Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 50
50 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
✝ Marshall Brementfyrrverandi sendi-
herra Bandaríkjanna á
Íslandi fæddist í New
York í Bandaríkjunum
árið 1932. Hann lést á
sjúkrahúsi í Tucson í
Arizona 6. apríl sl.
Banamein hans var
krabbamein.
Marshall Brement
hóf ungur störf í utan-
ríkisþjónustu Banda-
ríkjanna, eða um miðj-
an sjötta áratug
síðustu aldar. Hann
starfaði lengi í Asíu sem sendifulltrúi
í sendiráðum Bandaríkjanna í Hong
stjórnar hjá Sameinuðu þjóðunum.
1981 var Marshall skipaður sendi-
herra Bandaríkjanna á Íslandi og
gegndi hann því starfi til ársins 1985,
en þá lauk tæplega 30 ára ferli hans í
utanríkisþjónustu Bandaríkjanna.
Frá 1985 til 2004 lagði Marshall
stund á stjórnunar-, fræði- og rit-
störf, hjá Naval War College í New-
port á Rhode Island, við Marshall-
stofnunina í Garmisch-Partenkirchen
í Þýskalandi og við University of
Virginia. Þau hjón fluttust til Arizona
eftir að Marshall settist í helgan
stein, þar sem eftirlifandi eiginkona
Marshalls, Pamela, býr. Þar búa
einnig synir Marshalls af fyrra hjóna-
bandi, þeir Mark og Gabriel en dóttir
hans Diana býr í Seattle í Wash-
ington.
Útför Marshalls var gerð frá Tuc-
son í Arizona sl. sunnudag.
Kong, Singapore,
Indónesíu og Víetnam
og síðar varð hann
stjórnmálaráðgjafi við
sendiráð Bandaríkj-
anna í Moskvu. Sér-
greinar Marshalls voru
Sovétríkin og Kína.
1974 kvæntist Mars-
hall Pamelu Sanders,
blaðamanni, rithöfundi
og leikskáldi. Marshall
starfaði við þjóðarör-
yggisráðið sem ráð-
gjafi Jimmy Carters
Bandaríkjaforseta um
málefni Sovétríkjanna og hann var
næstæðsti sendimaður Bandaríkja-
Kær vinur minn, Marshall Bre-
ment, fyrrverandi sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi, er látinn í Tuscon,
Arizona í Bandaríkjunum, eftir erfiða
baráttu við krabbamein.
Ég vil við þessi tímamót minnast
þessa mikla Íslandsvinar með nokkr-
um orðum.
Marshall kom hingað til lands árið
1981 sem sendiherra Bandaríkjanna
ásamt konu sinni Pamelu Sanders
Brement, sem átti eftir að verða ein
mín besta vinkona. Þau voru hér til
ársins 1985.
Þau Marshall og Pamela fóru ekki
beinlínis hefðbundnar leiðir í dipló-
matísku starfi sínu hér á landi. Þau
vinguðust fljótlega við marga úr
menningargeiranum og ýmsir af okk-
ar mætustu listamönnum á sviði bók-
mennta, leiklistar, tónlistar og mynd-
listar urðu fljótlega hálfgerðir
heimagangar í sendiherrabústaðnum
við Laufásveg. Þau völdu sér ekki vini
eftir flokkspólitískum línum og ýmsir,
bæði hérlendis og vestra, höfðu á
þessum kaldastríðsárumhorn í síðu
þeirra hjóna, fyrir það hversu marga
vini þau áttu úr hópi vinstri manna.
Þetta létu þau aldrei neitt á sig fá.
Þau áttu vini í öllum flokkum og
gerðu lítið með gagnrýni í þá veru að
þau ættu frekar að umgangast einn
hóp fremur en annan.
Ekki síst vegna þessarar afstöðu
þeirra kynntust þau Íslandi, íslenskri
menningu og þjóðinni með öðrum og
dýpri hætti en ég hygg að tíðkist um
erlenda sendifulltrúa almennt.
Árni og Lena Bergmann voru með-
al góðra vina þeirra, einnig Matthías
og Hanna Johannessen, Atli Heimir
Sveinsson, Baltasar og Kristjana, Jón
Baldvin og Bryndís, Steingrímur
Hermannsson og Edda, bara svo örfá
dæmi séu nefnd.
Ég kynntist þeim hjónum lítillega á
meðan þau dvöldu hér á landi, sem
ungur blaðamaður, fyrst á Tímanum
svo á Morgunblaðinu. En við urðum
vinir þegar ég fór til framhaldsnáms í
Bandaríkjunum sumarið 1987. Þá
voru þau í Newport á Rhode Island.
Þau fréttu af veru minni í Boston og
buðu mér til sín eina helgi þá um
haustið og eftir það varð ekki aftur
snúið. Ég var margar helgar gestur
þeirra á Rhode Island næsta árið. Þau
voru einstakir gestgjafar. Hvenær
sem ég kom þurfti Marshall að fá allar
nýjustu upplýsingar að heiman, sér-
staklega um stjórnmálaástandið.
Hann fylgdist áfram með Íslandi af
logandi áhuga og var hreint ótrúlega
vel að sér um pólitíkina á Íslandi. Þau
bæði höfðu alltaf mikinn áhuga á því
sem var að gerast í menningarlífinu
heima; þau stóðu fyrir alls konar
kynningu á íslenskri menningu;
hvöttu vini sína og kunningja til þess
að sækja heim þessa „undurfögru
eyju í norðri“ og komu fram sem ein-
hverjir frábærustu sendiherrar Ís-
lands, sem hægt var að gera sér í hug-
arlund.
Frá þessum tíma hef ég verið í
miklu og nánu sambandi við vini mína
Marshall og Pamelu. Pamela kom að
heimsækja mig með vinkonu sinni
Virginíu haustið 1988 og við fórum
þrjár saman í ógleymanlega hesta-
ferð um hálendið.
Ég hef ítrekað heimsótt þau á
Rhode Island, til Virginíu, Til Gar-
misch Partenkirchen í Þýskalandi og
síðast til Arizona sumarið 2006 og þau
mig og aldrei nokkurn tíma hefur
hinn minnsta skugga borið á okkar
góðu vináttu.
Pamela vinkona mín á nú um sárt
að binda, því besti vinur hennar og fé-
lagi, eiginmaðurinn Marshall er far-
inn. Ég hef sjaldan séð jafnástfanginn
mann og hann Marshall. Það yljaði
mér alltaf um hjartarætur þegar ég
horfði á hann horfa ástleitnum augum
á Pamelu. Sama máli gegndi um
stríðnisglampann sem oftar en ekki
brá fyrir.
Ég er þakklát fyrir að hafa notið
vináttu Marshalls undanfarna áratugi
og hugur minn er hjá Pamelu nú.
Agnes Bragadóttir.
Marshall Brement, sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi (1981-85),
var enginn venjulegur kerfiskall. Í
samanburði við þá kollega hans,
bandaríska, sem hafa til siðs að kaupa
sér sendiherraembætti í fjarlægum
löndum fyrir framlög í kosningasjóði,
vitandi varla hvar þeir eru staddir á
landakortinu, var Marshall hinn út-
valdi atvinnumaður.
Þegar hann kvaddi Ísland 1985
lauk um leið 30 ára ferli í bandarísku
utanríkisþjónustunni. Marshall var
„strategiskur“ hugsuður, sem fjallaði
um alþjóðamál af ástríðu. Sérgreinar
hans voru Sovétríkin og Kína (enda
talaði hann bæði rússnesku og mand-
arísku), þótt eftirlæti hans væri Suð-
austur-Asía. Marshall var gyðingur
og rakti ættir sínar til Mið- og Aust-
ur-Evrópu. Svo sem hæfir slíkum
manni var hann fjöltyngdur. Fyrir ut-
an hebresku hafði hann frönsku og
spænsku á valdi sínu. Sem sendiherra
á Íslandi fór Marshall létt með að
flytja hnyttnar samkvæmisræður á
íslensku. Hann var að upplagi fræði-
maður, málvísindamaður og skáld,
sem hafði þann starfa að reyna að
skilja heiminn.
Sendiherrar eru sem kunnugt er
ekki nema hálfir menn nema þeir hafi
sér við hlið maka, sem bæta þá upp.
Kona Marshalls í 35 ár, Pamela Sand-
ers, var sjálf rithöfundur og lífskúnst-
ner, sem gaf fundum og samkvæmum
sendiherrahjónanna líf og lit. Sameig-
inlega höfðu þau hjón ósvikinn áhuga
á íslensku þjóðlífi og menningu og
gerðu sér far um að kynnast mönnum
og málefnum, án nokkurra pólitískra
fordóma. Það hefur löngum verið
plagsiður bandarískra sendimanna að
tala helst ekki við aðra en „innvígða
og innmúraða“ sjálfstæðismenn í fjár-
öflunarnefnd og viðskiptaráði Flokks-
ins. Ætli honum hafi ekki leiðst svo-
leiðis félagsskapur?
Alla vega vílaði hann ekki fyrir sér
að forvitnast um vinstrið og tala við
fulltrúa slíkra viðhorfa í pólitík og
menningu. Einhvern tíma á þessum
árum stóðum við ásamt fleiri vinstri-
mönnum í mótmælavarðstöðu fyrir
utan bandaríska sendiráðið við Lauf-
ásveg. Tilefnið var að dauðasveitir
hægriöfgamanna í El Salvador, fjár-
magnaðar og vopnaðar af Reagan-
stjórninni, höfðu myrt forstöðukonu
mannréttindanefndar El Salvador.
Hún hafði skömmu áður verið gestur
jafnaðarmanna á Norðurlöndum, þar
sem hún leitaði liðsinnis. Þar sem við
stóðum þarna brá fyrir ásýnd sendi-
herrans, þar sem hann stóð á tali við
ritstjóra Þjóðviljans, Árna Berg-
mann. Þeim Árna og Lenu og Mars-
hall var vel til vina. Ætli þeir hafi ekki
verið að halda upp á afmæli Púskins?
Árið 1990, ári fyrir hrun Sovétríkj-
anna, sendi Marshall frá sér merka
bók: Reaching out to Moscow: From
Confrontation to Cooperation. Í þess-
ari bók brýndi Marshall það fyrir for-
ystumönnum Bandaríkjanna að
leggja Rússlandi lið við uppbyggingu
lýðræðis og markaðsbúskapar undir
lýðræðislegri stjórn. Heimurinn liti
betur út í dag ef farið hefði verið að
hans ráðum. Árið 2006 gaf Marshall
út skáldsögu, Day of the Dead. Bókin
er byggð á persónulegri reynslu hans
sjálfs úr Víetnamstríðinu og afhjúpar
ábyrgð Bandaríkjamanna á morðinu
á Ngo Dinh Diem, forseta Suður-Vi-
etnams. Sjálfur sagði Marshall í mín
eyru að honum þætti vænst um þýð-
ingar sínar í tveimur bindum á ís-
lenskum ljóðum, sem voru ávöxtur
náinna kynna hans af íslensku lista-
og menningarlífi.
Við sendum Pamelu og fjölskyldu
þeirra Marshalls samúðarkveðjur,
um leið og við minnumst eftirminni-
legs vinar með virðingu og þökk fyrir
gefandi kynni.
Jón Baldvin og Bryndís.
Sá sem lengi var blaðamaður og
lenti í ritstjórafélaginu hlaut að kynn-
ast slatta af diplómötum. Og getur því
borið þá saman allmarga. Ég kemst
þá fljótt að þeirri niðurstöðu að Mars-
hall Brement hafi um margt verið fá-
gætur maður í hópi þeirra sem ráku
erindi sinna ríkja hér í Reykjavík.
Marshall var merkilega laus við
ýmsa hvimleiða atvinnusjúkdóma
diplómata, hann var maður farsæl-
lega forvitinn án tilgerðar, vel að sér,
drjúgur menntavinur, lét undan bók-
menntalegum freistingum með ljóða-
þýðingum og skáldskap og var með
ýmsum öðrum hætti skemmtilega
ófyrirsjáanlegur. Það sem síðast var
nefnt leiddi m.a. til þess að okkur
tveim varð vel til vina og þótti saga til
næsta bæjar og líka til þeirra sem
lengra voru í burtu: hvað eru þeir að
stinga saman nefjum ritstjóri Þjóð-
viljans og sendiherra Kanans? Þetta
þótti skrýtið og vart við hæfi en svona
var þetta. „Why should confusion not
be the best of gifts?“ segir í kvæði
sem ort var til gamans við brottför
þeirra Pamelu frá Íslandi
Við Marshall tókum marga brýnu
um utanríkismál af einlægri kapp-
semi en heiftarlaust – og svo gátum
við spjallað um bækur og menn og
Rússland sem við þekktum báðir all-
vel. Þær Lena heitin og Pamela komu
hér líka við sögu, ágætar vinkonur og
mátulega írónískar í garð karla sinna
ef þeir vildu gera sig breiðari en rétt
efni stóðu til.
Verði moldin Marshall Brement
létt sem fiður og einlægar samúðar-
kveðjur sendi ég ekkju hans Pamelu.
Árni Bergmann.
Marshall Brement
✝ Sigurður Þorleifs-son fæddist 18.
nóvember 1930 að
Fossgerði í Berunes-
hreppi og lést þann 5.
apríl 2009 á heimili
sínu Boðahlein 22 í
Garðabæ.
Sigurður var sonur
hjónanna Þorleifs
Hildibjarts Sigurðs-
sonar frá Fossgerði og
Stefaníu Þorvalds-
dóttur frá Karls-
stöðum í sama hreppi
og í miðið af þremur
systkinum. Systur hans tvær eru:
Þorgerður 2 árum eldri og Ragn-
hildur 13 árum yngri.
Sigurður sem ólst upp í foreldra-
húsum fór um leið og hann hafði ald-
ur til að taka þátt í þeirri vinnu, sem
til féll á hefðbundnu sveitaheimili
þess tíma. Hann hleypti síðan heim-
draganum um 17 ára aldur, réði sig
á síldarbát um tíma en fór svo á
námskeið í vélstjórnarfræði. Eftir
það var hann til sjós um tíma, í Vest-
mannaeyjum og víðar, en endaði
Siggerður Ólöf, fráskilin. Hún á 2
börn, Guðmund Sigurð og Rósu.
Jóna Kristín, gift Þór Jónssyni.
Þau eiga 2 syni, Sigurjón og Kristján
Snæ.
Fyrir átti Kristbjörg soninn Sig-
urð Arnþór (látinn). Hann var giftur
Sigríði Jónu Garðarsdóttur. Þeirra
synir eru Garðar Guðmundur og
Arnar.
Fjölskyldan hefur síðan stækkað
nokkuð, en á sl. 11 árum hafa bæst
við 11 barnabörn.
Samhliða hefðbundnum búskap
með sauðfé og kýr annaðist Sig-
urður ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit-
arfélagið, m.a. var hann oddviti
Beruneshrepps í nokkur ár og vita-
vörður í rúmlega 50 ár. Þá reri hann
til fiskjar í nokkur vor í samvinnu
við bændurna á Krossi og var um
tíma í brúarvinnu á sumrin, bæði hjá
mági sínum Eiríki Jónasi Gíslasyni
og Hauki Karlssyni.
Þau hjónin brugðu búi haustið
2005 vegna vaxandi heilsuleysis og
fluttu á Stór-Reykjavíkursvæðið, þar
sem þau bjuggu fyrstu mánuðina í
skjóli dóttur sinnar, Sólveigar Þór-
hildar. Síðustu árin bjuggu þau sam-
an að Boðahlein 22 í Garðabæ. Jarð-
arförin hefur farið fram í kyrrþey.
Meira: mbl.is/minningar
sína sjómennsku á
bátnum Goðaborg frá
Breiðdalsvík. Meðan
hann var á Breið-
dalsvík kynntist hann
konuefninu sínu,
Kristbjörgu Sigurð-
ardóttur frá Arn-
arhvoli á Breiðdalsvík,
og saman fluttu þau á
Berufjarðarströnd
haustið 1950. Þau
giftu sig í júní 1951 og
bjuggu á Karlsstöðum
í samtals 55 ár. Dætur
þeirra eru sex:
Stefanía Mekkín, gift Sveini El-
íssyni. Þau eiga 2 börn, Sigurð
Snorra og Elínu Gerði;
Sigríður Arnleif, gift Kára Hún-
fjörð Bessasyni. Þau eiga 2 dætur,
Sólrúnu Húnfjörð og Eyrúnu Hún-
fjörð.
Sólveig Þórhildur, fráskilin. Hún
á 2 börn, Kristbjörgu Hólmfríði og
Kristin Snorra.
Sigrún Guðleif, gift Ólafi Ásgeirs-
syni. Þau eiga 3 börn, Guðrúnu
Lovísu, Ásgeir og Sigurð.
Sigurður á Karlsstöðum, frændi
eins og við systkinin kölluðum móð-
urbróður okkar alltaf, eini frændinn
sem þurfti ekkert annað kenninafn.
Bóndi á Karlsstöðum alla ævi ásamt
Kristbjörgu konu sinni, á næsta bæ
við æskuheimilið Fossgerði. Þar bjó
amma okkar í skjóli hans og við systk-
inin fengum að vera hjá henni hvert
um sig frá 6 ára til fermingar en á
milli bæja var daglegur samgangur.
Frændi var bóndi í afskekktri ís-
lenskri sveit á 20. öld með því sem það
fól í sér, menn þurftu að vera sjálf-
bjarga. Hann var einnig þannig skapi
farinn að hann vildi gera sem mest
sjálfur með sínu fólki, þó að samvinna
væri auðvitað höfð við aðra, þegar það
var æskilegt. Oft þurfti að sækja
vinnu út frá heimilinu.
Frændi kynntist ungur sjó-
mennsku á trillum og litlum mótor-
bátum, fór á námskeið til að verða vél-
stjóri og vann við það í nokkur ár,
smíðar og byggingarvinnu lærði hann
í uppeldinu, var í brúarvinnu, á síld-
arplani og fleira. Að búa í lítilli sveit
þýðir líka að vera einhver ár í hrepps-
nefnd, það gerði hann af krafti og var
oddviti um hríð. Hann gerði miklar
kröfur til sjálfs sín, en einnig annarra
og gat þá verið gagnrýninn. Það birt-
ist fullt af myndum af honum, takandi
á móti okkur í litlum bát við skipshlið
og koma okkur frá skipi til ömmu, að
marka lömbin sem við bárum til hans,
stjórnandi smalamennsku og rúningi,
að slá túnin og koma heyinu inn, við
byggingar á Karlsstöðum, við kaffi-
borðið í eldhúsinu þar sem hann sagði
okkur frá ýmsu og fræddi, kannski
náði hann í bók til að líta í, að starfi við
ýmsa viðhaldsvinnu á húsum og tækj-
um og við að vesenast í krin um hann,
komandi inn úr haustrigningunni
hálfhrakinn eftir að hafa hugað að raf-
stöðinni.
Einn af eftirminnilegustu dögum
sumarsins var þegar féð var rúið, dag-
ur með sína sérstöku stemningu.
Smalað fyrri hluta dags, allir fengu
hlutverk við hæfi, börnin látin standa
fyrir. Sjálfur fór hann það sem var
lengst og erfiðast. Koma fénu í réttina,
eltast við lömbin. Þegar farið var að
rýja fengu allir klippur nýbrýndar,
smergillinn á réttarveggnum. Þrátt
fyrir miklar annir átti hann yfirleitt
stund fyrir okkur. Bætti hjólaslöng-
una, lóðaði saman gleraugun, eða hvað
annað. Hann gaf sér tíma til að skýra
út fyrir okkur það sem hann var að
eiga við eða skoða skepnur, girðingar,
vélarhluta, þó að hluti færi fyrir ofan
garð og neðan. Það var líka talað um
skýjafar himinsins og hvað það segði
um veðrið á morgun, verður þurrkur?
Þegar tími gafst til, jafnvel á drátt-
arvélinni, sagði hann okkur frá ýmsu
gömlu og nýju. Talaði við okkur eins
og fullorðið fólk. Þegar árin liðu var í
heimsóknum rætt um landsins gagn
og nauðsynjar. Stundum tókst að fá
hann til að segja frá liðinni tíð, til
dæmis frá smábátasjómennskunni,
hvernig var að rekja sig á milli skerja
í þoku sem ekki er óalgeng á þeim
slóðum, inn á milli slæddust sögur af
samferðamönnum sem ætlað var að
ganga fram af okkur og stríða, og svo
hló hann. Og þannig munum við
frænda okkar. Karlsstaðasystrum og
fjölskyldum þeirra vottum við okkar
dýpstu samúð.
Gísli, Björg, Þorleifur, Ívar,
Flosi og Elín.
Sigurður Þorleifsson
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minn-
ingargrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út. Greinar, sem berast eftir að út-
för hefur farið fram, eftir tiltekinn
skilafrests eða ef útförin hefur ver-
ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn-
um, www.mbl.is/minningar. Æviá-
grip með þeim greinum verður birt
í blaðinu og vísað í greinar á vefn-
um.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Engin lengd-
armörk eru á greinum sem birtast
á vefnum.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsing-
ar um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Minningargreinar