Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 32
32 Kvikmyndir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Eftir Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
S
umarið teygir sífellt meira úr sér í
báða enda. Það er gósentími kvik-
myndanna, tími smellanna þegar
ódýrar jafnt sem fokdýrar afþrey-
ingarmyndir trylla stærsta mark-
aðshópinn, unglingana, í bíóferðir.
Við eigum von á mikilli spennu,
brellumyndum, gamanmyndum, í stuttu máli,
ósviknum dægrastyttingum, auðgleymdum og
auðmeltum. Hér verður gerð grein fyrir þeim
myndum sem vænlegastar þykja til að standa
undir nafni sólarmánuðina.
Frumsýningar í apríl:
Observe and Report
Leikstjóri: Jody Hill. Aðalleikarar: Seth Ro-
gen, Anna Faris, Michael Pena, Ray Liotta. 86
mín. Svört grínmynd.
Í Forest Ridge-verslanamiðstöðinni, heldur ör-
yggisvörðurinn Ronnie (Rogen), uppi járnaga og
hræðir líftóruna úr hjólabrettatöffurum, búða-
þjófum og öðrum illa séðum gestum. Undir niðri
langar hann þó mest af öllu í byssu og lög-
reglumerki og fær tækifæri til hetjudáða þegar
perri fer að bera sig í klasanum. Ef Ronnie grípur
hann með trollið úti veit hann að lögregluskólinn
opnar dyrnar og draumadísin Brandi, hjarta sitt.
State of Play
Leikstjóri: Kevin Macdonald. Aðalleikarar:
Russell Crowe, Ben Affleck, Rachel McAdams,
Robin Wright Penn, Jason Bateman, Jeff Dani-
els, Helen Mirren. 115 mín. Spennumynd.
Pólitískur þriller um Stephen Collins (Ben Af-
fleck), spilltan og sleipan þingmann á hraðri upp-
leið þegar ritarinn hans og viðhald finnst myrt.
Þá kemur til kasta rannsóknarblaðamannsins
McCaffrey (Crowe), og óbugandi ritstjóra hans
(Mirren), sem vilja komast til botns í gruggugu
málinu. Hópur frábærra leikara kemur við sögu
og leikstjórinn er Kevin Macdonald (The Last
King of Scotland).
The Soloist
Leikstjóri: Joe Wright. Aðalleikarar: Jamie
Foxx, Robert Downey Jr., Catherine Keener.
110 mín. Drama.
Eins og nafnið bendir til fjallar The Soloist um
einleikara, fiðluleikarann Ayers (Foxx), fyrrver-
andi heimsþekktan snilling sem nú spilar fyrir
skiptimynt á götuhornum San Fransisco. Athygli
blaðamannsins Lopez (Downey, Jr.,) er vakin og
milli þeirra skapast vinátta sem leiðir til þess að
Lopez reynir að koma Ayers aftur á sporið. Leik-
stjórinn á m.a. að baki Atonement og Pride and
Prejudice.
Frumsýningar í maí:
X-Men Origins: Wolverine
Leikstjóri: Gavin Hood. Aðalleikarar: Hugh
Jackman, Liev Schreiber, Ryan Reynolds, Tay-
lor Kitsch, Will.i.am, Danny Huston, Dominic
Monaghan. 120 mín.
Brellur/framtíðartryllir.
Í kjölfar þrennunnar vinsælu um teiknimynda-
hetjurnar X-Men, kemur fyrsta framhalds-
myndin sem á að fjalla um uppruna þeirra. Eins
og nafnið bendir til er það Wolverine (Jackman,
eða Jörfinn), sem ríður á vaðið og segir af því
hvernig hann öðlaðist yfirskilvitlega krafta og
ástamálum hans í ofbeldisfullri fortíð. Leikstjóri
er Suður-Afríkubúinn Gavin Hood, sem vann til
Óskarsverðlauna fyrir Tsotsi (2005), sem besta
erlenda mynd ársins
Star Trek
Leikstjóri: J.J. Abrams. Aðalleikarar: John
Cho, Ben Cross, Bruce Greenwood, Winona Ry-
der, Eric Bana, Leonard Nimoy. 125 mín.
Vísindaskáldskapur/ spennumynd.
Frá leikstjóra og höfundi sjónvarpsþáttanna
Lost kemur nýjasta myndin í einni langlífustu
sjónvarpsþátta- og spennumyndaseríu samtím-
ans, og ber einfaldlega nafn hennar: Star Trek.
Þær hafa verið upp og ofan eins og önnur mann-
anna verk, en aðdáendurnir jafnan skammt und-
an. Fátt er vitað um nýjasta kaflann hvað inni-
haldið snertir, en það mun vera búið að umbylta
efninu og leikaravalið er nýtt af nálinni.
Angels & Demons
Leikstjóri: Ron Howard. Aðalleikarar: Tom
Hanks, Ewan McGregor, Ayelet Zurer, Stellan
Skarsgard, Pierfrancesco Favino, Armin Muell-
er-Stahl. 140 mín.
Spennumynd.
Dan Brown, Howard, Hanks og flestir sem
stóðu á bak við aðsóknarmyndina The Da Vinci
Code, eru mættir með Engla & djöfla, sem er
byggð á svipuðum grunni. Hanks leikur að nýju
vísindamanninn Robert Langdon, sem lendir enn
og aftur í útistöðum við kirkjunnar menn. Þau öfl
sem standa á varðbergi í Englum & djöflum eru
harðsnúin og víla ekki fyrir sér að reyna að koma
söguhetju vorri fyrir kattarnef. Sem fyrr koma
frumkristin, trúarleg tákn mikið við sögu.
Terminator Salvation
Leikstjóri: McG. Aðalleikarar: Christian Bale,
Sam Worthington, Anton Yelchin. 130 mín.
Vísindatryllir.
Myndbálkurinn um The Terminator, telur
þrjár myndir og á a.m.k. þriggja mynda framtíð
fyrir höndum. Sú fjórða, sem kennd er við Sálu-
hjálp, er með nýjan leikara, Bale, í hlutverki
Johns Connor – sem Schwarzenegger mannaði
óaðfinnanlega. Myndin gerist að loknum ragna-
rökum árið 2018, dularfullur vígamaður, Marcus
Wright (Worthington), verður á vegi Connors,
sem verður að finna út í snarheitum hvort sá
ókunnugi er sendur aftur úr framtíðinni eða
hvort hann hefur skotið upp kollinum úr fortíð-
inni. Þeir snúa bökum saman til að rannsaka hvað
stjórnendur Skynets, sem öllu ræður, eru að
bralla, miður gott.
The Boat That Rocked
Leikstjóri: Richard Curtis. Aðalleikarar: Phil-
ip Seymour Hoffman, Bill Nighy, Emma Thomp-
son, Rhys Iffans, Kenneth Branagh. 129 mín.
England/Þýskaland.
Gamanmynd.
Þeir sem uxu upp úr fermingarfötunum sínum
á 7. áratugnum, minnast Radio Caroline með
miklum trega, ein af fáum griðarstöðum unglinga
á meðan Gufan var þeim hin fjandsamlegasta.
The Boat That Rocked, segir einmitt af ungling-
um á þessum byltingartímum, hljómsveitum og
plötusnúðum sem hreiðra um sig um borð í bát
úti á rúmsjó (líkt og Radio Caroline), og hrella
gamlingjana á BBC, ungu fólki til ómældrar
ánægju.
Frumsýningar í júní:
Drag Me to Hell
Leikstjóri: Sam Raimi. Aðalleikarar: Alison
Lohman, Justin Long, Jessica Lucas. 90 mín.
Bandaríkin. Hrollvekja.
Ekki er titillinn gæfulegur en hann er saminn,
líkt og myndin, af sjálfum hrollvekjusmiðnum
Raimi, þannig að við getum átt von á góðri gæsa-
húð. Leikstjóri Spi-
der-Man og Evil
Dead-myndanna,
fjallar að þessu
sinni um ungan
og framagjarn-
an banka-
starfsmann
(Lohman),
í Los Angeles,
sem býr með pró-
fessor (Long), við
UCLA. Allt leikur í lyndi uns
hin dularfulla Frú Ganush (Joan
Raver), stingur upp kollinum til að biðja
um lán. Á bankadaman að ganga í augun á
stjóranum og sýna hörku, eða láta hjartað
ráða og hjálpa kerlunni? Hún velur fyrri
kostinn. Líf hennar breytist í víti á jörð, hvað
annað.
Up
Leikstjórar: Pete Docter, Bob Peterson.
Raddsett á ensku og íslensku. 100 mín.
Teiknimynd/ævintýramynd.
Söguhetjan í nýjustu teiknimyndinni frá
Pixar er harla óvenjuleg, blöðrusölumaður
kominn undir áttrætt. Hann lætur draumana
rætast er hann hengir nokkur þúsund blöðrur
við húsið sitt og tekur stefnuna á Suður-
Ameríku. Tvennt tók hann ekki með í reikning-
inn, 9 ára gamlan strákpjakk sem er laumufar-
þegi og lendingarstað sem hvergi finnst í korta-
bókum.
Land of the Lost
Leikstjóri: Brad Silberling. Aðalleikarar: Will
Ferrell, Danny R. McBride, Anna Friel. 115 mín.
Ævintýri/grínmynd.
Ferrell leikur vísindamanninn dr. Rick Mars-
hall, sem lendir í tímagati sem flytur hann aftur
um árþúsundir. Hann rankar við sér vopnlaus og
klæðlítill þegar íbúar jarðar voru forsögulegar
risaeðlur og aðrar framandi ófreskjur sem hann
verður að berjast við með hugvitinu einu saman.
Með honum á tímaflakkinu er ráðagóður vís-
indamaður (Anna Friel), og ódrepandi harðjaxl
(Danny McBride), sem lætur ekki einu sinni ban-
hugraðar graneðlur koma sér úr jafnvægi.
The Taking of Pelham 1 2 3
Leikstjóri: Tony Scott. Aðalleikarar: Denzel
Washington, John Travolta, John Turturro, Lu-
is Guzman, James Gandolfini. Bandaríkin/
Bretland. 120 mín.
Átök/spenna.
Washington leikur Garber, umferðarstjórn-
anda við neðanjarðarlestakerfi New York borgar.
Venjulegur dagur endar með ósköpum þegar Ry-
der (Travolta), harðsvíraður og slunginn glæpa-
maður, rænir einni lestinni ásamt einvala glæpa-
gengi, vel búnu vopnum og hátæknibúnaði. Það
tekur farþegana í gíslingu og hótar að lífláta þá ef
ekki verður greitt himinhátt lausnargjald innan
klukkustundar. Spennan magnast, við ofurefli er
að etja en Garber hefur forskot, sem er gjörþekk-
ing á lestarkerfinu. Endurgerð á magnaðri
spennumynd með sama nafni frá 1974, með Wal-
ter Mattthau, Robert Shaw og Martin Balsam.
Year One
Leikstjóri: Harold Ramis. Aðalleikarar: Jack
Black, Michael Cera, Oliver Platt, Hank Azaria.
Bandaríkin. 100 mín.
Gamanmynd.
Black og Cera leika blóðlata veiðimenn á stein-
öld, sem eru reknir úr þorpinu út á guð og gadd-
inn. Letingjarnir lenda í langferð um forsögulegt
umhverfi þar sem dauðinn vofir yfir þeim við
hvert fótmál. Myndin er úr smiðju hins vinsæla
leikstjóra/framleiðenda,
Judds Apatow.
Hasar, grín og há
Sumarið framundan virðist ekki skera sig úr öðrum. Mikið um hasar, spennu og skemmtun.
Átök John Travolta er vondi gæinn í Taking
Ævintýr
ast við ó
Harrys
Vísindaskáldskapur Spennan virðist sífellt m
Framtíð-
artryllir Yf-
irskilvitlegir
kraftar og
ástamál Jöf-
ursins (Hugh
Jackman) koma
við sögu í X-Men
Origins: Wol-
verine.
Spe
blic En
ur Johnn
þjóðaróv
eitt; ba
ingja
mo
J
i