Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 47
Minningar 47 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Jón mágur minn, Jóndi á Lambey, náði því að lifa lang- an og farsælan ævidag og kveður nú umkringdur fjölmennum hópi afkom- enda og ástvina sem syrgja og sakna, en eiga honum líka svo margt og mik- ið að þakka. Aðeins tæpt ár er frá því að kona Jóns, Ragnhildur systir mín, kvaddi hópinn sinn sem hefur þannig á skömmum tíma orðið fyrir miklum missi, en geymir með sér dýrmætar minningar um mikilhæfa, samhenta foreldra og elskusama og óbrigðula fjölskylduforsjá. Leiðir þeirra Jóns og Ragnhildar lágu fyrst saman í Menntaskólanum á Akureyri. Kaupmannssonurinn frá Húsavík og prestsdóttirin úr Fljóts- hhlíðinni náðu þar að kynnast, þótt fjöll og firnindi miðhálendisins skildi á milli heimkynna þeirra og æsku- stöðva. Síðan hélt Jón til höfuðstaðarins og gat sér þar orð með göldrum Raf- skinnu, með listaverkum sínum í sýn- ingarglugga í Austurstræti, sem vakti mikla athygli vegfarenda. En skólakynnin gleymdust ekki. Á nýársdag 1950 var haldin mikil brúð- kaupsveisla á Breiðabólstað. Ungu hjónin hófu þegar að undirbúa fram- tíðarheimili með slíkum tilþrifum að þau réðust í að reisa nýbýli frá grunni, að öllum húsum og ræktun, góðbýlið Lambey í Fljótshhlíð þar sem þau bjuggu síðan við búsæld og barnalán um hálfrar aldar skeið. Óhætt mun að segja að Jón hafi verið fjölhæfur og velvirkur í meira lagi. Ungur var hann í fremstu röð íþróttamanna á landsmótum UMFÍ. Undravert þótti nágrönnum hans í Fljótshlíð hvílíkur afburða sláttumað- ur þessi kaupstaðarpiltur var með orfi og ljá. Þá færni hafði hann raunar þjálfað með því að slá lóðir og garða Húsvíkinga í sumarleyfum sínum frá skóla. Skotfimur reyndist hann og í besta lagi og var oft ráðinn til refa- veiða á afréttum. Rökvís var Jón og reikningsglöggur og hafði hann ára- tugum saman með höndum endur- skoðun ársreikninga Mjólkurbús Flóamanna svo og reikninga kirkna og prófastsdæmis í Rangárþingi svo nokkuð sé nefnt. Of langt yrði hér að greina frá aðkomu hans að félags- mála- og menningarstarfi innan sveit- ar og utan, sýningarhaldi, kennslu, búnaðarfélagi, Búnaðarþingi, leiklist, rótarýklúbbi, bridgefélagi o.fl. Í flestu var til hans leitað er vanda þurfti til verka, enda kunnur að list- fengi og smekkvísi. Þakka vil ég mági mínum forystu hans í sóknarnefnd Breiðabólstaðar- kirkju þar sem hann sá um fram- kvæmdir og fjárhag, ásamt meðhjálp- arastarfi, með alúð og fyrirhyggju um 40 ára skeið. Þakklátur er ég honum líka fyrir alla samhjálp, stuðning og skilning sem aldrei hefur borið skugga á. Síðast en ekki síst ber að nefna listamannsferil Jónda, sem hann sinnti af kostgæfni meðfram öllu áð- urnefndu. Myndir hans prýða veggi og gleðja augu vítt um byggðir og munu halda nafni hans á lofti. Í list hans birtist samstilling sjónar, hugar og handar með glæsibrag, ásköpuð og eðlislæg, ekki tillærð eða tæknigerð. Að leiðarlokum þakka ég mági mínum, fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar, dýrmæta samfylgd og bið Guð að blessa hann á nýjum brautum lífs og listar – og allt og alla sem hon- um voru kærir. Sváfnir Sveinbjarnarson. Í dag kveðjum við hann Jónda í Lambey. Jóndi var giftur móðursyst- Jón Kristinsson ✝ Jón Kristinsson,Jóndi, bóndi og listamaður í Lambey í Fljótshlíð, fæddist á Húsavík 16. nóv- ember 1925. Hann lést á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, 1. apríl 2009. Útför Jónda fór fram frá Breiðaból- staðarkirkju í Fljóts- hlíð 11. apríl sl. ur okkar, Lillu, sem lést fyrir rétt tæpu ári. Margar eru þær ljúfar æskuminning- arnar frá dvöl okkar systkinanna í Lambey þar sem alltaf var gott að koma og vel tekið á móti öllum gestum. Síðan þá er myndin af Jónda ljóslifandi; í bláum vinnugalla, með sixpensara á höfði, vindilsstubb í munn- vikinu og glettnis- glampa í augum. Enda var stutt í kímnina hjá Jónda og hann vanur að reyna að stríða okkur, yngri kynslóðinni, góðlátlega þó og því allt- af vel tekið. Minningarnar tengjast líka fjölmennum samverustundum við spilamennsku og spjall í stofunni í Lambey sem og við heyskap og aðra útivinnu. Á þeim árum var Jóndi bæði að sinna bústörfunum og myndlist- inni en síðar þegar árin færðust yfir tóku aðrir við bústörfunum og Jóndi gat einbeitt sér að málverkunum og teikningunum. Jóndi setti á fót gallerí á bæjarhlaðinu á Lambey, þar sem hann sýndi myndir sínar og þangað komu oft heilu hóparnir af fólki sem var svo gjarnan boðið inn í kaffi á eft- ir. Skein yfir landi sól á sumarvegi, og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar í himinblámans fagurtærri lind. (Jónas Hallgrímsson) Við vottum börnum Jónda, Gunn- ari Rafni, Guðbjörgu, Þórhildi, Krist- jönu, Sveinbirni, Kristni, Katrínu, Þorsteini, Sigrúnu, og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Minn- ingin um góðan mann lifir. Sæmundur og Þórhildur. Byggði í Lambey býlið fríða, bóndans dugur fréttist víða, gerði kot að kostajörð. Húsfreyjan er heiðurskona, hún er drottning bjartra vona. Börnin vel af Guði gjörð. /- Listmálari, landið kallar, langt er þar til degi hallar. Seint úr Jónda sumar fer. – En er gott um vor að vaka, velja liti, pensil taka. Jökullinn í austri er. – (P.E.) Þessar ljóðlínur eru brot úr ljóði sem faðir minn orti til Jónda vinar okkar, í tilefni sjötugsafmælis lista- mannsins á Lambey. „Sumarið“ hans Jónda er liðið, liturinn í penslinum er þornaður en Jökullinn er á sínum stað. Jónda hef ég þekkt frá barn- æsku en kynntist honum vel þegar hann kenndi mér teikningu í Gagn- fræðaskólanum á Hvolsvelli og með okkur tókst órjúfanleg vinátta, þar var ekkert kynslóðabil. Í skólanum var Jóndi svo sannarlega einn af okk- ur, hafði góða stjórn á liðinu, þó var alltaf glatt á hjalla, skemmtileg stemning og vinnugleði í teiknitímun- um. Enn á ég myndir sem ég málaði í skólanum sem hafa yfirbragð mynda Jónda, enda held ég að hann eigi ófá- ar pensilstrokur í þeim, þó „signat- urinn“ sé minn. Það var alltaf stemn- ing í kringum hann Jónda. Það var stíll yfir karli í hvaða hlutverki sem hann var í. Hann var einstaklega fjöl- hæfur maður og í lífshörpu hans voru óvenjulega margir strengir sem mynduðu fjölbreytilegan óhefðbund- inn samhljóm. Jóndi var án efa tölug- leggsti listamaður landsins og þó að víða væri leitað enda virtur skoðunar- maður ársreikninga. Ógleymanleg var heimsókn í gallerí listamannsins með danska vini mína fyrir nokkrum árum. Það var ekki við annað komið en að ganga til stofu eftir að hafa skoðað myndirnar í galleríinu. Þar sem Ragnhildur bauð upp á kaffi, með sitt einstaka vingjarnlega fas, fallegu augu og smitandi hlátur. Eftir að hafa fengið leiðsögn og útskýring- ar á myndlistinni í stofunni tóku Dan- irnir eftir smekklegum húsgögnum sem voru hönnuð af þekktum Dana. Jóndi brá sér frá, teygði sig í möppu og tók fram reikninginn fyrir hús- gögnum sem var frá 1955. Enn minn- ast þessir vinir mínir þessarar heim- sóknar að Lambey og töldu að reikningshaldari, endurskoðandi og listamaður gæti ekki rúmast í sama manninum, alla vega ekki í Dan- mörku. Þau sáu hann aldrei í með- hjálparahlutverkinu í Breiðaból- staðakirkju, forsetahlutverkinu í Rótarý, leikarann, bóndann og uppal- andann, eða í ýmsum forystuhlut- verkum í félagsmálum. Málverkin hans Jónda halda á lofti minningu um framsækinn listamann sem var djarfur að skipta um stíla, hafði lengst af lífsvilja og glettni ung- lingsins sem teiknaði auglýsingar í Rafskinnu sem var nútímalegasta auglýsingaform þess tíma og síðar ráðsetta húmoríska listamanninn sem ávallt lagði gott til málanna. Minningin um hjónin í Lambey lifir í börnunum þeirra og barnabörnum sem eru einstaklega vel af Guði gjörð eins og segir í ljóðinu hér að ofan. Jón Kristinsson setti svo sannarlega svip á samfélagið, lífið og tilveruna. Bless- uð sé minning hjónanna í Lambey. Ísólfur Gylfi Pálmason. Kær vinur og Rótarýfélagi er lát- inn en bjartar minningar um öðlings- mann munu lifa áfram í huga okkar félaganna. Enn einn af máttarstólp- um klúbbsins í nær fjörutíu ár hefur kvatt. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar félag- anna við þau sómahjón Ragnhildi og Jónda í Lambey eins og hann var nú jafnan nefndur. Við minnumst þeirra samverustunda með söknuði og virð- ingu. Flestar þeirra tengdust Rótarý- klúbbi Rangæinga, við ræktun lýðs og lands en það var einmitt eitt af að- alsmerkjum Jónda, í kennslu, leiklist og búskap. Hann var afar virkur fé- lagi og tók mikinn þátt í störfum klúbbsins og lagði ætíð gott til mál- anna. Hann hannaði félagsfánann okkar og gaf klúbbnum málverk og teiknaði boðskort til eldri borgara sýslunnar um langt árabil. Jóndi hef- ur alla tíð verið sannur Rótarýfélagi og ávallt starfað undir kjörorðum okkar Rótarýmanna um manngildi. Jóndi var gæddur miklum mann- kostum, glaðlyndi og góðum gáfum. Hann var velviljaður og vinfastur, sannur Íslendingur og afar heilsteypt manneskja. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og tjáði skoðanir sínar umbúðalaust. Að leiðarlokum þökkum við fyrir áralanga vináttu, drengskap og sam- skipti sem aldrei bar skugga á. Það var okkur mikill heiður að fá að starfa með Jónda og eiga við hann sam- skipti. Öll voru þau á einn veg, hann var traustur félagi, hreinn og beinn og frá honum stafaði mikil innri hlýja. Það voru forréttindi að kynnast hon- um og minningin um góðan dreng lif- ir. Fjölskyldur, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Við biðjum þeim Guðs blessunar og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Við kveðjum með orðum annars fall- ins Rótarýfélaga, Pálma Eyjólfs- sonar, sem orti til Jónda á sjötugs- afmæli hans: Enn er Jón, sem ungur maður, upplitsdjarfur, heill og glaður. – Sólskinsbarn í sjötíu ár. – Fyrir hönd félaga í Rótarýklúbbi Rangæinga, Sveinn Runólfsson. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, ERLA JÓNSDÓTTIR STENSBY, Kristnibraut 101, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey, að hennar ósk, frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 16. apríl. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameins- lækningadeildar 11E fyrir frábæra umönnun. Jón Stensby, Trude Skjærvik Stensby, Felix Oliver Jónsson, Fridtjof Stensby, Trym Fridtjofsson Syverud, Sigríður Sigurðardóttir, Hilmar Jónsson, Helga Guðjónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Sigurjón Einarsson, Guðmundur Jónsson. ✝ Elskuleg frænka okkar, GUÐRÍÐUR GUÐNADÓTTIR frá Strönd, Vestur-Landeyjum, til heimilis að Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hjalti Bjarnason, Guðrún Sigurðardóttir, Guðni Einarsson, Særún Bjarnadóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR SÍMONARDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, sem andaðist að kvöldi laugardagsins 11. apríl verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. apríl kl. 15.00. Valgerður Kr. Gunnarsdóttir, Guðmundur S. Sveinsson, Símon Á. Gunnarsson, Guðrún M. Benediktsdóttir, Kristján Gunnarsson, Sjöfn Sigþórsdóttir, barnabörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GEIRÞRÚÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, Austurbyggð 17, áður til heimilis Tjarnarlundi 1, Akureyri, lést sunnudaginn 12. apríl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.30. Árdís Björnsdóttir, Ingvar Þorvaldsson, Anna Björnsdóttir, Birna Björnsdóttir, Hólmgeir Valdimarsson Smári Björnsson, ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.