Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 VITA er lífið Skráðu þig í netklúbbinn – VITA.is Mallorca í vor á einstöku tilboðsverði! VITA er ný ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group. GROUP Dagskrá fyrir Gott fólk 60+ Fararstjóri: Rebekka Kristjánsdóttir Skemmtanastjóri: Bjarney Lea Guðmundsdóttir Dvöl á Mallorca sameinar allt sem fólk yfir sextugt sækist eftir á sólarstað. Við bjóðum farþegum að velja á milli ýmissa úrvalsgististaða á Playa de Palma. Í boði eru skoðunarferðir með fararstjóra og að auki verður farið í leikfimi, mini-golf, gönguferðir og haldin spilakvöld og kvöldvökur. Heilsurækt Félagsvist/mini-golf Ganga/stafaganga Skemmtikvöld 3.–27. maí í 24 nætur Hotel Cosmopolitan Verð frá 98.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í tvíbýli með hálfu fæði. Verð m.v. 5.000 kr. afslátt til félaga í Gott fólk 60+ * Verð án Vildarpunkta en með klúbbafslætti: 108.900 kr. ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 45 67 7 04 .2 00 9 hálft fæði Garðahönnun og ráðgjöf PALLA- OG GARÐARÁÐGJÖF Skráning og nánari upplýsingar hjá BYKO í síma 515 4134 milli kl. 9-17 virka daga. EÐA LÍTIÐ! ER OF STÓRT EKKERT VERKEFNI 515 4134Pantaðu í síma Bjarnheiður Erlendsdóttir garðahönnuður mun sjá um ráðgjöf fyrir viðskiptavini BYKO í sumar. Hún hefur áratuga reynslu í hönnun og vinnslu á pöllum og görðum, bæði nýjum sem gömlum. Hver viðskiptavinur fær hálftíma ráðgjöf sem kostar kr. 7.500, en þær fást endurgreiddar við kaup á palla- og girðingaefni hjá BYKO. Í ár eins og undanfarin ár mun BYKO veita viðskiptavinum sínum ráðgjöf og faglegar ráðleggingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda í garðinum. ALLAR TEIKNINGAR GERÐAR Í 3-VÍDD ÉG HEF löngum haft ánægju af að lesa blaðagreinar eft- ir Hannes Hólmstein Gissurarson. Þetta hófst þegar ég var prófarkalesari á DV á áttunda áratug síðustu aldar og þurfti vinnu minnar vegna að lesa mjög margar greinar eftir Hannes. Hann var á þessum árum að kynna frjálshyggju fyrir Íslendingum. Það að lesa greinar eftir Hannes er ekki kvalalosti af minni hálfu eins og einhver kynni að halda heldur hreinræktaður fræðilegur áhugi. Kannski bókmenntalegur eða hugsanlega mannfræðilegur. Mögulega rökfræðilegur. Mér finnst til að mynda æðislegt að lesa hversu auðmjúkur Hannes er þegar hann mærir kapítalista úr röðum Sjálfstæðisflokksins en hraunar grimmur yfir aðra auð- menn. Ekki er síður gaman að lesa hve lystilega hann raðar saman ut- anbókarlærðum frösum og hve glæsilega hann dreifir óhróðri um fólk með hálfkveðnum vísum og dylgjum. Og síðast en ekki síst af hvílíkri snilld hann hagræðir sann- leikanum. Hannes sýnir flott tilþrif um þetta allt í grein í Fréttablaðinu laugardaginn 21. mars. Hann fjallar þar um ráðningu norska mannsins í bankastjórastöðu Seðlabanka Íslands og gerir það á sinn einstaka hátt. Í framhjáhlaupi mærir hann eigendur Straums og Davíð Oddsson og tekur Jóhönnu Sigurðardóttur í bakaríið. En það eru alger aukaatriði. Fyrst og fremst er hann að fjalla um norska seðlabankastjórann. Óhróður og dylgjur koma þarna skýrt fram. Hann segir að sá norski hafi komið af fjöllum í tilteknu máli „á fundi í seðlabank- anum…“ (Sat Hannes fundinn?) Síðar í greininni er seðlabankastjórinn í háðungarskyni kall- aður „fjallamaður“ og „maðurinn af fjöll- unum“. Þetta væri svipað og ef ég rifjaði upp að ráðning Hannesar að Há- skóla Íslands var álitin pólitísk og vafasöm á sínum tíma og kallaði hann í þessari grein íhaldsdindil- inn í háskólanum. En það geri ég vitaskuld ekki. Svo vitnar Hannes í hinn al- kunna heimildarmann „Kunnugir herma …“ til að koma höggi á norska manninn. Orðrétt skrifar hann: „Kunnugir herma, að þessi fjallamaður sé taugaóstyrkur og …“ Mér er til efs að áður hafi verið jafn fagurlega vitnað í Kunnugan hermir. Í greininni rifjar Hannes líka upp að þessi norski maður hafi hitt samlanda sinn í bankanum ís- lenska og spyr svo þessarar glæsi- legu spurningar: „Mun hann líka krefjast þess, að íslenska verði ekki lengur töluð á bankaráðs- fundum?“ Er hægt að ná hærri hæðum í dylgjum? Þetta er einfaldlega frá- bært. En öll þessi snilligáfa verður ómerkilegt hjóm í samanburði við glæsilegt dæmi Hannesar um hag- ræðingu sannleikans. Sigurður Líndal hefur efast um lögmæti þess að skipa erlendan mann í þetta embætti. Þetta hend- ir Hannes á lofti og segir í grein sinni: „Setning Norðmannsins er sennilega stjórnarskrárbrot …“ Stuttu seinna segir Hannes í sömu grein: „Ef þessi norski stjórnmálamaður er ólöglega sett- ur í embætti …“ En í niðurlagi greinarinnar segir Hannes: „Hinn fráleiti brott- rekstur Davíðs Oddssonar og ólög- leg ráðning mannsins af fjöll- unum …“ (Leturbreytingar mínar). Halló! Fyrst er þetta sennilega lögbrot, svo ef og að lokum er þetta orðin ólögleg ráðning! Þetta er tær snilld! Það er ein- ungis á færi mjög vanra manna að hagræða sannleikanum á svona glæsilegan hátt. Sennilegt verður ef og loks staðreynd. Og allt í sömu blaðaðgreininni! Eftirmáli – Ef það reynist rétt að ekki megi skipa útlending í embætti á Íslandi legg ég til að lögum verði breytt. Þetta er asna- legt ákvæði, heimóttarlegt, þjóð- rembulegt og umframt allt, hólm- steinslegt! Eftirmáli 2 – Ég sendi þessa grein til Fréttablaðsins fyrir tveimur vikum með beiðni um birt- ingu. Enn hefur hún ekki birst og ég ekki fengið neina skýringu þrátt fyrir óskir þar um. Hólmsteinn hagræðir sann- leikanum Eiríkur Brynjólfs- son gerir at- hugasemdir við grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Fréttablaðinu Eiríkur Brynjólfsson » Þetta er svar við grein Hannesar Hólmsteins í Frétta- blaðinu fyrir nokkru um Seðlabankann og fleira. Höfundur er kennari. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.