Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 53
Dagbók 53 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Sudoku Frumstig 2 9 8 6 4 3 5 3 6 4 2 7 5 3 1 8 4 9 3 2 6 7 5 8 5 8 1 9 6 4 7 1 2 2 4 4 1 7 3 7 9 6 2 8 3 5 6 1 7 7 3 2 4 5 2 1 5 6 7 4 1 6 8 7 5 2 5 4 9 8 1 1 9 7 5 7 8 2 4 9 6 3 1 5 4 6 3 2 1 5 7 9 8 1 9 5 3 8 7 6 2 4 5 1 4 7 3 2 8 6 9 9 2 7 8 6 1 5 4 3 8 3 6 5 4 9 2 7 1 3 7 8 9 2 4 1 5 6 2 4 1 6 5 3 9 8 7 6 5 9 1 7 8 4 3 2 4 2 8 7 9 3 5 1 6 3 7 1 4 6 5 2 8 9 9 5 6 2 8 1 7 3 4 8 4 2 9 3 7 6 5 1 6 3 5 1 4 8 9 2 7 7 1 9 6 5 2 3 4 8 2 9 3 8 7 4 1 6 5 1 8 7 5 2 6 4 9 3 5 6 4 3 1 9 8 7 2 9 6 8 1 7 5 3 2 4 5 2 7 6 4 3 1 9 8 4 3 1 2 9 8 7 6 5 8 1 5 3 2 7 9 4 6 2 9 6 5 1 4 8 7 3 3 7 4 9 8 6 5 1 2 6 8 2 7 5 9 4 3 1 7 5 3 4 6 1 2 8 9 1 4 9 8 3 2 6 5 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 19. apríl, 109. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I.Kor. 13, 13.) Víkverji veltir stundum fyrir sérhvernig hægt er að flokka sömu ummælin sem hrós eða móðgun, eft- ir því við hvern þau eru sögð. T.d. þó fjölmargir svitni nær daglega í rækt- inni til að missa nokkur kíló eru ekki allir sem taka því vel ef sagt er við þá hve grannir þeir séu orðnir, því til eru þeir sem glíma við það vandamál að vera mjög grannir frá náttúrunn- ar hendi og þrá ekkert heitar en bæta dálitlu utan á sig sem getur stundum reynst þrautin þyngri. Annað sem getur reynst viðkvæmt er aldurinn. Ekki taka allir því sem hrósi þegar þeir eru sagðir unglegir og það þekkir Víkverji af eigin raun. Víkverji hefur reynt að áætla skil- in milli þess hvenær „mikið rosalega ertu unglegur“ flokkast sem hrós og hvenær hægt er að fella það hrein- lega undir móðgun. Eftir miklar vangaveltur komst Víkverji að þeirri niðurstöðu að skilin séu um þrítugt. Fyrir þann aldur er beinlínis verið að gefa í skyn að viðkomandi sé barnalegur og það vilja fáir á þrí- tugsaldri líta út fyrir að vera. Eftir þrítugt hins vegar má auðveldlega flokka ummælin sem hrós sem verð- ur dýrmætara – og oftar en ekki sjaldgæfara – eftir því sem maður eldist. x x x Víkverja var fyrir skömmu boðið íheimsókn til vinar síns sem býr í Kórahverfinu í Kópavogi. Þangað hafði Víkverji aldrei komið áður, enda aldrei fyrr átt erindi, og fannst hálfmerkilegt að til væri hverfi inn- an höfuðborgarsvæðisins sem hann, borgarbarn inn að beini, hafði aldrei barið augum áður. Í þenslunni risu upp heilu hverfin, samfélögin, sem Víkverji hefur sjaldan eða aldrei heimsótt og hvarflaði að honum eftir að veiking krónunnar gerði utanlandsferðir að fjarlægum möguleika fyrir marga að einfaldlega væri hægt að fara í bíltúr eða gönguferð um eitthvert hinna nýju hverfa, leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala og einfaldlega láta eins og maður væri staddur í ókunnugu hverfi erlendis. Það ætti ekki að reynast svo erfitt. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 konungs- dóttir, 8 nær í, 9 konan, 10 sefa, 11 vagn, 13 höfðingsbragur, 15 farmur, 18 partur, 21 krass, 22 festu hönd á, 23 logi, 24 sannleik- urinn. Lóðrétt | 2 auðugur, 3 gabba, 4 spottar, 5 sam- tölu, 6 saklaus, 7 yndi, 12 blóm, 14 kraftur, 15 blý- kúla, 16 þátttakanda, 17 frétt, 18 grét hátt, 19 furðu, 20 sjá eftir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 jóker, 4 dusta, 7 felds, 8 róleg, 9 set, 11 rúmt, 13 laun, 14 jafna, 15 skrá, 17 gums, 20 err, 22 mætum, 23 aftur, 24 arana, 25 tolla. Lóðrétt: 1 jöfur, 2 kúlum, 3 rass, 4 durt, 5 selta, 6 aug- un, 10 elfur, 12 tjá, 13 lag, 15 semja, 16 rotta, 18 umtal, 19 syrta, 20 emja, 21 rakt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. c4 Rf6 2. Rf3 b6 3. d4 e6 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. e3 g6 8. h4 Bg7 9. Bd2 Rd7 10. h5 De7 11. h6 Bf6 12. Re4 0-0 13. Rxf6+ R5xf6 14. Bb4 c5 15. dxc5 Rxc5 16. Dd4 Hfd8 17. Bxc5 bxc5 18. De5 Hd5 19. Dc3 e5 20. Hh4 Rd7 21. Be2 Hd8 22. Ha4 a6 23. Hd1 Hxd1+ 24. Bxd1 Rb6 25. Ha5 Df8 26. Hxc5 Staðan kom upp á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Guðmundur Kjart- ansson (2.365) hafði svart gegn Ólafi B. Þórssyni (2.199). 26. … Hxd1+! 27. Kxd1 Ra4 28. Dxe5 Bxf3+ 29. gxf3 Rxc5 svartur er nú manni yfir. 30. Ke2 Re6 31. Dc3 Dxh6 32. Dc8+ Df8 33. Dxa6 Db8 34. b4 h5 35. Dc6 De5 36. Kf1 h4 37. f4 Da1+ 38. Kg2 Dxa3 39. b5 Dc5 40. Dxc5 Rxc5 og svartur inn- byrti vinninginn nokkru síðar. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Vænisýki. Norður ♠Á10 ♥843 ♦ÁK65432 ♣K Vestur Austur ♠D964 ♠87532 ♥D5 ♥K762 ♦9 ♦G1087 ♣DG10987 ♣-- Suður ♠KG ♥ÁG108 ♦D ♣Á65432 Suður spilar 3G. „Ég er ekki vænisjúkur – hvaða óvinur minn laug því upp á mig?“ Satt að segja höfðu ýmsir suður grunaðan um smásnert af vænisýki. Í hugarheimi hans var 4-1 lega líklegri en 3-2, því ekki mætti útiloka þann möguleika að einhver spaugari hefði komist í spilin og endurraðað af ein- tómri illkvittni. Allavega væri fyllsta ástæða til aðgætni. Tólf slagir eru á borðinu ef tígullinn brotnar 3-2, en hins vegar er hætta á hruni ef liturinn skilar sér ekki. Um- ræddur suður gerði að vanda ráð fyrir því versta. Út kom ♣D. Frekar en að fara heim á ♦D, lék hann millileik – spilaði hjarta á gosann. Þetta gaf hon- um svigrúm til að skipta um áætlun þegar hin „óhjákvæmilega“ 4-1 lega kom í ljós í tígli: spila ♥9 úr borði og tryggja þannig þrjá slagi á hjarta. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú þarft að sýna þolinmæði og til- litssemi í samtölum við vini í dag. Haltu þér því til hlés en fylgstu vel með öllu og vertu tilbúinn að grípa inn í, ef þörf krefur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er ómanneskjulegt að gera stöð- ugt þær kröfur til sjálfs sín að allt sé full- komið því enginn er fullkominn, ekki einu sinni þú. Gættu heilsu þinnar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Íhugaðu samskipti þín við aðra í dag. Ekki reyna að ráðskast með fólk og láttu ekki aðra ráðskast með þig. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Slakaðu á og leyfðu þér að njóta augnabliksins. Nú er tími fyrir þolinmæði sem leyfir litlum fræjum að vaxa. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Vertu var um þig, því það er einhver draugagangur í gangi sem beinist að þér og þínum störfum. Láttu lítið fara fyrir þér, þannig kemstu hjá rifrildum meðan þetta varir. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Láttu ekki atburðarásina kippa und- an þér fótunum heldur vertu fastur fyrir og haltu þínu striki ótrauður. Gerðu ráð fyrir samræðum um framtíðarvonir og drauma. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert alltof upptekinn af hávaðanum í umhverfinu til að heyra röddina innra með þér. En til eru þeir dagar þar sem þú skalt fara varlega í hlutina. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Nú verður þú að bretta upp ermarnar og ganga í þau verk, sem þú hef- ur látið sitja á hakanum. Nú þegar þú þarfnast þess réttir enginn fram hönd. Vertu frekar glaður yfir því sem þú átt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Sýndu maka þínum eða góðum vini sérstaka tillitssemi í dag. Taktu samt lífinu með ró og láttu hlutina hafa sinn gang. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ef bugaðar sálir geta komið skikki á líf sitt virðist ekki svo mikið mál að herða agann hjá sjálfum sér. Haltu ró þinni, íhugaðu málin, taktu ákvörðun og slíttu þig lausan. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Staldraðu við og íhugaðu hvað það er mikil ást í lífi þínu. Leitaðu ráða þér eldri og reyndari manna og þá áttu auð- veldara með að taka af skarið. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Samtöl við vini gegna mikilvægu hlutverki. Ný nálgun á fortíðina gæti hjálp- að þér við að ná betri tökum á nútíðinni. Stjörnuspá 19. apríl 1246 Haugsnessfundur, mannskæð- asta orrusta á Íslandi, var háð í Blönduhlíð í Skagafirði. Um 100 manns féllu. Þar áttust við Brandur Kolbeinsson og Þórð- ur kakali. Með bardaganum leið veldi Ásbirninga á vest- anverðu Norður landi undir lok. 19. apríl 1950 Einu lengsta verkfalli Íslands- sögunnar lauk, en það hafði staðið í 109 daga. Flugvirkjar hjá Loftleiðum og Flugfélagi Íslands höfðu farið fram á 20% launahækkun en sömdu um 5,8% hækkun og 2% greiðslu í sjúkrasjóð. 19. apríl 1954 Fermingarbörn á Akureyri klæddust hvítum kyrtlum „til að spara foreldrum barnanna peninga og forðast að ferm- ingin verði nokkurs konar tískusýning,“ eins og það var orðað í Morgunblaðinu. Er þetta talið upphaf þess sem síðan hefur tíðkast. 19. apríl 2000 Nýtt húsnæði Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu var formlega opnað. End- urnýjun á húsinu hafði staðið í tvö ár. 19. apríl 2002 Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, átti fund með Vla- dimír Pútín, forseta Rúss- lands, í Moskvu. Ólafur var þá í opinberri heimsókn í Rúss- landi. Hann sagði við Morg- unblaðið að fundurinn hefði verið „með þeim innihaldsrík- ustu af þessu tagi“. 19. apríl 2004 Þátturinn „Nýjasta tækni og vísindi“ var á dagskrá Sjón- varpsins í síðasta sinn. Hann hóf göngu sína 1967. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… ÞAÐ er stór dagur hjá Þórði Andréssyni, vélfræð- ingi og stöðvarstjóra, og fjölskyldu hans í dag. Ekki nóg með að hann fagni sextugsafmæli sínu með ættingjum og vinum í Njarðvíkunum, heldur verður lítil stúlka, barnabarn Þórðar og eiginkonu hans, Nínu Hildar Magnúsdóttur, skírð. Það verð- ur því bæði skírnarveisla og stórafmæli. Sonur Þórðar og tengdadóttir, foreldrar litlu dömunnar, eru búsett í Danmörku og koma því sérstaklega heim af þessu tilefni. „Hún fæddist í Óðinsvéum, en við fórum út og hittum hana þar nýfædda. Við vorum reyndar á leiðinni til þeirra í lest og áttum klukkutíma ferðalag eftir til þeirra þegar hún fæddist,“ segir Þórður. Hann segir að þetta verði eflaust einhver eftirminnileg- asti afmælisdagurinn sinn til þessa, ásamt afmælinu fyrir þrjátíu ár- um, þegar hann varð þrítugur og skírði son sinn á afmælisdaginn. Þórður er stöðvarstjóri í orkuveri HS Orku hf. í Svartsengi. Hann hefur lengi unnið hjá Hitaveitu Suðurnesja og á 32 ára starfsafmæli þar í maí, en stöðvarstjóri varð hann fyrst árið 1994. Hann á tvö önnur börn, dóttur og son, sem eignast hefur fjögur börn, svo skírnarbarnið er hans fimmta barnabarn. onundur@mbl.is Þórður Andrésson er sextugur í dag Skírn og afmæli í senn Nýirborgarar Reykjavík Hróbjartur Ingi fæddist 13. desember kl. 0.27. Hann vó 2960 g og var 50 cm langur. For- eldrar hans eru Gróa Val- gerður Ingimundardóttir og Róbert Pálmason. Akureyri Gunnar Þór fædd- ist 28. nóvember kl. 17.55. Hann vó 4320 g og var 57 cm langur. Foreldrar hans eru Sóley Helga Björgvins- dóttir og Sigurður Freyr Sigurðarson. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.