Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 HEILBRIGÐ- ISRÁÐHERRA, Ög- mundur Jónasson, hélt nýverið fund með starfsfólki heilbrigð- iskerfisins um þær áskoranir sem fram- undan eru vegna nið- urskurðar. Efnislega sagði ráð- herra að innan heilbrigðiskerfisins væri ríkur vilji til að takast sameig- inlega á við þetta erfiða verkefni. Hins vegar skæru lyfjafyrirtækin sig úr og með kvörtun til ESA, Eft- irlitsstofnunar EFTA, væru fyr- irtækin „að vega að þjóð í þreng- ingum“ og í DV sagði ráðherra „lyfjarisa komna í mál gegn þjóð- inni“. Hér er því miður um ómerki- legan málflutning að ræða af hálfu ráðherra í kosningabaráttu. Rétt er að Frumtök, fyrir hönd aðildarfyr- irtækja sinna, hafa sent kvörtun til ESA vegna setningar ráðherra á reglugerð um greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði. Málið er of langt og flókið til skýringar í grein sem þessari en ítarefni má finna á heimasíðunni www.frumtok.is. Til haga skal þó haldið að með setn- ingu reglugerðarinnar var gerð grundvallarbreyting með örskömm- um fyrirvara sem varðar lyfjaval og birgðamál og hefur neikvæð áhrif á velferð og öryggi sjúklinga. Lögum og reglum ýtt til hliðar? Ráðherra segir að með kvörtun til ESA sé vissulega hægt að fá úr því skorið, lagalega, hvort brotið sé á rétti fyrirtækjanna, en segir rétt- lætiskenndina mæla gegn því. Hvaða réttlætiskennd? Á það ekki að vera sjálfsagður hlutur í rétt- arríki að þegar ágreiningur rís, sé skorið úr honum af til þess bærum aðilum? Á ekki ráðherra að fagna því að fá úr því skorið hvort fram- ganga hans standist þau lög og þann rétt sem samfélagið býr okk- ur? Eða má ýta öllu til hliðar „í ljósi aðstæðna“ eins og ráðuneytið reyndar gerir í bréfi til okkar til réttlætingar á ákvörðun sinni? Ein- hverra hluta vegna tala stjórn- málamenn oftar en ekki með niðr- andi og neikvæðum hætti til lyfjaframleiðenda, líkt og þar fari óhreinu börnin hennar Evu. Hvað veldur? Lyfjaframleiðendur þykja heppileg skotmörk sem sjálfsagt er að fjargviðrast út í með gífur- og stóryrðum. Þó að lyfjakostnaður sé aðeins rétt um 7% heildarkostnaðar í heilbrigðiskerfinu er látið eins og lyfjakostnaður sé upphaf og endir alls vanda. Hvers vegna er ekki lit- ið á lyfjakaup sem fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu, heilsu einstaklinga, virkni þeirra og getu til verðmætasköpunar? Lyf skipta svo sann- arlega sköpum í nú- tímasamfélagi og traustur aðgangur að góðum lyfjum á ríkan þátt í að gera okkur kleift að búa við það heilsufarslega öryggi sem við þekkjum og teljum sjálfsagt. Lyfja- framleiðendur eru mik- ilvægur hluti af heilbrigðiskerfinu og gera þá einföldu kröfu til heil- brigðisyfirvalda að komið sé fram af sanngirni. Mikilvægasta verkfæri læknisins Aðildarfyrirtæki Frumtaka eru öll frumlyfjaframleiðendur, fyr- irtæki sem stunda rannsóknir og þróun nýrra lyfja. Þau eru öll mik- ilvægur hlekkur í nútíma heilbrigð- isþjónustu og einn helsti birgir heil- brigðiskerfisins. Vart þarf að fjölyrða um gildi lyfja sem eru ómissandi og eitt mikilvægasta verkfæri læknis og annarra heil- brigðisstarfsmanna, en sú stað- reynd virðist ekki skipta ráðherra heilbrigðismála miklu. Lyfja- framleiðendur í huga heilbrigð- isráðherra virðast ekki heldur skipta miklu máli, þeir sagðir sitja á „stórbýlum – agnarsmáir í anda“. Orðfæri sem þetta er vart ráðherra sæmandi, en skyldi vera að í huga hans blundi efi um lögmæti eigin ákvarðana og því eina leiðin að bregðast við eðlilegum aðfinnslum sú að líkja við málsókn gegn þjóð- inni, hvorki meira né minna? Tal um að lyfjaframleiðendur vilji ekki taka þátt í erfiðleikum við rekstur heilbrigðiskerfisins er ósanngjarnt. Að sjálfsögðu ríkir skilningur innan aðildarfyrirtækja Frumtaka á því að við núverandi aðstæður verði að huga alveg sérstaklega að kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Í því ljósi skal minnt á að framleiðendur frum- lyfja, í góðu samstarfi við heilbrigð- isyfirvöld fram til þessa, hafa lagt þung lóð á vogarskálarnar und- anfarin misseri með mikilli lækkun á verði lyfja, svo mikilli reyndar að vart á sér hliðstæðu í okkar helstu samanburðarlöndum. Og enn er unnið að lækkun lyfjaverðs af hálfu Lyfjagreiðslunefndar. Staðreyndin er sú að verð lyfja á Íslandi er sannarlega hið sama og í löndunum í kringum okkur, nokkuð sem vart gildir um aðra vöru hér á landi, enda sýna allar verðkannanir Lyfjagreiðslunefndar undanfarin misseri að heildsöluverð lyfja hér á landi er hið sama og í okkar helstu samanburðarlöndum og t.a.m. lægra en í Danmörku. Vegið að þjóð í þrengingum? Jakob Falur Garð- arsson gerir at- hugasemdir við málflutning heil- brigðisráðherra » Á ekki ráðherra að fagna því að fá úr því skorið hvort framganga hans standist þau lög og þann rétt sem sam- félagið býr okkur? Jakob Falur Garðarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. MENNTUN | NÝSKÖPUN | HEILSA | ORKA | LÍFSGÆÐI | SAMGÖNGUR www.asbru.is Nýsköpun býr hér Ásbrú er heilt samfélag sem rís á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Ásbrú snýst um hreina orku, þekkingu og nýsköpun, alþjóðlega samkeppnishæfni, nálægð við alþjóðasamgöngur, mannauð, húsnæðiskost, æðri menntun, rannsóknir og heilsu. Ásbrú er nýsköpun – þar býr framtíðin. Örfá veiðiholl laus í Grenlæk fyrir landi Seglbúða. Utan veiðitíma er einnig hægt að fá gistingu. Nánari upplýsingar gefur Erlendur í síma 697 6106 og 487 4810. Sjá einnig www.grenlaekur.com Fluguveiði – gisting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.