Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
www.forlagid.is
TRANSAQUANIA - OUT OF THE BLUE
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN KYNNIR
EINSTAKAN VIÐBURÐ Í BLÁA LÓNINU
MIÐVIKUDAGINN 22. APRÍL
Höfundar: Erna Ómarsdóttir – Damien Jalet – Gabríela Friðriksdóttir
Tónlist: Ben Frost – Valdimar Jóhannsson
Alþjóðlega þekktir listamenn og dansarar ÍD koma saman og skapa einstakan dans og listviðburð þar
sem leikhúsið er Bláa Lónið sjálft og áhorfendur taka sér sæti í heitum jarðsjónum. Að lokinni sýningu
verður vetur kvaddur og sumri fagnað í Lava sal Bláa Lónsins og allir stíga dans saman.
Miðaverð aðeins kr. 3000
Miðasala í síma 568 8000 og á www.id.is
Sætaferðir verða í boði með Kynnisferðum
Bókanir á www.re.is
Mæting kl. 21:30 – Munið sundfötin! AÐEINS ÞESSI
EINA SÝNING!
Ég er ekki skáksnillingur,heldur snillingur semlagði fyrir sig skák.“Þetta eru ein af
mörgum, ekki beint hógværum en
fleygum orðum Bobbys Fischer
(1943-2008), en skákjöfurinn var
einn „Íslandsvina“ sem stóðu und-
ir nafni. Samband þessa umdeilda
snillings og sérvitrings við land og
þjóð spannaði allt aftur til heims-
meistarakeppninnar í skák, þar
sem hann atti kappi við Boris
Spasskíj í Laugardalshöllinni árið
1972, og til dánardags. Hann var
að lokum jarðsettur í íslenskri
mold sem íslenskur ríkisborgari.
Friðrik Guðmundsson hefur
gert heimildarmynd um þetta sér-
staka samband og byrjar á hefð-
bundinn hátt á myndskeiðum frá
„Einvígi aldarinnar“ og brotum úr
viðtölum við Fischer frá síðari
tímum eftir að Bandaríkjastjórn
bregst ókvæða við þátttöku hans í
skákmóti í gömlu Júgóslavíu.
Ástæðan sú að fyrrum heims-
meistarinn virti að vettugi alþjóð-
legar refsiaðgerðir gegn landinu
þegar hann háði skákeinvígi við
Spasskíj í Sveti Stefan árið 1992.
Um svipað leyti hófst öfgafull
gagnrýni hans á gyðinga og
Bandaríkin, sem frægt er orðið.
Fischer (sem var bandarískur
gyðingur), málaði sig út í horn og
var að lokum settur í fangelsi í
Japan er vegabréfsáritun hans
rann út árið 2004.
Þegar hér er komið sögu fer
myndin í blússandi gang því
mannafælan og sérvitringurinn
Fischer átti fáa vini aðra en Sæ-
mund Pálsson, fyrrum lögreglu-
mann, sem annaðist verðandi
heimsmeistarann á meðan á ein-
víginu stóð. Þá mynduðust sterk
vináttubönd og gamla máltækið
„sá er vinur sem í raun reynist“,
sannast á Sæma sem heldur þvert
yfir heiminn til að ná vini sínum
úr dýflissunni, jafnskjótt og Fisc-
her leitar á náðir hans. Þetta er
skondinn og strembinn bardagi
þar sem Sæmi fær liðveislu for-
sætisráðherra og alþingis til að
veita hinum baldna stórmeistara
íslenskt vegabréf og ríkisborg-
ararétt, því það dugði ekkert
minna til að leysa hann úr prís-
undinni.
Í síðari hlutanum, þegar Friðrik
er kominn í návígi við furðufugl-
inn Fischer og hið landskunna
ljúfmenni (og rokkara, par ex-
ellence) Sæma rokk, tekur Me and
Bobby Fischer, stórt stökk, breyt-
ist úr hefðbundinni heimildarmynd
í nærmynd af hinum skemmtilega
og aðlaðandi persónuleika Sæma,
sem verður bjargvættur meist-
arans með sinni óbilandi seiglu og
bjartsýni. Mestur fengur er þó að
upptökunum af Fischer, sem var
orðinn gegnsýrður af gyðinga-
hatri, skömm á föðurlandinu, nei-
kvæðni út í allt og alla, eilíflega að
koma sér í síaukin vandræði með
öfgafullum yfirlýsingum og sam-
særiskenningum sem gera harm-
sögu hæfileikamanns meinfyndna.
Sjálfur sýnir Fischer lúmskan
húmor þegar sá gállinn er á hon-
um, síðan keyrir um þverbak í of-
stækinu. Kaflinn með honum og
Kára Stefánssyni er rúsínan í
pylsuendanum. Hér mætast stálin
stinn og skákin lífleg. Til að byrja
með veður hatursáróðurinn á Fisc-
her og eru einstrengingslegar
skoðanir hans Kára lítt að skapi.
Fischer segir eitthvað á þessa
leið: „Gyðingar og Bandaríkja-
menn er sami grauturinn í sömu
skál.“ Þegar Kári andmælir svarar
Fischer að bragði. „Spurðu Palest-
ínumenn.“ Skák!
Smám saman tekst Kára að
þagga að nokkru leyti niður í for-
dómarausi Fischers um óvini í
hverju horni, kjarnorkuvána,
Schwarzenegger og aðra óáran
sem hvílir á honum eins og mara.
Að því kemur að Kára leiðist þófið
og segir að það sé ekki hægt að
eiga samræður við menn sem
haldi uppi einræðum. Fischer
róast um sinn en lætur sig ekki;
„ég er bara að reyna að bjarga
plánetunni,“ segir hann og meinar
hvert orð.
Myndin er tekin á meðan gervi-
flugið mikla var á íslenskum „auð-
mönnum“. Sæma verður tíðrætt
um peningamál heimsmeistarans,
sem hafði illan bifur á að flytja
millurnar sínar úr traustu skjólinu
í Sviss í hendur Landsbankamönn-
um og lét senda þær til baka.
„Hann vildi ekki eiga peninga í Ís-
landi,“ segir Sæmi öldungis for-
viða, á miðjum gósentíma svika-
myllunnar. Svo eru menn að halda
því fram að Bobby Fischer hafi
verið geggjaður!
Bíódagar Græna ljóssins
í Háskólabíói
Me and Bobby Fischer
bbbmn
Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri, taka,
klipping og handrit: Friðrik Guðmunds-
son. Fram koma: Bobby Fischer, Sæ-
mundur Pálsson, Kári Stefánsson, Guð-
mundur G. Þórarinsson, Miyoko Watai,
Jon Bosnich o.fl. 90 mín. Fjölmiðla-
félagið Túndra. Ísland. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Þráskák
Snillingur „Svo eru menn að halda því fram að Bobby Fischer hafi verið
geggjaður,“ segir Sæbjörn Valdimarsson meðal annars í dómi sínum.
Robert James Fischer, eða Bobby
Fischer, eins og hann var jafnan
kallaður, var sannkallað undrabarn
í skáklistinni, varð stórmeistari
aðeins 14 ára gamall og Banda-
ríkjameistari 4 árum síðar. Há-
punkturinn á ferli hans var heims-
meistaraeinvígið við Boris
Spasskíj í Laugardalshöllinni, sem
Fischer vann eftir sögufrægt japl,
jaml og fuður. Sigurinn var ekki
síður rós í hnappagat Bandaríkja-
manna í miðjum klíðum kalda
stríðsins, en Sovétið hafði einokað
titilinn í áratugi. Því miður tefldi
Fischer sáralítið eftir þetta, en
vann að vísu Spasskíj í umdeildu
einvígi 20 árum síðar. Þessi einn
snjallasti skákmaður allra tíma
einangraðist frá umheiminum sak-
ir öfgafullra skoðana sem koma
vel í ljós í Me and Bobby Fischer.
Undrabarnið Bobby Fischer
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn