Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 48
48 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 7. apríl var spilað á 18 borðum. Þá voru veitt verðlaun fyrir stigakeppnina en stigameistari FEBH varð Örn Einarsson. Spilaðar voru 12 umferðir. Úrslit urðu þessi í N/S Júlíus Guðmundsson – Óskar Karlsson 321 Ásgeir Sölvason – Helgi Sigurðsson 312 Jóhann Benediktss. – Pétur Antonss. 301 Tómas Sigurjss. - Jóhannes Guðmannss. 300 A/V Nanna Eiríksd. – Katarínus Jónsson 313 Guðrún Gestsd. – Ægir Hafsteinsson 298 Ásgrímur Aðalsteinss. – Jón Gunnarss. 290 Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 285 Þriðjudaginn 14. apríl var spilað á 17 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Auðunn Guðmss. – Björn Árnasson 381 Dröfn Guðmundsd. – Hrafnh. Skúlad. 372 Sæmundur Björnss. – Örn Einarsson 359 Björn Björnss. – Sigríður Gunnarsd. 333 A/V Sveinn Snorrason – Gústav Nilsson 391 Tómas Sigurjss. – Jóhannes Guðmannss.387 Haukur Guðmss. – Steinmóður Einarss. 386 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 355 Sveit Baldurs Bjartmarssonar vann í Kópavogi Fimmtudaginn 2. apríl lauk þriggja kvölda hraðsveitakeppni fé- lagsins. Eftir mikla baráttu milli sveita Baldurs Bjartmarssonar og sveitar Jóns Steinars Ingólfssonar fór þannig að sveit Baldurs vann keppn- ina með tíu stiga mun. Lokastaðan varð þessi. Sv. Baldurs Bjartmarssonar 1548 Sv. Jóns St. Ingólfssonar 1538 Sv. Þórðar Jörundssonar 1499 Þeir sem skipuðu sigursveitina voru Baldur Bjartmars, Sigurjón Karlsson, Björn Jónsson og Þórður Jónsson. Spilamennska hefst kl. 19.30 og er spilað í Hamraborginni. Bridsfélag Akureyrar Alfreðsmótið er þriggja kvölda impatvímenningur þar sem pör eru einnig dregin saman í sveitir sem fá samanlagt skor paranna. 16 pör taka þátt. Spennan var mikil á toppnum en svo fór að tvö efstu pörin eru einnig saman í sveit. Staðan eftir 1.kvöld: Una Sveinsdóttir – Jón Sverrisson 46 Frímann Stefánss. – Reynir Helgason 33 Óttar I. Oddsson – Sveinn Aðalgeirss. 32 Stefán Vilhjálmsson – Örlygur Örlygss. 31 Hilmar Jakobsson – Árni Bjarnason 20 Heildarstöðuna og sveitakeppnina má finna á bridge.is. Flúðabrids Sveitakeppninni á Flúðum er nú lokið eftir spennandi sveiflur en svo fór að þeir kapparnir af Skeiðunum höfðu sigur þótt naumur væri en sveitina skipuðu þeir Jón Þorsteinn Hjartarson, Stefán Sævaldsson,Vil- hjálmur Vilhjálmsson og Flúðamað- urinn Hörður Úlfarsson. Röð efstu sveita: Sv. Jóns Þorsteins Hjartarsonar 147 Sv. Karls Gunnlaugssonar 143 Sv. Ásgeirs Gestssonar 104 Sv. Lofts Þorsteinssonar 103 Sv. Knúts Jóhannessonar 97 Gullsmárinn Góð þátttaka var í Gullsmára sl. fimmtudag 16.apríl. Spilað var á 13 borðum. Úrslit í N/S Díana Kristjánsd, – Ari Þórðarson 299 Örn Einarss. – Sæmundur Björnsson 297 Leifur Kr. Jóhanness – Guðm. Magnúss. 293 Gunnar Sigurbjss. – Sigurður Gunnlss. 288 A/V Guðrún Hinriksd. – Haukur Hannessson 364 Eysteinn Einarss. – Björn Björnsson 329 Lilja Kristjánsd. – Guðrún Gestsdóttir 306 Elís Kristjánss. – Páll Ólason 287 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 17. apríl var spilað á 15 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Jón Jóhannsson – Sturlaugur Eyjólfss. 386 Sæmundur Björnss. – Örn Einarss. 377 Jóhann Benediktss. – Pétur Antonss. 373 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 358 A/V. Sveinn Snorrason – Gústav Nilsson 370 Guðm. Þórðarson – Guðm. Sigurbjörns. 347 Sigurður Sigurðss. – Guðbjörg Gíslad. 340 Ásgrímur Aðalsteinss. – Jón Gunnarss. 339 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Tengdafaðir minn, Eggert Ísaksson, and- aðist á Landspítalan- um við Hringbraut 30. mars sl. og verður jarðsunginn frá Hafn- arfjarðarkirkju 8. apríl nk. Kynni mín af Eggerti hófust árið 1980, en það ár hófum við Edda, yngri dóttir Eggerts, búskap. Mér var strax mjög vel tekið af fjölskyldunni, og ég kynntist því fljótt, hversu raun- sær, réttsýnn og íhugull Eggert var. Hann var undrafljótur að átta sig á aðalatriðum, og byggði allar ákvarð- anir á sterkum rökum, en var þó alltaf tilbúinn að ræða og skoða öll mótrök, ef einhver voru. Þessir hæfileikar hans hafa eflaust nýst honum vel í öllum þeim félögum og nefndum, sem hann starfaði í, en í þeim flestum var hann í forystu, annaðhvort formaður eða stjórnar- maður. Alls staðar naut hann virð- ingar og trausts, og margir leituðu ráða hjá honum, enda var maðurinn afburða ráðsnjall og réttsýnn. Eggert starfaði um margra ára skeið í Frímúrarareglunni og þar lágu leiðir okkar saman til margra ára. Þar kynntist ég forystuhæfi- leikum Eggerts af eigin raun, og má segja, að reglustarfið hafi styrkt vináttuböndin mjög mikið. Eggert hélt fullu starfsþreki fram yfir sjö- tugt, þegar hann settist í helgan stein. Hann sinnti þó áfram fé- lagsstörfum í nokkur ár, m.a. sem aðalsafnaðarfulltrúi Hafnarfjarðar- kirkju. Eftir að Sesselja, eiginkona Egg- erts, andaðist 1995, var eins og drægi úr honum nokkurn mátt. Hann dró sig meira og meira í hlé, en jafnframt tók að bera á heilsu- bresti, sem síðan ágerðist, og leiddi til endurtekinna innlagna á sjúkra- hús. Alltaf gerði Eggert lítið úr van- líðan sinni, og því var oft erfitt að gera sér grein fyrir því, hvernig líð- an hans var í raun og veru. Seinustu 2 árin var Eggert í sér- hæfðri dagþjálfun í Drafnarhúsi í Hafnarfirði, og þar leið honum mjög vel og kunni vel að meta það góða atlæti, sem þar var í boði. Hinn 25. mars sl. var ljóst, að Eggert þyrfti enn einu sinni að leggjast inn á sjúkrahús, og þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Fjölskylda mín og ég munum ávallt minnast Eggerts með miklu þakklæti, hlýju og virðingu. Blessuð sé minning hans. Eyjólfur Þ. Haraldsson. Það var lengi vel hefð í okkar fjöl- skyldu að eyða verslunarmanna- helginni í Bragganum í Hvalfirði hjá afa Eggerti og ömmu Sessu. Ein- hverja verslunarmannahelgina feng- um við bræðurnir að sitja í með afa og ömmu á leið upp í Hvalfjörð. Það er mjög minnisstætt hversu öruggur afi var undir stýrinu á brúna Galant- inum – keyrði eins og vindurinn. Sennilega hefði hann getað keyrt upp eftir með bundið fyrir augun, svo vel þekkti hann veginn. Kannski ekki skrýtið, enda vann hann hjá Eggert Ísaksson ✝ Eggert Ísakssonfæddist á Rafn- kelsstöðum í Garði 4. júlí 1921. Hann lést á Landspítalanum 30. mars 2009 og var út- för hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 8. apríl. Hval hf. uppi í Hval- firði í fjöldamörg ár. Afi var, eins og sennilega allir karl- menn, meistari í að grilla. Fjölskyldan naut þess oft og mörgum sinnum, hvort sem var í Hval- firði eða heima á Arn- arhrauninu. Sérstak- lega er minnisstætt frægt lambalæri sem afi grillaði eitt sinn. Það er þekkt sem góða lærið í okkar fjölskyldu, og lifir góðu lífi í minn- ingunni og ekki bara hjá þeim sem sátu að snæðingi. Afi Eggert var höfðingi heim að sækja og yfir honum ríkti ávallt mikil reisn. Sú reisn sýndi sig m.a. í því að eftir að amma Sessa féll frá, vildi hann ekki minnka við sig hús- næði og því síður fara á elliheimili. Hann vildi búa á sínu heimili og það gat hann, allt til dauðadags. Með miklum stuðningi fjölskyldunnar og heimahjúkrunarfólks tókst að upp- fylla þessa ósk hans. Það var gaman að sjá þegar afi fór að vera í Drafnarhúsi, hversu fljótt hann lifnaði við á ný, hann hjarnaði við og bros færðist yfir andlitið. Það er þannig sem við vilj- um minnasta afa, með bros á vör. Hvíl í friði, elsku afi. Eggert og Haraldur Sveinn. Við systurnar vildum með nokkr- um orðum minnast afa okkar, Egg- erts Ísakssonar. Frá okkar sjónar- hóli virtist líf hans spennandi og framandi. Amma og afi ferðuðust mikið, fóru víða og fengum við einhverju sinni að slást í för með þeim til Spánar. Þau komu jafnan heim með flotta hluti frá fjarlægum slóðum og var alltaf mikil eftirvænting þegar tekið var upp úr töskunum. Í Hvalstöðinni fengum við að fylgjast með honum kalla upp bátana og fara með honum að borða í messanum. Þá var oft glatt á hjalla í bragganum og áttum við þar athvarf í meyjarskemmunni. Dvöldum við þar oft lengi og var gaman að kynnast þessum sérstaka heimi. Hestarnir voru stór hluti af lífi afa. Okkur fannst hestaferðirnar ævintýralegar þar sem afi fór fremstur í flokki á Sokka, valdi handa okkur góða hesta og svo þeyttist hann áfram þar til tekin var hvíld með smurðu brauði og kaffi. Heima var hann höfuð ættarinn- ar, las á pakkana á jólunum, hlustaði með athygli á hádegisfréttirnar og bauð okkur á jólaböll hjá frímúr- urunum. Okkur fannst hann mikill maður í flottu kjólfötunum og á leynilegu fundunum sínum. Hann lifði sko sannarlega spennandi lífi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Anna Lísa og Helena. Eggert Ísaksson starfaði allan sinn starfsaldur hjá tveim fyrirtækj- um. Fyrst hjá Fiskveiðahlutafélag- inu Venusi, sem faðir minn, Loftur Bjarnason, og Vilhjálmur Árnason ráku. Er starfsemi þess félags við rekstur tengdan fiskveiðum og fisk- verkun var hætt réðst hann til Hvals hf. og starfaði þar óslitið þar til hann vildi draga sig í hlé vegna aldurs. Þannig vildi til er Eggert, sem ungur maður var að vinna við lönd- un úr einum af togurunum, sem Venus gerði út, að hann varð fyrir slysi og augljóst var að hann myndi eiga erfitt með erfiðisvinnu upp úr því. Er hann hafði náð sér eftir slysið kom hann til starfa á skrifstofu Ven- usar. Eggert var lengst af eini starfs- maður skrifstofu Venusar og mæddu því öll störf skrifstofunnar á hans herðum. Á þessum árum var allt bókhald handfært. Togarar fé- lagsins, Venus, og síðar Röðull, seldu oft afla sinn annaðhvort í Eng- landi eða Þýskalandi. Einnig stund- aði félagið saltfisk- og skreiðarverk- un í Hafnarfirði. Allt skrifstofuhaldið fór Eggerti frábær- lega úr hendi, enda hamhleypa til verka. Vinnudagurinn var oft lang- ur. Faðir minn Loftur Bjarnason og félagi hans Vilhjálmur Árnason mátu mikils þann trúnað og það traust sem Eggert sýndi þeim í hví- vetna í öllum þeirra samskiptum. Það var því mikið lán fyrir mig að fá Eggert til starfa, sem mína hægri hönd á skrifstofu Hvals hf., 1974 en þá hafði ég verið, stuttu áður ráðinn framkvæmdastjóri Hvals hf., eftir fráfall föður míns. Eggert kunni til allra verka, hjá honum var ekki komið að tómum kofunum. Eggert var snjall bókhaldsmaður og mjög talnaglöggur, það sannreyndi ég oft. Hann var snyrtimenni í hvívetna og vandaði allt það sem hann lét frá sér fara. Stöndum við hjá Hval hf. í ævarandi þakkarskuld við Eggert fyrir hans óeigingjörnu störf fyrir félagið alla tíð. Það átti ekki við Eggert að sitja með hendur í skauti, enda sést það vel á öllum þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur í hinum ýmsu félögum og innan kirkjunnar, en störf henni tengd voru honum mjög ljúf alla tíð. Eggert var afburðaræðumaður hvort heldur sem það voru yfirgrips- miklar ræður, sem hann hafði und- irbúið af kostgæfni eða tækifæris- ræður, sem hann flutti við hin ýmsu tækifæri. Eggert var beittur penni, enda finnast margar greinar eftir hann í hinum ýmsu blöðum og tíma- ritum. Þar voru á ferðinni greinar um pólitík eða ýmis þjóðþrifamál, sem honum lágu á hjarta. Eggert Ísaksson var ekki lang- skólagenginn maður. Hann var eins og stundum er kallað sjálfmenntað- ur. Hann var fljótur að tileinka sér það sem hann vildi læra. Hann var góður enskumaður. Hann hafði mjög fallega og læsilega rithönd. Eggert var kvæntur Sesselju Er- lendsdóttur og bjuggu þau allan sinn búskap í Hafnarfirði. Sesselja lést 1995. Í hjónabandi þeirra sat gagnkvæm umhyggja og trúnaður í fyrirrúmi og því var ávallt ánægju- legt að vera í návist þeirra. Þau eignuðust fjögur börn, en misstu yngsta soninn kornungan af slysför- um. Að leiðarlokum vil ég þakka Eggerti samfylgdina, allan trúnað og traust sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Þar tala ég einnig fyrir hönd systur minnar og hennar fjölskyldu. Við sendum afkomendum Eggerts og Sesselju okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum góðan vin og félaga. Kristján Loftsson. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson                          ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík 553 3032 Opið 11-16 virka daga ✝ Elskuleg móðir mín, ÁRNÝ ÁRNADÓTTIR, Rauðalæk 30, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 9. apríl verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. apríl klukkan 15.00. Sigrún Cortes. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Brekkulandi 6 (Gili), Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 9. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.00. Sigurdór Rafn Andrésson, Sigurður Gunnar Andrésson, Guðný Arnardóttir, Andrés Guðni Andrésson, Jenný Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.