Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
!"
# $ % & % #
!
"
'
%
'
("
# %" %)
"
' * + " '
&
,'
%
" %% & -
" %
)
. %%
* % '%
! "#
$ %
& ' (
#
)*++ #
,-*+
! """ Vandað vöruhús sem skiptist í ca 2.900 fm vörurými og 800 fm skrifstofu- og þjónustu-
rými, með 12 metra lofthæð í lagerrými, sjö vörumóttökuinnkeyrsludyr og vandaðar
skrifstofur og aðstaða starfsmanna. Góð aðkoma að húsinu, lóðin malbikuð með góðu
aðgengi og aðstöðu fyrir gáma. Stórir frystar í húsnæðinu. Lyfta í skrifstofuhlutanum
og góðar tengingar milli hæða. Á skrifstofum er góð lýsing og búnaður. Hillukerfi á
lager fylgir. Sjón er sögu ríkari. Seljandi lánar allt að 80% af kaupverðinu.
Afhending 15. maí. Eignaskipti möguleg. Tilboð óskast í kaup eða leigu.
FRÁBÆRT ATVINNU- OG VIÐSKIPTA-
TÆKIFÆRI Í FJARÐABYGGÐ!
Til sölu er félag sem
rekur veitinga- og
gististað í Tærgesen
húsinu á Reyðarfirði.
Rekstur félagsins er í
fallegu leiguhúsnæði í
hjarta bæjarins.
Fjölmargir sóknar-
möguleikar er faldir í
fyrirtækinu fyrir dug-
lega aðila.
Áhugasamir hafi samband við
Guðrúnu Gísladóttur, lfs, s. 580-7906
eða í netfang gudrun@inni.is
Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali
INNI fasteignasala • Sími 580 7925 • www.inni.is
Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteigna- og skipasali
www.hibyliogskip.is hibyliogskip@hibilyogskip.is
Sími 551 7270, 696 0646 og 893 3985
ÓSKUM EFTIR EIGNUM TIL SÖLU
Höfum fjársterkan erlendan kaupanda að nýtísku glæsilegu
einbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu og
sumarbústað á suðaustur eða suðvesturlandi – staðgreiðsla.
Vantar allar gerðir eigna fyrir erlenda kaupendur.
SÚ hugmynd lætur
vel í eyrum margra að
réttast sé að fella niður
ákveðið hlutfall allra
skulda einstaklinga og
fyrirtækja, óháð því
hvort skuldarinn geti
staðið í skilum. Við
þetta hagnast þeir sem
skulda og þeir sem
skulda mest hagnast
mest. Lítið hefur verið gert úr kostn-
aði við þennan lottóvinning skuld-
aranna. Hann sé óverulegur og jafn-
vel enginn. Þetta hljómar ótrúlega
vel. Getur þetta verið satt?
Mikil afskriftarþörf
Ef litið er á útlán bankanna er ljóst
að verulegra afskrifta er þörf. Erfitt
árferði og mikil áhættusækni und-
anfarin ár verður til þess að ekki
munu allar skuldir innheimtast að
fullu. Þess vegna kaupa nýju rík-
isbankarnir útlánasöfn gömlu bank-
anna, sem fóru í þrot síðastliðið haust,
með afföllum. Það verð sem greitt er
fyrir lánin miðast við afskrift á lána-
safninu í heild, en þó er hvorki gert
ráð fyrir að tap verði af sérhverju láni
né að um sama hlutfall sé að ræða þar
sem afskrifta er þörf. Sum lánanna
munu innheimtast að fullu, einhver að
hluta en önnur lán munu tapast alveg.
Lottóvinningur skuldaranna:
framsetning á mynd
Meðfylgjandi mynd sýnir dæmi um
afskriftir útlána. Í dæminu er gengið
út frá því að heildarupphæð lána í við-
komandi safni sé 1.430 milljarðar,
sem er svipað og allar skuldir lands-
manna vegna húsnæðis, eins og fram
kemur á minnisblaði Seðlabanka Ís-
lands 27. mars 2009.
Krónunum sem bankarnir lánuðu
er raðað þannig að lengst til vinstri
koma þær krónur sem munu end-
urheimtast að fullu. Lánuðum krón-
um er raðað eftir vaxandi afskrift-
arhlutfalli eins og sýnt er með
blálitaða fletinum og lengst til hægri
eru krónur sem munu tapast að fullu.
Flatarmál bláa svæðisins sam-
svarar 30% af lánasafninu. Afskrift-
arhlutfallið fyrir safnið í heild er
þannig 30%, þó svo að ríflega helm-
ingur útlána í þessu dæmi end-
urheimtist að fullu og um 35% þeirra
þurfi að afskrifa um 20% eða meira.
Ef eigendur útlánasafnsins, sem
keyptu það með 30% afföllum, ákveða
að hjálpa skuldurunum með því að
fella niður 20% af öllum skuldum, þá
bætist verulega við afskriftirnar. Á
myndinni er það sýnt með því að
draga línu við 20% þvert yfir allar
þær krónur sem lánaðar voru. Græni
flöturinn sýnir hve mikið þarf að af-
skrifa til viðbótar vegna flatrar 20%
afskriftar á öll lán og er því mæli-
kvarði á viðbótarkostnað af flatri af-
skrift allra lána.
Eftir sem áður þarf að afskrifa
meira hjá þeim sem eru verst staddir
og aðgerðin hefur því ekki bein áhrif
á þá. Aðrir sem að hefðu þurft allt að
20% afskrift á skuldum sínum þurfa
ekki að leita sérstakra úrræða. Að-
gerðin nýtist þeim ágætlega. En þeir
sem hefðu getað staðið í skilum,
hugsanlega með einföldum úrræðum
svo sem lengingu lána og greiðslu-
jöfnun, eða án nokkurrar hjálpar,
efnast um 20% af því sem þeir skuld-
uðu.
Þessi niðurfelling á fimmtungi
skulda rýrir virði lánasafnsins veru-
lega. Til viðbótar við þau 30% sem
þurfti að afskrifa koma nýjar af-
skriftir, 13% í þessu dæmi. Heildar-
afskriftin er því orðin 43% (þ.e. flat-
armál alls litaða svæðisins á
myndinni, þess bláa og þess græna).
Hver borgar?
Kostnaðurinn við þessar auknu af-
skriftir fellur á eigendur lánanna.
Stærstu eigendur húsnæðislána eru
nýju ríkisbankarnir og Íbúðalána-
sjóður. Þessi fyrirtæki eru í eigu al-
mennings í landinu. Niðurfærsluna
þarf að fjármagna með því að leggja
fram eigiðfé sem verður tekið úr rík-
issjóði. Fjárframlagið kallar því á
endanum á aukna skattheimtu. Því er
aðeins um að ræða tilfærslu frá skatt-
greiðendum til þeirra sem skulda.
Hve stórar eru upphæðirnar?
Í dæminu hér að ofan er stuðst við
heildarupphæð útistandandi lána
vegna húsnæðiskaupa. Viðbótaraf-
skriftin nemur í þessum dæmi 13%
útlána vegna húsnæðiskaupa eða um
180 milljörðum króna.
Útreikningarnir byggjast að
nokkru á grófu mati á því hvernig af-
skriftaferillinn lítur út en reynt var að
draga hann þannig að viðbótarkostn-
aðurinn væri frekar vanmetinn í
dæminu heldur en ofmetinn. Það er
því hugsanlegt að tilfærslan gæti orð-
ið meiri en 180 milljarðar.
Ef 20% niðurfærslu á skuldir fyr-
irtækja er bætt við hækkar viðbót-
arkostnaðurinn verulega þótt tölu-
verðrar varfærni sé gætt við matið.
Heildarskuldir atvinnuveganna við
lánakerfið námu um 5.500 milljörðum
fyrir hrun bankanna. Ef við gerum
ráð fyrir að það þurfi að afskrifa um
helming þeirra lána um 20% eða
meira má á hliðstæðan hátt ætla að
viðbótarkostnaður vegna 20% af-
skriftar sé í kringum 500 milljarðar.
Þannig aukast þær byrðar sem lagð-
ar eru á skattborgarana í 680 millj-
arða alls ef 20% flatri afskrift er beitt
á skuldir fyrirtækja og íbúðalán
heimilanna.
Í þessu samhengi má nefna að
tekjuskattur einstaklinga í fyrra nam
214 milljörðum króna, eða tæpum
þriðjungi af þeim viðbótarkostnaði
sem hlýst af 20% niðurfellingu á fast-
eignalánum og skuldum fyrirtækja.
Þessa tilfærslu, eins og allar aðrar,
þarf að fjármagna. Hér hefur ekki
verið uppgötvuð leið til að skapa
verðmæti úr engu, aðeins er verið að
færa þau til. Því miður er það oft
þannig að það sem lítur út fyrir að
vera of gott til að vera satt stenst ekki
nánari skoðun.
Of gott til að vera satt
Lúðvík Elíasson
skrifar um efna-
hagsmál
» Því hefur verið hald-
ið fram að unnt sé að
afskrifa hlutfall af
skuldum án nokkurs
kostnaðar. Í reynd er
um tilfærslu að ræða og
upphæðin er veruleg.
Lúðvík Elíasson
Höfundur er hagfræðingur.