Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Charles Duryea reynsluókfyrsta bílnum í Banda-ríkjum hinn 19. apríl1892. Eins og títt var
með fyrstu bílana líktist rennireið
hans hestvagni með vél. Hann og
bróðir hans, Frank, teljast fyrstu
bílaframleiðendur í Bandaríkj-
unum, en þraut úthald og eru
flestum gleymdir. Charles kveink-
aði sér undan því árið 1938, að
börn þess tíma myndu eflaust
alast upp í þeirri trú að Henry
Ford hefði fundið upp bílinn.
Hvorki Ford né Dureya-bræður
fundu upp bílinn, þótt þeir hafi
verið forystumenn bílaiðnaðar í
Bandaríkjunum. Í Þýskalandi voru
menn fyrri til. Þar var Karl Benz
fremstur meðal jafningja, en aðrir
voru t.d. Gottlieb Daimler og Wil-
helm Maybach.
Charles og Frank Duryea vöktu
aðdáun landa sinna árið 1895 þeg-
ar þeir unnu fyrsta bílakappakst-
urinn í Bandaríkjunum. Dagblaðið
The Chicago Times-Herald styrkti
keppnina. Í henni tóku þátt þrír
Benz-bílar, sem fluttir höfðu verið
frá Þýskalandi, tveir bílar sem
gengu fyrir rafmagni og svo bíll
þeirra bræðra.
Leiðin var tæpir 87 kílómetrar,
það var ákaflega kalt í veðri og
ökuþórarnir sátu allir í opnum
vögnum. Hraðinn var ekkert til að
hrópa húrra fyrir, því sigurveg-
arinn, Frank Duryea, ók leiðina á
7 klukkustundum og 54 mínútum.
13 bílar á ári
Bræðurnir höfðu þegar stofnað
bílaframleiðslufyrirtæki þegar hér
var komið sögu. Árið 1896 fram-
leiddu þeir 13 bíla, sem allir voru
með tveggja strokka bensínvél og
þótt það teljist vart fjöldafram-
leiðsla markar starfsemi þeirra þó
upphaf bílaiðnaðarins í Bandaríkj-
unum.
Þetta sama ár tóku þrír Du-
ryea-bílar þátt í kappakstri í New
York. Frank kom fyrstur í mark,
Charles annar, en þriðji bíllinn
komst aldrei í mark. Hann lenti í
fyrsta skráða bílslysinu í Banda-
ríkjunum, ökumaðurinn var hand-
tekinn og honum fleygt í fangelsi
um hríð.
Bræðurnir voru ósammála um
framtíð fyrirtækisins og seldu það
árið 1898. Charles hannaði nýjan
bíl, en fékk ekki fjárhagslegan
stuðning til frekari afreka og
framleiðslan rann út í sandinn. Og
það gekk eftir sem Charles ótt-
aðist. Flestir telja Henry Ford
upphafsmann bílaframleiðslu í
Bandaríkjunum.
rsv@mbl.is
Á þessum degi
19. APRÍL 1892
FYRSTI REYNSLU-
AKSTUR BÍLS Í
BANDARÍKJUNUM
Sjálfrennireið Duryea
bíll, árgerð 1894. Ekki
hraðskreiður, en sigraði
þó Benz í kappakstri.
Flettu upp nafni
fermingarbarnsins
mbl.is
FERMINGAR
2009
NÝTT Á mbl.is
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Stuðningshlífar
fjölbreytt úrval
OPNIR KYNNINGARFUNDIR
MEISTARANÁM
Í V I Ð S K I P TA D E I L D H R
ALÞJÓÐLEG SÝN FRAMSÆKIÐ FÓLK SKAPANDI UMHVERFI
Viðskiptadeild HR starfar í nánu samstarfi við erlenda háskóla og hefur sterk tengsl við atvinnu-
lífið. Við val á kennurum, sem flestir koma frá þekktum erlendum háskólum, er lögð áhersla á
framúrskarandi fræðilega þekkingu, góða kennsluhæfileika ásamt fjölþættri reynslu úr atvinnu-
lífinu. Markmiðið er að útskrifaðir nemendur verði gerendur, greinendur og gagnrýnendur. Þessu
markmiði er náð með jafnvægi á milli hagnýtra og fræðilegra verkefna í náminu.
Deildin býður upp á meistaranám í alþjóðaviðskiptum, Evrópufræðum, fjármálum fyrirtækja,
fjárfestingarstjórnun, reikningshaldi og endurskoðun, stjórnun rekstrarbókhalds og MBA.
MBA, kl: 12:00 13:00
MSc Í ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM, kl: 16:00
MSc Í EVRÓPUFRÆÐUM Í SAMSTARFI VIÐ LAGADEILD HR, kl: 16:00
MSc Í FJÁRMÁLUM FYRIRTÆKJA, kl: 17:00
MSc Í FJÁRFESTINGARSTJÓRNUN, kl: 17:00
MSc Í REIKNINGSHALDI OG ENDURSKOÐUN, kl:17:30
MSc Í STJÓRNUN REKSTRARBÓKHALDS, kl: 17:30
Nemendur í meistaranáminu verða á staðnum til skrafs og ráðagerða.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Staður: Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofu 201
Stund: Miðvikudaginn 22. apríl kl. 12:00 - 13:00 og 16:00 - 18:30
Viðskiptadeild HR býður til eftirfarandi kynningarfunda miðvikudaginn 22. apríl:
H Á S K Ó L I N N Í R E Y K J AV Í K
R E Y K J A V I K U N I V E R S I T Y