Morgunblaðið - 19.04.2009, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.04.2009, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Charles Duryea reynsluókfyrsta bílnum í Banda-ríkjum hinn 19. apríl1892. Eins og títt var með fyrstu bílana líktist rennireið hans hestvagni með vél. Hann og bróðir hans, Frank, teljast fyrstu bílaframleiðendur í Bandaríkj- unum, en þraut úthald og eru flestum gleymdir. Charles kveink- aði sér undan því árið 1938, að börn þess tíma myndu eflaust alast upp í þeirri trú að Henry Ford hefði fundið upp bílinn. Hvorki Ford né Dureya-bræður fundu upp bílinn, þótt þeir hafi verið forystumenn bílaiðnaðar í Bandaríkjunum. Í Þýskalandi voru menn fyrri til. Þar var Karl Benz fremstur meðal jafningja, en aðrir voru t.d. Gottlieb Daimler og Wil- helm Maybach. Charles og Frank Duryea vöktu aðdáun landa sinna árið 1895 þeg- ar þeir unnu fyrsta bílakappakst- urinn í Bandaríkjunum. Dagblaðið The Chicago Times-Herald styrkti keppnina. Í henni tóku þátt þrír Benz-bílar, sem fluttir höfðu verið frá Þýskalandi, tveir bílar sem gengu fyrir rafmagni og svo bíll þeirra bræðra. Leiðin var tæpir 87 kílómetrar, það var ákaflega kalt í veðri og ökuþórarnir sátu allir í opnum vögnum. Hraðinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir, því sigurveg- arinn, Frank Duryea, ók leiðina á 7 klukkustundum og 54 mínútum. 13 bílar á ári Bræðurnir höfðu þegar stofnað bílaframleiðslufyrirtæki þegar hér var komið sögu. Árið 1896 fram- leiddu þeir 13 bíla, sem allir voru með tveggja strokka bensínvél og þótt það teljist vart fjöldafram- leiðsla markar starfsemi þeirra þó upphaf bílaiðnaðarins í Bandaríkj- unum. Þetta sama ár tóku þrír Du- ryea-bílar þátt í kappakstri í New York. Frank kom fyrstur í mark, Charles annar, en þriðji bíllinn komst aldrei í mark. Hann lenti í fyrsta skráða bílslysinu í Banda- ríkjunum, ökumaðurinn var hand- tekinn og honum fleygt í fangelsi um hríð. Bræðurnir voru ósammála um framtíð fyrirtækisins og seldu það árið 1898. Charles hannaði nýjan bíl, en fékk ekki fjárhagslegan stuðning til frekari afreka og framleiðslan rann út í sandinn. Og það gekk eftir sem Charles ótt- aðist. Flestir telja Henry Ford upphafsmann bílaframleiðslu í Bandaríkjunum. rsv@mbl.is Á þessum degi 19. APRÍL 1892 FYRSTI REYNSLU- AKSTUR BÍLS Í BANDARÍKJUNUM Sjálfrennireið Duryea bíll, árgerð 1894. Ekki hraðskreiður, en sigraði þó Benz í kappakstri. Flettu upp nafni fermingarbarnsins mbl.is FERMINGAR 2009 NÝTT Á mbl.is www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval OPNIR KYNNINGARFUNDIR MEISTARANÁM Í V I Ð S K I P TA D E I L D H R ALÞJÓÐLEG SÝN – FRAMSÆKIÐ FÓLK – SKAPANDI UMHVERFI Viðskiptadeild HR starfar í nánu samstarfi við erlenda háskóla og hefur sterk tengsl við atvinnu- lífið. Við val á kennurum, sem flestir koma frá þekktum erlendum háskólum, er lögð áhersla á framúrskarandi fræðilega þekkingu, góða kennsluhæfileika ásamt fjölþættri reynslu úr atvinnu- lífinu. Markmiðið er að útskrifaðir nemendur verði gerendur, greinendur og gagnrýnendur. Þessu markmiði er náð með jafnvægi á milli hagnýtra og fræðilegra verkefna í náminu. Deildin býður upp á meistaranám í alþjóðaviðskiptum, Evrópufræðum, fjármálum fyrirtækja, fjárfestingarstjórnun, reikningshaldi og endurskoðun, stjórnun rekstrarbókhalds og MBA. • MBA, kl: 12:00 – 13:00 • MSc Í ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM, kl: 16:00 • MSc Í EVRÓPUFRÆÐUM Í SAMSTARFI VIÐ LAGADEILD HR, kl: 16:00 • MSc Í FJÁRMÁLUM FYRIRTÆKJA, kl: 17:00 • MSc Í FJÁRFESTINGARSTJÓRNUN, kl: 17:00 • MSc Í REIKNINGSHALDI OG ENDURSKOÐUN, kl:17:30 • MSc Í STJÓRNUN REKSTRARBÓKHALDS, kl: 17:30 Nemendur í meistaranáminu verða á staðnum til skrafs og ráðagerða. Boðið verður upp á léttar veitingar. Staður: Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofu 201 Stund: Miðvikudaginn 22. apríl kl. 12:00 - 13:00 og 16:00 - 18:30 Viðskiptadeild HR býður til eftirfarandi kynningarfunda miðvikudaginn 22. apríl: H Á S K Ó L I N N Í R E Y K J AV Í K R E Y K J A V I K U N I V E R S I T Y
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.