koma bankakerfinu í samt
lag, þannig að hægt sé að meta rekstur fyrirtækja
á eðlilegan hátt, framlegðina og verðmæti af-
urðabirgða. Ef bankakerfið spilar ekki með, verður
þetta mjög þungt.“
Hann segir Eyrarodda standa ágætlega þar sem
fyrirtækið hafi aðeins starfað síðan haustið 2007
og sé ekki með bólginn efnahagsreikning. „Það er
mikilvægast fyrir okkur að halda þetta út, tryggja
áframhaldandi sölu og greiðsluflæði. En ef ekkert
gerist í bankakerfinu, þá eru allar hugmyndir um
aukna framleiðslu og frekari fjárfestingar út af
borðinu.“
Og gjaldeyrishöftin eru áhyggjuefni. „Þau eru
mjög skaðleg og maður finnur að kaupendur ytra
setja þetta fyrir sig. Það er kallað eftir því að varan
sé afhent erlendis og greidd þar, sem setur alla
flutnings- og greiðsluskilmála í annað samhengi,
og það er erfitt að standa í slíkum æfingum. Það
sem hefur bjargað okkur er veiking krónunnar, því
annars hefðum við ekki getað tekið þátt í þeim
verðlækkunum sem orðið hafa á mörkuðum ytra.
Og það er spurning af hverju er yfirhöfuð verið að
halda uppi gengi krónunnar. Ég sé ekki betur en
við eigum að halda okkur við gengi, sem verð-
mætasköpunin í landinu stendur undir. Eða hvaða
innistæðu höfum við annars núna fyrir sterku
gengi?“
Kosningarnar snúast því um raunhæfar leiðir í
efnahagsmálum. „Það eru stóru spurningarnar og
þær snúa að bankakerfi sem virkar ekki og vaxta-
stigi sem er eins og kyrkislanga og kreistir líftór-
una úr atvinnulífinu. Það tekur enginn eftir því dag
frá degi, en ef horft er yfir lengra tímabil verða af-
leiðingarnar skelfilegar. Allt lýtur þetta að því, að
ef umhverfið er ekki í lagi, þá verða ekkert búin til
störf, því þá hefur atvinnulífið ekki mátt til að bera
þau. Það eina sem maður veit, er að það er erfitt
framundan. Því miður þá verður að grípa til sárs-
aukafullra aðgerða í efnahagsmálum, og um leið
réttu aðgerðanna. Ef það verður ekki gert mun
slokkna á öllu.“
Flateyri
Teitur Björn
Einarsson
Vaxtastigið er eins og kyrkislanga
„Pétur, atvinnumál!“ segir
Sigríður Dóra Sverrisdóttir,
leikskólakennari á Vopnafirði.
„Kosningarnar geta ekki snú-
ist um annað en atvinnumál.
Ef fólk hefur ekki atvinnu,
hvernig ætla stjórnvöld þá að
sækja til okkar hærri skatta
og annað slíkt? Á einhvern
hátt verðum við að fá fjár-
magn, hvort sem lífeyrissjóð-
irnir útvega það eða aðrir.
Það hlýtur að vera hægt að finna 15 til 20 líf-
vænleg fyrirtæki, byggja þau upp aftur og koma
þeim í fullan rekstur. Ég vil ekki trúa því að eng-
inn geti ráðið til sín fólk. Þá er verr komið fyrir
okkur en okkur er greint frá.“
Og atvinnumálin brenna helst á Vopnfirðingum.
„Hér er dulið atvinnuleysi, því fólk hefur verið á
launaskrá hjá Granda, en þar hefur ekki verið
neitt hráefni. Það var mikið högg fyrir okkur þeg-
ar loðnan brást. En Grandi, þetta öfluga fyrirtæki,
ætlar að byggja upp verksmiðjuna á staðnum,
þannig að það verður nóg að gera í þeim fram-
kvæmdum. Og svo horfum við til þessarar olíu-
leitar, sem vonandi...!“
Þegar samtalið fer fram er Sigríður Dóra í óða
önn að leysa út boli í Landsbankanum fyrir leik-
sýninguna „Ísvélina“ eftir Bjarna Jónsson, sem
fært verður upp á leiklistarhátíð á Egilsstöðum
kosningahelgina. Þegar menningarmálunum
sleppir er nóg við að vera á leikskólanum. „Við er-
um nýbúin að stækka leikskólann, öll börnin fá
pláss og hann er opinn eins og með þarf,“ segir
hún.
„En ég er ekkert viss um að sveitarfélagið
standi vel. Hér hafa verið miklar framkvæmdir og
ef atvinnulífið dettur niður fær sveitarfélagið ekk-
ert útsvar. Þess vegna segi ég: Ef atvinnulífið er
ekki í lagi, þá er ekkert í lagi í þessu samfélagi.
Og ef við eigum peninga til að setja inn í heil-
brigðisþjónustu, til að mæta afleiðingum atvinnu-
leysis, þá held ég að þeim væri betur varið í fyr-
irtæki sem geta skapað störf til framtíðar. Ég hef
enga trú á því að skattahækkanir skili neinu. Var
það ekki hátekjufólkið sem missti störfin? Lág-
launafólkið er í vinnu hjá ríki og sveitarfélögum.
Ég vinn hjá sveitarfélagi. Ég er láglaunamann-
eskja.“
Enga trú á skattahækkunum
Vopnafjörður
Sigríður Dóra
Sverrisdóttir