Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 41
Umræðan 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
NÚ STYTTIST í að
kosið verði til Alþingis
og línur farnar að skýr-
ast í kosningabarátt-
unni. Afleiðingar
hrunsins setja mark
sitt á umræðuna, fram-
bjóðendur þeysast um
víðan völl, opinbera
viðhorf sín og gefa fög-
ur fyrirheit um bjart-
ari tíma framundan.
Því miður er oft holur hljómur í
mörgu af því sem þar er sagt og
skrifað og heilu flokkarnir forðast
eins og heitan eldinn að nefna það
sem mestu skiptir og ekki verður vik-
ist undan.
Í þeirri íþrótt hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn sett glæsilegt met því
eftir landsfund hans verður ekki með
nokkru móti greint hvað sá flokkur
leggur til í peninga- og fjár-
málastjórn þjóðarinnar; aðeins tí-
undað hverju hann er á móti og þar
með er sagan öll. Fullkomið ábyrgð-
arleysi og gaspur hefur tekið völdin í
þessum merka stjórnmálaflokki og
eftir standa fyrirtæki, heimili og al-
menningur í forundran. Það er því
síst að undra að þessi áður öflugi
flokkur mælist nú í skoðanakönn-
unum sá næstminnsti sem kemur
mönnum á þing.
Göngum hreint til verks
Sýnt hefur verið fram á að 70%
heildartjóns þjóðarinnar vegna
hrunsins eigi rætur að rekja til hinn-
ar veiku íslensku krónu og falls henn-
ar, en 20 til 30% tjónsins sé vegna
hruns bankanna. Því er eðlilegt að
sjónum sé nú þegar beint að framtíð
þessarar örmyntar og hvað sé til
ráða. Eins og sakir
standa er um tvær leiðir
að ræða. Annars vegar
að halda áfram um
ókomin ár að lúta stjórn
Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins og auka enn frekar á
hömlur í gjaldeyr-
isviðskiptum. Hinn
kosturinn er sá að
ganga svo fljótt sem
auðið er til samninga við
ESB og stefna síðan
markvisst að því að taka
upp evru sem gjald-
miðil. Sannleikurinn er sá að þetta er
eina leiðin sem bent hefur verið á til
lausnar vandanum – ekkert annað
bitastætt hefur komið fram. Að sjálf-
sögðu er þessi leið hvorki blómum
stráð né auðveld og engin töfralausn
eins og andstæðingar hennar hafa
þrástagast á. Hún er þrátt fyrir það
eina leiðin sem bent hefur verið á
sem gæti forðað okkur frá eingangr-
un og aukið traust og trúverðugleika
sem ábyrgrar þjóðar sem er for-
senda árangurs. Þess vegna skiptir
mestu að sú stjórn sem tekur við eftir
kosningar sæki þegar í stað um aðild
að ESB og taki með því af skarið
hvert ferðinni er heitið. Að því gefnu
að viðunandi samningur náist við
ESB um auðlindir okkar og annað
sem við leggjum mesta áherslu á
væri stefnan mörkuð og síðan unnið
eftir henni. Hinn valkosturinn, sem
landsfundur Sjálfstæðisflokksins
bauð upp á, er að afnema höft á
gjaldeyrisviðskiptum án þess að geta
þess einu orði hvernig það skuli gert,
skilað auðu um þetta grundvall-
aratriði og gera svo kröfu um að vera
tekin alvarlega. Þetta er fullkomlega
ábyrgðarlaus málflutningur og að
engu hafandi. Það er ekki nægj-
anlegt að hjala fagurlega um frelsi og
andæfa miðstýringu og ríkisvæðingu
ef engin leið er vörðuð frá því ástandi
sem þjóðin býr nú við eftir áralanga
stjórn Sjálfstæðisflokksins. Slík af-
greiðsla hlýtur að verða aðhláturs-
efni annarra þjóða og eyðileggja um
leið fyrir okkur að fá lausn brýnustu
mála. Þá hefur Ísland valið sér ein-
angrun af fúsum og frjálsum vilja og
verður áreiðanlega látið í friði með
það.
Áfram veginn
Þegar samningur liggur fyrir við
ESB er loks hægt að ræða um kosti
hans og galla og þjóðin kveður svo
upp sinn dóm. Hinn kosturinn er sá
að halda áfram að segja tröllasögur, í
anda Sjálfstæðisflokksins, af því
hversu hrikaleg örlög mæta okkur ef
við höldum áfram að vinna með öðr-
um Evrópuþjóðum og fylgja eðlilegri
þróun á þeim vettvangi. Verði sú
ógæfuleið valin mun sannast á okkur
eins og ágætur maður sagði af öðru
tilefni, að Íslandi tókst með miklu
átaki að brjótast til fátæktar. En
vonandi taka kjósendur nú af skarið
og styðja þau stjórnmálaöfl sem vilja
vinna með öðrum Evrópuþjóðum að
því að efla grundvöll heilbrigðs at-
vinnulífs og verðmætasköpunar sem
er forsenda velferðar þjóðarinnar.
Kjósendur taki af skarið
Ragnar Sverrisson
vill upptöku evru » Sýnt hefur verið
fram á að 70% heild-
artjóns þjóðarinnar
vegna hrunsins eigi ræt-
ur að rekja til hinnar
veiku íslensku krónu og
falls hennar …
Ragnar Sverrisson
Höfundur er kaupmaður á Akureyri.
, ,magnar upp daginn
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.HUSAVIK.NET
Elías Haraldsson,
lögg. fasteignasali
Reynir Björnsson,
lögg. fasteignasali
Allar íbúðir með sólskála.
Íbúðir með hjónasvítu.
Stærðir frá 97-162 fm.
Rúmgóð bílageymsla.
Verð frá 26,4 millj.
Boðaþing er reitur sem Húsvirki hf. og
Hrafnista DAS fengu úthlutað til skipu-
lagningar fyrir almennar íbúðir, þjónustu-
íbúðir, hjúkrunarheimili og þjónustu-
miðstöð aldraðra. Þetta er skemmtilega
skipulagt svæði sem myndar kjarna
almennra íbúða í kringum hjúkrunar-
íbúðir og þjónustumiðstöð á vegum
Kópavogsbæjar og Hrafnistu DAS.
Sími 510-3800
Húsavík fasteignasala
Borgartúni 29
www.husavik.net
NÝTT HÚS FRÁ HÚSVIRKI
hö
nn
un
:w
w
w
.s
ki
ss
a.
ne
t
55+Glæsilegar íbúðirfyrir fólk á besta aldriBoðaþing 6-8
Trésmiðja
til sölu eða leigu
Til sölu eða leigu trésmiðja með sérhæfða framleiðslu og góð
tæki. Fyrirtækið er lítið skuldsett og er vel staðsett á höfuðborg-
arsvæðinu.
Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Jens Ingólfsson
hjá Kontakt í síma 414 1200
eða með tölvupósti: jens@kontakt.is.