Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 23
vansköpuðu“ fólki að láta sjá sig op- inberlega. Markmiðið var að við- halda lífsgæðum í samfélaginu, auk þess sem fólk af þessu tagi var talið líklegra til að fremja glæpi en annað fólk. Viðurlög voru fjársektir eða fangelsisvist. Lögin gengu undir nafninu Ljótra lög (e. Ugly Law) og voru ekki afnumin endanlega fyrr en árið 1974. Þar með var björninn þó ekki unninn. Þannig komst héraðsdómur í Flensborg í Þýskalandi að þeirri niðurstöðu árið 1992 að ferðaskrif- stofa nokkur væri skaðabótaskyld gagnvart viðskiptavinum sem urðu fyrir þeirri „skelfilegu“ lífsreynslu að snæða innan um fatlað fólk á hót- eli. „Stefnendur og börn þeirra gátu ekki notið málsverða sinna án þess að verða fyrir ónæði. Hinir fötluðu blöstu óhjákvæmilega við þeim í litlum salnum, vöktu viðbjóð og minntu stefnendur á að mannleg gæfa er ekki sjálfsagður hlutur. Enginn á að þurfa að upplifa slíkt í venjulegu orlofi,“ sagði í dómsorð- inu. Hlupu til að sleppa við smit Dr. Hanna Björg Sigurjónsdóttir, lektor í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, segir fatlað fólk löngum hafa átt erfitt uppdráttar hér á Ís- landi líkt og annars staðar. Fordóm- arnir hafi verið miklir gegnum tíð- ina. „Viðhorfið einkenndist lengi af einangrun og vernd og fötluðu fólki var markvisst haldið fyrir utan sam- félagið með því að loka það inni á stofnunum. Sú var tíðin að börn hlupu framhjá Kópavogshælinu til að smitast ekki. Vanþekkingin var svo mikil,“ segir Hanna. Hún segir mikilvægt að fatlaðir einstaklingar fái aðstoð og þjónustu í samræmi við sínar þarfir sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu.„Margt fólk sem áður var lokað inni á Kópavogshæli lifi eðlilegu lífi úti í þjóðfélaginu í dag. Það er mikið framfaraspor.“ En betur má ef duga skal. Hanna segir fötlun almennt skilgreinda sem frávik og fyrir bragðið verði fatlaðir oft og tíðum álitnir minna virði en annað fólk í samfélaginu. Hún bendir á, að þetta byggi ekki á mannvonsku, heldur fáfræði. Al- gengt sé að komið sé öðruvísi fram við fatlað fólk en aðra. „Það er til dæmis alltaf jafn skrýtið að heyra fólk hækka róminn þegar það ávarp- ar mann í hjólastól. Í flestum til- vikum eru þetta ósjálfráð viðbrögð.“ Umhverfið skiptir höfuðmáli Hanna segir fötlunina vera sam- spil skerðingar og umhverfis. „Því meira tillit sem umhverfið tekur til fatlaðs fólks því minni er fötlunin. Tökum aðgengi sem dæmi. Komist einstaklingur í hjólastól allra sinna ferða hamlar fötlunin honum mun minna en ella. Aðgengi fatlaðra, m.a. að opinberum byggingum, hef- ur skánað á umliðnum árum en enn er langt í land. Þetta hús hér er t.a.m. ekki til eftirbreytni,“ segir Hanna en við erum stödd í höfuðvígi félagsvísindanna í Háskóla Íslands, Odda. Þess ber þó að geta að að- gengi virðist heldur betra í hinum nýrri byggingum skólans. Að sögn Hönnu reka langflestir fatlaðir einstaklingar sig á veggi í samfélaginu sem flestir stafa af manngerðum hindrunum, sbr. lé- legu aðgengi og neikvæðum við- horfum. Þetta getur takmarkað möguleika þeirra í daglegu lífi til dæmis til náms og starfa sem eru enn töluvert minni en hjá ófötluðum. Fyrir vikið fer gríðarlegur mann- auður til spillis. „Staðalmyndirnar eru svo sterkar í samfélaginu. Allt þarf að gerast á hraða verksmiðjunnar. Í stað þess að viðurkenna mannlega reisn og óendanlegt virði hverrar manneskju metum við fólk út frá því sem það getur afkastað. Fyrir vikið er al- gengt að litið sé á fatlaða sem byrði á þjóðfélaginu. Samfélagið gefur sér ekki tíma til að taka tillit til þeirra eða bíða eftir þeim. Það er svo auð- velt að líta á fólk sem „gallað“ og hvernig á „gallað“ fólk að geta gert það sama og aðrir?“ Í þessu ljósi kemur ekki á óvart að atvinnuleysi sé hlutfallslega meira meðal fatlaðra en ófatlaðra. Raunar bendir Hanna á, að við Ís- lendingar stöndum hinum Norð- urlöndunum að baki hvað þetta varðar. Fyrirmyndir mikilvægar Sitthvað fleira bendir til þess að staða fatlaðra sé lakari hér en ann- ars staðar. Þannig sýnir tölfræðin að fötluðum börnum í móðurkviði sé óvíða eytt í ríkari mæli og „að til að einhentur einstaklingur fái gervi- hendi sem lítur út eins og venjuleg hendi þarf að framvísa vottorði frá geðlækni um að hendin hafi gríð- arlega sálræna þýðingu fyrir hann.“ Hanna segir fyrirmyndir gríð- arlega mikilvægar. Fatlað fólk þarf að vera sjáanlegt á öllum stigum og í öllum störfum og hlutverkum sam- félagsins. Hún tilgreinir sérstaklega tvær ungar konur, Freyju Haralds- dóttur og Emblu Ágústsdóttur, sem glæsilegar fyrirmyndir sem lyft hafa Grettistaki. Staurfættir sjóræningjar Talandi um sjónvarp og útgangs- punkt okkar, Carrie Burnell, segir Hanna þann ágæta miðil ekki alltaf hafa verið fötluðu fólki sérlega hlið- hollan. Sama eigi við um kvikmyndir og bókmenntir, ef út í það er farið. „Illmenni hafa oftar en ekki útlits- lýti í kvikmyndum. Eru ekki sjó- ræningjar iðulega ýmist með lepp, staurfót eða krók? Hvað með ill- mennin í James Bond-myndunum? Þau eru oft á einhvern hátt fötluð. Það elur á fordómum.“ Þrátt fyrir allt eru, að áliti Hönnu, margar dyr að opnast fyrir fatlað fólk á Íslandi. Ennþá sé þó langt í land og við verðum að gæta þess að sofna ekki á verðinum. „Raddir fatlaðs fólks hafa ekki það vægi sem þær þurfa að hafa. Ófatl- aðir telja sig alltaf vita betur. Sam- tök fatlaðra hafa þó unnið gríð- arlega gott verk og lagt sitt af mörkum til að eyða fordómum. Jafnvel með húmorinn að vopni en fatlaðir einstaklingar hafa ekki minni húmor fyrir sjálfum sér en ófatlaðir. Fatlaða íþróttafólkið okk- ar hefur líka lagt gjörva hönd á plóginn og framtak á borð við List án landamæra er mikilvægt. Allt miðar þetta að því marki að fatlað fólk verði sýnilegra og virkir þátt- takendur í samfélaginu.“ dur fáfræði 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðinemi við Háskóla Ís- lands, fæddist með annan fótinn talsvert styttri en hinn og þekkir því viðmót í garð fatlaðra af eig- in raun. Hún segir aðstæður fatlaðs fólks á Íslandi alltaf að batna og eftir að hafa kynnt sér stöðu mála á meginlandi Evrópu komst hún að þeirri niðurstöðu að hún væri heppin að búa á Íslandi. „Tækifærin eru fleiri hér heima og frelsið meira. Hér fá fatlaðir í flestum tilfellum næði til að vera ungir og njóta lífsins.“ Eva segir margt hafa breyst til batnaðar frá því hún komst til vits og ára, ekki síst í Háskóla Íslands. Aðgengi hafi lagast til muna og fötluðum nemendum fjölgað í samræmi við það. „Við- horfið hefur líka breyst. Náms- ráðgjöfin er t.d. orðin mjög sterkur bakhjarl fyrir fólk með fötlun, sama hvort það eru námserfiðleikar af einhverju tagi, líkamleg eða geðræn fötl- un.“ Þjóðfélagslegur þroski Það breytir ekki því að ým- islegt má betur fara. Þannig segir Eva fatlaða ennþá verða vara við fordóma. „Fordómarnir eru ekki horfnir en mín tilfinning er sú að þetta komi allt með kalda vatninu. Sjálf er ég heppin að því leyti að mín fötlun sést ekki mikið nema ég fari út í stuttu pilsi á sumrin. Ég hef raunar voðalega gaman af því að gera það og sjokkera fólk pínu- lítið,“ segir hún hlæjandi. Það vekur spurningar um húmorinn sem Eva staðfestir að sé eitt beittasta vopn fatlaðra. Sjálf kveðst hún nota hann óspart til að brjóta ísinn gagn- vart ófötluðum. „Þessi kaldi sjálfshúmor er landlægur á Norðurlöndunum. Ætli það sé ekki veðurfarið sem veldur því, alla vega fellur hann ekki eins vel í kramið sunnar í álfunni,“ segir Eva og bætir við að þetta staðfesti að hér um slóðir hafi fatlaðir félagslegt rými. Ella gætu þeir ekki beitt húmornum með þessum hætti. „Það er til marks um þjóðfélagslegan þroska.“ Eva lýkur BA-prófi í þjóðfræði á næsta ári og eftir það hyggst hún flétta saman nám í þjóð- og fötlunarfræði á mastersstiginu. „Ég get ekki beðið eftir því að blanda þessum tveimur fræði- greinum saman enda hefur það lítið sem ekkert verið gert fram að þessu. Þetta er stór óplægð- ur akur.“ Hinn kaldi sjálfshúmor Morgunblaðið/Kristinn Framför „Fordómarnir eru ekki horfnir en mín tilfinning er sú að þetta komi allt með kalda vatn- inu,“ segir Eva Þórdís Ebene- zersdóttir þjóðfræðinemi við HÍ. „Ég skil ekki hvernig fyrirtæki geta farið í gegnum vottun án þess að vera með svona frábært kerfi eins og mannauðskerfið í Dynamics AX. Kerfið veitir okkur nauðsynlega yfirsýn yfir starfsmannahópinn og allar upplýsingar um starfsmenn eru mjög aðgengilegar. Við notum kerfið meðal annars við greiningar og til þess að halda utan um réttindi, menntun og þróunaráætlanir starfsmanna.“ Ragnhildur Vigfúsdóttir, deildarstjóri starfsþróunar hjá Landsvirkjun. Mannauðskerfi Microsoft Dynamics AX veitir þér nauðsynlega yfirsýn yfir mannauð fyrirtækisins Guðríðarstíg 2-4 / 113 Reykjavík / Sími 545 1000 / www.hugurax.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.