Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 33
 Vísindatryllir Christian Bale spreytir sig í hlutverki Connor í fjórðu Terminator-myndin ni. Transformers: Revenge of the Fallen Leikstjóri: Michael Bay. Aðalleikarar: Shia LaBeouf, Megan Fox, Josh Duhamel, Tyrese Gibson, Kevin Dunn, John Turturro. Bandarík- in. Spenna/vísindaskáldskapur. Fyrri myndin um sem byggð er á hugmyndinni um Transformer-leikföngin, vakti óhemju lukku fyrir fáeinum árum, hér er framhaldið komið. Líkt og í fyrstu myndinni (af guð má vita hve mörgum), stendur Sam Witwick með Autobotos- vélmennunum í baráttunni við hin hroðalegu vél- menni, Decepticons. Mikill fyrirgangur, enda sjálfur spennumyndakóngurinn Michael Bay við stjórnvölinn. Cheri Leikstjóri: Stephen Frears. Aðalleikarar: Mic- helle Pfeiffer, Rupert Friend, Kathy Bates. Bretland/Þýskaland 100 mín. Fantasía/drama. Byggð á sögu skáldkonunnar Cloette, frá þriðja áratugnum, sem fjallar um langvarandi ástamál miðaldra konu (Pfeiffer), og ungs auð- manns (Friend). Myndin gerist í París á árunum á milli heimsstyrjaldanna, ungi maðurinn er son- ur vellríkrar vændiskonu (Bates), sem fær út- skriftarpróf í Amorsbrögðum og ástaleikjum hjá hinni lífsreyndu og bólfimu Pfeiffer. Það fer í verra þegar sá ungi giftist, þá getur hann ekki gleymt unaðsstundunum í faðmi lífsreynslunnar. Ice Age: Dawn of the Dinosaurs Leikstjóri: Carlos Saldana. Teiknimynd með íslenskum og enskum röddum. Þriðja í röð hinna feikivinsælu „Ísaldar“- mynda, sem farið hafa sigurför um heiminn. Scrat er enn að rembast við að góma viðsjárverða hnetuna þegar hann og félagar hans lenda í mikl- um ævintýrum við að bjarga Sid, mammútnum seinheppna: Hann leiðir þau í dularfulla undir- heima þar sem allt er krökkt af risaeðlum og öðr- um ófénaði. Public Enemies Leikstjóri: Michael Mann. Aðalleikarar: Jo- hnny Depp, Christian Bale, Marion Cotillard, Giovanni Ribisi, Billy Crudup, Stephen Dorff, Rory Cochrane. Spennumynd. Í Public Enemies stýrir Mann gæðaleik- urunum Depp, Dorf og frönsku leikkonunni Co- tillard, sem vann Óskarinn í fyrra fyrir túlkun sína á Edith Piaf. Hér er viðfangsefnið af ólíku sauðahúsi, verstu gangsterar Banda- ríkjanna á tímum kreppunnar miklu þar sem Depp fer fremstur í hlutverki þjóð- aróvinar nr. 1: bank- aræningjans og morð- hundsins Johns Dillinger. Bale leikur alríkislögguna og erkióvin glæpamannanna, Melvin Purvis, en átökin milli hans og Dillinger-gengisins er þjóðsagnakennd. Það leit út fyrir að Dillinger héldu engir múrar né bönd og mergsoginn almenningurinn fylgdist of- antekinn með vel lukkuðum bankaránum þrjóts- ins. Crudrup leikur J. Edgar Hoover, stjóra Al- ríkislögreglunnar. Brüno Leikstjóri: Dan Mazer. Aðalleikarar: Sacha Baron Cohen, Alice Evans, Trishelle Cannatella. Gamanmynd. Sacha Baron Cohen, sem gerði allt pinnvitlaust með metaðsóknar spauginu Borat, er kominn aft- ur á stjá með Brüno, annan karakter sem hann hefur gert frægan á skjánum. Brüno karlinn er engum líkur, hann er austurrískur hommi og of- urmódel sem flakkar um heiminn með sín per- sónulegu og nærgöngulu viðtöl og spurningar um tískuheiminn. Tekst honum að brjóta niður nýja og hærri velsæmismúra að þessu sinni? Harry Potter and the Half-Blood Prince Leikstjóri: David Yates. Aðalleikarar: Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma Watson, Jim Broadbent, Helena Bonham Carter, Robbie Coltrane, Michael Gambon, Alan Rickman, Mag- gie Smith, Timothy Spall, David Thewlis, Julie Walters. Ævintýramynd. Voldemort herðir tökin í galdraheiminum og Hogwarts er ekki lengur það höfuðvígi töfra- manna sem hann var. Harry (Radcliffe), grunar aðila innan skólans um græsku en Dumbledore vill að hann einbeiti sér að úrslitaátökunum sem ekki verða umflúin í Galdralandi. Ástin liggur í loftinu og spurning hvort Hogwarts beri nokkru sinni sitt barr að nýju. Funny People Leikstjóri: Judd Apatow. Aðalleikarar: Adam Sandler, Seth Rogen, Leslie Mann, Eric Bana, Jonah Hill. Gamanmynd. Handritshöfundinum/leikstjóranum Apatow, er ekkert heilagt, sama verður sagt um Sandler, það ætti því að fara vel á með þeim félögum og Apatow hefur lofað að hans þriðja leikstjórn- arverkefni verði það fyndnasta á ferlinum. Svo mikið er víst að ekki veitir Sandler af að komast í feitt, en ferill hans hefur legið niður á við að und- anförnu. Að þessu sinni leikur hann frægan gam- anleikara sem sleppur á undraverðan hátt frá hörmulegum dauðdaga. Julie & Julia Leikstjóri: Nora Ephron. Aðalleikarar: Meryl Streep, Amy Adams, Stanley Tucci, Linda Emond. Gamandrama. Ephron byggir handritið á bók Julie Powell, Julie & Julia: 365 Days, 524 Recipes, 1 Tiny Ap- artment Kitchen. Nafnið eitt lofar góðu. Í henni lýsir Julie hvernig hún þrælaðist í gegnum hverja einustu uppskrift í þeirri frægu kokkabók Julia Child’s Mastering the Art of French Cooking, og bjargaði sálu sinni. Julie er þrítug, býr í nið- urníddri íbúð í Queens og var í mannskemmandi einkaritarastarfi þegar hún fór að grugga í mat- argerðarritum móður sinnar. Galdrar Child höfða til hennar og lýsir myndin átökunum við hinar flóknustu sælkerauppskriftir. Og lífið verður aft- ur skemmtilegt. Inglourious Basterds Leikstjóri: Quentin Tarantino. Aðalleikarar: Brad Pitt, Diane Kruger, Eli Roth, Mike Myers, Rod Taylor, Cloris Leachman, Samuel L. Jack- son. Stríðsdrama. Nýjasta verk Tarantinos gerist í Frakklandi á meðan það var hernumið af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni. Shosanna Dreyfus (Mélanie Laurent) verður vitni að því að nasistaforinginn Hans Landa (Christoph Waltz), tekur fjölskyldu hennar af lífi. Shosanna flýr til Parísar þar sem hún fær ný skilríki sem eigandi kvikmyndahúss. Annars staðar í Evrópu safnar liðsforinginn Raine (Pitt), saman gyðingaherdeild til að nasistar fái makleg málagjöld. Herdeildin, sem kölluð er „Basterds“, gengur í lið með leikaranum og andófskonunni Brid- get Von Hammersmark (Kruger), sam- an hyggjast þau ganga á milli bols og höfuðs á leiðtogum Þriðja ríkisins. Á meðan hyggur Shosanna á eigin hefnd- araðgerðir. áspennubíósumar of the Pelham 1-2-3. Spenna Tom Hanks sem prófessor Langdon í Englum og djöflum. Teiknimynd Risaeðlur og hneta leika m.a. í nýju Íslaldar-myndinni. ri Ástarævintýri bæt- ótrúleg ævintýri Potters og félaga. Ævintýri Níu ára pjakkur og öldungur komast í hann krappann í Up.magnast í Star Trek. ‘‘VIÐ EIGUM VON ÁMIKILLI SPENNU,BRELLUMYNDUM,GAMANMYNDUM enna Í Pu- nemies leik- ny Deep vin númer ankaræn- ann og orðingjann John Dill- nger. Rhythm & Hues Átök Denzel Washington er góði gæinn í The Taking of Pelham 1 2 3. 33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Gamanmynd Jack Black og Michael Cera leika blóðheita veiðimenn í Year One
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.