Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 10
10 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Þegar ég var kornungur blaðamaður á Tímanum
var ég send norður að Laugum í Þingeyjarsýslu til
þess að skrifa um aðalfund Stéttarsambands
bænda. Mig minnir að þetta hafi verið haustið
1981. Fundurinn stóð að mig minnir í eina þrjá
daga, frá morgni til kvölds og ræður bændanna
voru óteljandi margar og sumar óbærilega langar
og leiðinlegar.
Þegar ég leyfði mér að kvarta við nærstadda um
lengd, fjölda og lítið skemmtanagildi ræðnanna,
sagði einn góður bóndi við mig, heldur háðskur á
svip: „Já, Agnes mín. Lýðræðið þreytir rassgatið!“
Þessi eldgamla saga hefur rifjast upp fyrir mér
undanfarna daga, við það eitt að fylgjast með póli-
tískum umræðum í sjónvarpi og útvarpi.
Það þarf ákveðinn þroska til þess að geta
ástundað lýðræðisleg vinnubrögð, um það hljótum
við flest að vera sammála. Við þurfum að bera
virðingu fyrir skoðunum annarra, sætta okkur við
leikreglur lýðræðisins, að nú ekki sé talað um
landslög. Þetta virðast flestir frambjóðendur
gera, hvar í flokki sem þeir standa, með einni und-
antekningu þó. Undantekningin er Ástþór Magn-
ússon, sem fótumtreður allar leikreglur, gefur
skít í landslög, svívirðir allt og alla, er með dóna-
skap, yfirgang, hávaða, belging, hroka og mann-
fyrirlitningu að vopni, hvenær sem hann opnar
munninn, sem hefur því miður verið allt of oft á
opinberum vettvangi undanfarna daga.
Það sem mér finnst vera hróplegt er að þessi
maður hafi stofnað og sé í fyrirsvari fyrir hreyf-
ingu sem heitir hvorki meira né minna en Lýð-
ræðishreyfingin. Þvílík öfugmæli.
Á þriðjudagskvöld sat Ástþór Magnússon í
beinni útsendingu Sjónvarpsins sem efsti maður á
lista Reykjavíkurkjördæmis norður, ásamt efstu
mönnum annarra lista í kjördæminu.
Ástþór varð sér til skammar, með hrópum,
dylgjum, fúkyrðum og sjálfsupphafningu. Hann
virti engan og ekkert, hvorki áheyrendur í sal,
þáttastjórnendur, þær Jóhönnu Vigdísi og Þóru,
aðra frambjóðendur né sjónvarpsáhorfendur
heima í stofu og hefur væntanlega uppskorið í
samræmi við eigin framkomu.
Þráinn Bertelsson, efsti maður á lista Borg-
arahreyfingarinnar, átti afar bágt með að sýna
hvaða erindi hann á í pólitík. Hann sagði að ef
fólki liði ekki óbærilega, þá myndi atvinnu-
ástandið á Íslandi lagast af sjálfu sér!
Ekki var það öllu gáfulegra sem kom úr
munni efsta manns á lista Frjálslynda
flokksins, Karls Matthíassonar, fall-
kandídats úr prófkjöri Samfylking-
arinnar frá því fyrir nokkrum vikum:
Hann sagði að bróðir sinn hefði hafið lík-
kistusmíðar, þegar harðna tók á dalnum.
Líkkistusmíð var hans lausn á atvinnuþref-
inu!
Það fór ekkert á milli mála í þessari útsendingu
að það voru tveir frambjóðendur sem báru af eins
og gull af eiri og var raunar ótrúlegur samhljómur
í málflutningi þeirra á ýmsum sviðum. Þetta voru
þau Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
og efsti maður á lista Vinstri grænna, og Illugi
Gunnarsson, alþingismaður og efsti maður á
lista Sjálfstæðisflokksins. Að vísu sagðist Katr-
ín vilja hækka skatta og lækka laun án þess að
skýra hvernig slík hagfræði á að geta gengið
upp.
Á miðvikudagseftirmiðdag hóf Ástþór Magn-
ússon að „skemmta“ landslýð á nýjan leik, er hann
var gestur í síðdegisútvarpi Rásar 2. Hann nánast
ruddi sér leið að hljóðnemanum, hrifsaði til sín
völdin úr höndum þáttastjórnanda, lét fúkyrðin
dynja á honum um hann og hans „ritskoðaða fjöl-
miðil, Ríkisútvarpið“ og lýsti því yfir að hann ætl-
aði að lesa frétt fyrir landsmenn í beinni útsend-
ingu sem fréttastofan hefði fyrr um daginn neitað
að birta.
„Ég ætla að lesa þessa frétt og þú þarft þá að
henda mér út með valdi ef ég fæ ekki að lesa þessa
frétt í þessum ritskoðaða fjölmiðli og heyrið þið
nú Íslendingar,“ nánast öskraði Ástþór í hljóð-
nemann, stjórnlaus af ofstæki, frekju og yfirgangi
og komst upp með það! „Útrásarvíkingar reyna að
stöðva framboð Lýðræðishreyfingarinnar“ var
upphaf „fréttarinnar“.
Það er ég viss um að ég er ekki ein um að velta
því fyrir mér hvort Ástþór Magnússon sé end-
anlega genginn af göflunum. Ég velti því fyrir
mér, hvers vegna frekja hans, yfirgangur og hroki
á að bitna á okkur Íslendingum, sem borgum jú
nefskatt, óheyrilega háan, til þess að fá að hlýða á
þennan fjölmiðil sem er í eigu okkar allra. Ég full-
yrði að maður eins og Ástþór á ekkert erindi í
stjórnmál; hann kemur óorði á lýðræðið með
framkomu sinni og þess vegna var það svo einkar
ánægjulegt að yfirkjörstjórnir Reykjavíkur-
kjördæmanna úrskurðuðu framboðslista Lýðræð-
ishreyfingarinnar ógilda. En Adam var ekki lengi
í Paradís. Landskjörstjórn úrskurðaði um miðjan
dag í fyrradag að listar P-lista, Lýðræðishreyfing-
arinnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suð-
ur, væru gildir. Lýðræðishreyfingin býður því
fram lista í öllum sex kjördæmum landsins og við
sitjum uppi með Ástþór gapuxa gapandi í eina
viku enn.
agnes@mbl.is
Agnes segir…
Stjórnlaus af frekju
Ég fullyrði að maður
eins og Ástþór á ekkert
erindi í stjórnmál.
Að koma óorði á lýðræðið
Þráinn BertelssonKarl V. Matthíasson
Landbúnaðarstefna Vinstrigrænna, sem samþykkt var á
landsfundi fyrir skemmstu, hefur
ekki vakið verðskuldaða athygli.
Vinstri græn vilja auðvitað aukastyrki til landbúnaðarins. Þau
vilja til dæmis auka niðurgreiðslur
á rafmagni svo hægt sé að rækta
meira grænmeti í gróðurhúsum.
Og þótt VG sé ámóti
stóriðju, vill
flokkurinn
stefna að
byggingu
áburðarverk-
smiðju „hið fyrsta“
og koma í veg fyrir
að áburðarnotkun dragist saman.
Ætli það passi við sjálfbæru um-
hverfisstefnuna?
Langáhugaverðasti parturinnsnýr að kornrækt: „Efla skal
rannsóknir og þróun á hveitirækt á
Íslandi og stefna að því að landið
verði sjálfbært hvað hveiti varðar
eins skjótt og auðið er,“ segir VG.
Íslenzku hveitihaugarnir kallaauðvitað á nýja aðstöðu: „Auka
þarf kornbirgðir landsins og stefnt
skal að byggingu birgðastöðva fyr-
ir korn,“ segja vinstri græn.
Það mætti halda að VG byggistvið kjarnorkustríði. Og þó – því
að flokkurinn ætlar að friðlýsa Ís-
land fyrir kjarnorkuvopnum.
Hvað ætli það muni kosta skatt-greiðendur að gera Ísland
sjálfbært um hveiti, sem ræktað er
með mun hagkvæmari hætti í ótal
hlýrri löndum? Eða að byggja korn-
turnana?
Átta 28% kjósenda, sem segjaststyðja VG í skoðanakönnunum,
sig á því upp á hvers konar bull þeir
eru að skrifa?
Fróðleikskorn úr stefnu VG
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 6 skýjað Lúxemborg 8 skýjað Algarve 13 skýjað
Bolungarvík 3 alskýjað Brussel 9 þoka Madríd 5 þoka
Akureyri 3 skýjað Dublin 6 léttskýjað Barcelona 9 léttskýjað
Egilsstaðir 5 skýjað Glasgow 6 skýjað Mallorca 7 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 5 alskýjað London 6 heiðskírt Róm 10 heiðskírt
Nuuk -2 heiðskírt París 8 þoka Aþena 14 heiðskírt
Þórshöfn 5 skýjað Amsterdam 8 heiðskírt Winnipeg 0 alskýjað
Ósló 3 heiðskírt Hamborg 7 heiðskírt Montreal 10 alskýjað
Kaupmannahöfn 9 heiðskírt Berlín 8 skúrir New York 14 heiðskírt
Stokkhólmur 3 léttskýjað Vín 11 léttskýjað Chicago 10 léttskýjað
Helsinki 0 léttskýjað Moskva 4 skúrir Orlando 17 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
STAKSTEINAR
VEÐUR
19. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.52 2,8 8.29 1,4 14.35 2,7 20.50 1,5 5:41 21:14
ÍSAFJÖRÐUR 3.55 1,5 10.30 0,6 16.38 1,3 22.51 0,7 5:35 21:30
SIGLUFJÖRÐUR 5.49 1,0 12.27 0,4 19.01 0,9 5:18 21:13
DJÚPIVOGUR 5.13 0,9 11.22 1,4 17.34 0,8 5:08 20:46
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á mánudag
Allhvöss eða hvöss sunnanátt
og rigning, en hægari vindur og
þurrt að kalla norðaustantil.
Hiti 4 til 10 stig.
Á þriðjudag
Suðvestan 5-10 m/s og skúrir,
en þurrt og bjart austanlands.
Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag
Hvöss suðaustanátt með rign-
ingu víða um land og 4 til 9
stiga hita.
Á fimmtudag
Lítur út fyrir austlæga átt með
úrkomu í flestum landshlutum.
Fremur milt í veðri.
Á föstudag
Líklega skammvinn norðanátt.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Hvessir víða í dag. Suðaustan
13-20 m/s á Suðvestur- og
Vesturlandi, annars 8-13 m/s.
Bætir í úrkomu sunnanlands
seinnipartinn. Hiti 4 til 14 stig.
! "
#$%
& ' ( )*+,,# )*#-,#
!" # $ %
&'
" ' . ' /
( )
* + ,-
(+% "
-+ &*
.
,
000 @