Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 43
Umræðan 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Miðb j f t i i til ölæ ar as e gn r s u Til Sölu Austurstræti 16 - 2800m2 Virðulegt skrifstofu & Til Sölu Vesturgata 6-10 - c.a. 1500m2 Fullbúið veitingahús og Til Sölu Tryggvagata 18 - 3800m2 Vandað fjölbýlishús í hjarta verslunarhúsnæði Ein af perlum Reykjavíkur Höggmyndir eftir Guðmund frá Miðdal prýða stigahús og fylgja eigninni Veitingastaður á jarðhæð skrifstofuhúsnæði Vesturgata 6-8 er fullbúið 1000m2 veitingahús með öllum tilskyldum leyfum. Vesturgata 10 og 10a eru samtals 500m2 og eru innréttuð sem skrifstofur miðborgarinnar 24 fullbúnar íbúðir með tækjum af fullkomnustu gerð Penthouse 330m2 á einni hæð með 150m2 verönd Glæsileg skrifstofuaðstaða Traustar & góðar leigutekjur Tilboð óskast Húsin geta hentað undir ýmsa starfsemi, s.s. verslun, þjónustu, skrifstofur o.s.frv. Tilboð óskast Hágæða Ítalskar innréttingar Instabus stýringar og Gira aðgangskerfi Mikil glæsileg sameign Fjögur aðskilin lyftuhús Sjá nánar á www.t18.is Nánari upplýsingar og fleiri eignir á www.kirkjuhvoll.is S. 861 3889 Vorum að fá til leigu 6.402 fm hús á 14.858 fm. lóð, við höfnina í Hafnarfirði. 1. hæð 3.850 fm (grunnflötur) – 2. hæð 1.876 fm – 3. hæð 677 fm 1. hæðin skiptist í 1.939 fm vörugeymslu með 9,5 m lofthæð og vinnslusvæði 1.911 fm með 5 m lofthæð. 2. og 3. hæðin eru skrifstofurými, geymslur, búningsklefar og mötuneyti. Húsnæðið er til leigu í einu lagi og er laust til afnota hinn 1. maí n.k. TIL LEIGU – FORNUBÚÐIR 5, HAFNARFIRÐI M bl1105610 Pera vikunnar: Hve margir ferningar verða í mynd nr. 12 ef haldið er áfram með sama kerfi og sést í myndaröðinni 1 til 5? Á myndaröðinni sem hér fylgir sést að mynd nr. 1 hefur 1 ferning, mynd nr. 3 hefur 6 ferninga af sömu stærð og mynd nr. 5 hefur 15 ferninga af þess- ari sömu stærð. Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 27. apríl. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.is, en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi þann 20. apríl. Frekari upplýsingar eru á vef skólans. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins Í FYRRI grein í Morgunblaðinu lýsti undirritaður fjöl- breyttri þjónustu Landspítalans, annars vegar með því að nefna meginsvið spít- alans og helstu und- irdeildir og hins vegar með því að taka dæmi um fjölda innlagna á legudeildir og komur sjúklinga á dagdeildir og göngudeildir. Árið 2008 nutu rúmlega 100 þúsund manns þjónustu Landspítalans á þennan hátt, tæplega þriðjungur landsmanna. Engu að síður býr þjóðarsjúkrahúsið við lélegan og stöðugt versnandi húsakost. Við- hald gömlu húsanna hefur verið í lágmarki á meðan beðið er eftir nýrri sjúkrahúsbyggingu sem hef- ur verið í undirbúningi í nokkur ár. Undirbúningur er nú kominn á það stig að hönnun bygging- arinnar átti að hefjast á árinu 2008 og vonast var eftir því að fyrsta skóflustungan yrði tekin á árinu 2010. Starfsmenn spítalans hafa um árabil mátt búa við ófullnægjandi aðstöðu í þeirri von að betri tíð sé í vændum, bæði fyrir þá sjálfa og þó einkum sjúklingana, sem þeir leggja metnað sinn í að veita góða þjónustu. Merkilegt er hve lítið sjúklingar og aðstandendur þeirra kvarta opinberlega undan húsnæð- inu, miklu oftar er umsögnin sú að starfsfólkið sé að gera sitt besta „þrátt fyrir allt“. Viðhaldskostnaður Á byggingasviði Landspítalans hefur verið unnið að ítarlegri skýrslu um viðhalds- og endurnýj- unarþörf aðalbygginganna við Hringbraut og í Fossvogi og fékk undirritaður að hnýsast í drög að henni. Flestar eru byggingarnar hannaðar samkvæmt hálfrar aldar gamalli hugmyndafræði sjúkra- húsa og standa því ekki undir þeim kröfum sem nú eru gerðar um aðbúnað sjúklinga, vinnuum- hverfi starfsmanna, öryggismál, smitvarnir og tæknikerfi (loftræs- ingu, vatnslagnir, frárennsli, raf- kerfi, lyftur o.fl.). Flestar eru byggingarnar í notkun allan sólar- hringinn, þannig að bæði verður viðhaldsþörfin mikil og eins er oft erfitt að koma viðhaldinu við án þess að trufla starfsemina veru- lega. Þó sjaldan sé slíkt við- urkennt í skýrslum af þessu tagi, er það augljóst mörgum þeim, sem ganga um húsin daglega, að marg- víslegu viðhaldi hefur verið frest- að, meðal annars vegna langvar- andi fjárskorts Landspítalans. Aðalbyggingarnar í Fossvogi og við Hringbraut eru um 60 þúsund fermetrar að flatarmáli. Áætlaður kostnaður við viðhald fyrrgreindra tæknikerfa og bílastæða við spít- alann er rúmlega einn milljarður á 10 árum eða 100 milljónir króna á ári. Flest af þessu verður alls ekki umflúið og þó að einhverju megi fresta enn um sinn, er vafasamt að slíkt gangi um árabil. Í sumum tilvikum eru tæknikerfin orðin svo gömul að varahlutir eru varla fáanlegir lengur, svo sem í brunaviðvörunarkerfi, í öðrum tilvikum eru kerfin þegar farin að gefa sig, svo sem neysluvatns- og frá- rennslislagnir. Áætlaður kostnaður vegna viðhalds og endurnýjunar á hús- næði legudeilda, dag- og göngudeilda, rann- sóknastofa, skurð- stofa, bráðamóttöku, gjörgæslu og annars húsnæðis í aðalbyggingunum við Hringbraut og í Fossvogi er um 10 milljarðar á 10 árum, eða 1000 milljónir króna á ári. Þá er ekki tekinn með kostnaður vegna nauðsynlegra við- bygginga. Áætlunin byggir meðal annars á því að yfirfara þurfi og sinna almennu viðhaldi á hverri deild á 15 ára fresti. Þá er ekki verið að tala um nauðsynleg við- brögð við óvæntum atburðum, svo sem vatnsleka eða bilunum í lögn- um. Margvísleg endurnýjun hefur auðvitað farið fram á liðnum ára- tugum, en að grunni til er stór hluti legudeildanna í Fossvogi og við Hringbraut rúmlega 40 ára gamall og yngsti hlutinn tæplega 20 ára. Ljóst er því að viðhalds- þörfin verður alltaf mikil í þessum húsum. Sameiningin Helstu markmiðin, sem stefnt var að með sameiningu stóru spít- alanna í Reykjavík, Landakots, Borgarspítalans og Landspítalans, voru efling spítalastarfseminnar og hagræðing og sparnaður í rekstri. Röksemdir margra um að samkeppni milli aðskilinna stofn- ana í rekstri og framboði heil- brigðisþjónustu væri nauðsynleg til að tryggja gæði og stöðugar framfarir, vógu ekki þungt. Talið var að fagleg sérhæfing á stærri stofnunum skipti meira máli en sá sveigjanleiki í þjónustu sem minni stofnanir leyfa. Sömuleiðis var tal- ið mikilvægt að dýran tækjakost, hugsanlega vannýttan á hverjum stað, þyrfti ekki að útvega á marga staði. Þá var talið að kennslu- og vísindahlutverki há- skólasjúkrahússins yrði betur sinnt á einu stóru sjúkrahúsi en mörgum smærri. Loks var það tal- ið skipta afar miklu máli, fyrir gæði þjónustu og öryggi sjúklinga, að hægt væri að sameina allar al- mennu og sérhæfðu deildirnar í einni stofnun til að tryggja náið og hraðvirkt samstarf í þjónust- unni við sjúklinga. Margoft hefur verið á það drep- ið að eitt af lykilatriðunum í sam- einingu spítalanna var að hægt yrði að sameina deildirnar á ein- um stað, í einni byggingu. Núver- andi ástand þar sem deildir, sem verða að starfa náið saman, eru hver á sínum stað, svo sem hjarta- deildir við Hringbraut og lungna- deildir í Fossvogi, gerir það að verkum að sameiningu spítalanna er alls ekki lokið. Upphaflegu markmiðin um eflingu starfsem- innar og um hagræðingu og sparnað í rekstri nást ekki meðan svo er. Hvað kostar viðhaldið? Jóhann Heiðar Jó- hannsson skrifar um húsakost Land- spítalans » Bent er á stöðugt versnandi húsakost Landspítala og tilgreind áætlun um kostnað vegna stöðugt vaxandi viðhalds húsanna. Jóhann Heiðar Jóhannsson Höfundur er læknir á Landspítala. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn @ Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.