Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 54
54 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Grettir
ÉG OG LÍSA ÆTLUM AÐ FARA
SAMAN Í BÍÓ Á FÖSTUDAGINN
VIÐ ÆTLUM AÐ FARA Á
STELPUMYND, EN MÉR ER
ALVEG SAMA
SVO
ÞETTA ER
ÁST...
Kalvin & Hobbes
PABBI,
ERU KOLIN
HEIT?
JÁ, ÉG ER VIÐ ÞAÐ AÐ
SETJA HAMBORGARANA
Á GRILLIÐ
ÉG Á LEIÐINLEGASTA
PABBA Í HEIMI!
ÁÐUR EN ÞÚ SETUR ÞÁ
Á, VILTU EKKI HELLA
SMÁ BENSÍNI Á GRILLIÐ
TIL AÐ BÚA TIL STÓRAN
ELDBOLTA?
Kalvin & Hobbes
ÞESSAR
KAFARA-
GRÍMUR GERA
OKKUR KLEIFT
AÐ KAFA
ENDALAUST
ÍMYNDAÐU
ÞÉR ALLA
FISKANA
SEM VIÐ
MUNUM SJÁ
OG ALLAR SKELJARNAR
DRÍFUM
OKKUR!
ÞETTA ERU NÚ MEIRI
VONBRIGÐIN
Kalvin & Hobbes
GERI
ÞAÐ
SAMKVÆMT UPP-
SKRIFTINNI ÆTTU AÐ
VERÐA ÚR ÞESSU 20
PÖNNUKÖKUR
ÞAÐ ER ALLT OF
MIKIL FYRIRHÖFN
VIÐ BÚUM BARA
TIL EINA STÓRA!
BÆTTU SVO
VIÐ EGGJUM
ÞAÐ ER EITT GOTT
VIÐ ÞAÐ AÐ VERA FASTUR
Á EYÐIEYJU HVAÐER
ÞAÐ?
ÉG SLEPP VIÐ GRÁA
FIÐRINGINN HEIMA
HJÁ MÉR
Hrólfur hræðilegi
Æ, NEI!
MAMMA ER AÐ
HORFA!
Gæsamamma og Grímur
Ferdinand
EKKI er amalegt að skokka í fögru umhverfi Vífilsstaðavatns svo ekki sé
minnst á að fá milt og gott veður í bónus eins og verið hefur í höfuðborg-
inni að undanförnu. Eftir gott skokk er nauðsynlegt að teygja og toga heita
vöðvana, eins og þessi kona gerir á myndinni.
Morgunblaðið/Heiddi
Skokkað í fallegu umhverfi
Saga
NÚ ER að líða að
kosningum. Stjórn-
málamenn ljúga öllu,
fimm mínútum fyrir
bankahrunið sögðu
þeir sem stjórnuðu Ís-
landi að við værum
ríkust og best í heimi.
Þeir vita ekki hvað
siðferði er. Bjóðast til
að pakka öllum inn í
dúnsæng ef við bara
kjósum þá. Spilltir.
Spilltur, spilltari,
því meiri spilling því
betra. Hvernig væri
að Íslendingar fengju
alþjóðlegan dómstól til að skoða
og rétta yfir verkum íslenskra
stjórnmálamanna undanfarin ár?
Spilltir.
Núna sitja þeir á feitum röss-
unum með ofurlaunin og ræða
skattahækkun á lágtekjufólkið.
Þeir minnast ekki einu orði á of-
urlaun sín, sem tekin eru að mest-
um hluta af lágtekjufólkinu. Á
meðan situr alvöru fólkið í skulda-
fangelsi heima hjá sér og allt að
því sveltur.
Hvers konar spilling stjórnar
Íslandi?
Einkavinavæddu Sjálfstæð-
isflokkurinn og Framsóknarflokk-
urinn allt heila klappið. Skiptu
þeir á milli sín bönkunum og sjáv-
arútveginum. Í sjávarútveginum
eru ca. 30.000 þúsund störf ef allt
er eðlilegt. Einkavinavæddi Davíð
Oddsson dómstólana þegar hann
réð marga vini sína í Hæstarétt og
aðra í aðra dómstóla á Íslandi.
Hver á Ísland? Verður Hæstirétt-
ur einhvern tímann trúverðugur
eftir þetta? Það er ekkert tján-
ingar- og atvinnufrelsi eftir á Ís-
landi. Spilltur, spilltari spilltastur.
Það er öllum stjórnmálaflokkum
um að kenna hvernig komið er fyr-
ir Íslendingum, það eru allir
stjórnmálamenn á Íslandi spilltir.
Hvar eru tíu þúsund milljarðarnir
sem haldið er að hafi horfið úr ís-
lenska hagkerfinu?
Útrásarvíkingarnir
sóuðu einhverju, en
hvar er restin af pen-
ingunum? Þeir kunna
ekki að skammast sín,
vegna þess að þeir
vita ekki hvað siðferði
er.
Jón H. Valsson.
Kæru landsmenn
ÉG ÆTLA að biðja
þá kjósendur, sem áð-
ur hafa styrkt Sjálf-
stæðisflokkinn, að
gera það aftur í
næstu kosningum.
Ég hef rekið mig á það í gegn-
um tíðina, bæði í atvinnu og kristi-
legu starfi, að ef eitthvað þarf að
gera þá gera sjálfstæðismenn það
vel. Það er mín reynsla.
Unnur Elíasardóttir.
Sýndarmennska
ÞAR sem flokkarnir eru búnir að
birta bókhald sitt, vil ég benda á
að ekki er allt rétt sem kemur
fram í bókhaldinu.
Af tilviljun var mér sýndur
tölvupóstur sem rataði nú ekki al-
veg rétta leið, þar sá ég að hjá
Samfylkingunni, sem var alveg bú-
in að hvítþvo sig, var ýmislegt sem
vantaði.
Rétt skal vera rétt.
Kjósandi.
Eyrnalokkur tapaðist
GULLEYRNALOKKUR með
hvítri perlu frá Flora Danica tap-
aðist um síðastliðin mánaðamót.
Líklegir staðir eru Laxakvísl, Ár-
skógar eða Akraland. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 588
4407 eða 869 4407.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Árskógar 4 | Handavinnusýning kl. 14-
17. Glæsilegir munir og veitingar í boði.
Myndlistasýning.
Bólstaðarhlíð 43 | Vorgleði 0́9 verður á
fimmtudaginn 14. maí. Uppl. í síma 535
2760.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur sunnudagskvöld kl. 20-23.30.
Danshljómsveitin Klassík leikur danslög
við allra hæfi. feb.is.
Félagsheimilið Gjábakki | Þriðjudaginn
21. apríl kl. 20 verður fræðsluerindi
Glóðar í Gjábakka. Sigríður Bjarnadóttir
segir frá fyrirlestri David Rodriguez og
Reginu Beeler á Kanaríeyjum í nóv. sl.
þar sem fjallað var um hreyfingu og áhrif
hennar á heilsu fólks. Veitingar að hætti
Glóðar.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ
| Skráning stendur yfir í ferðina á þriðju-
daginn 21. apríl. Lagt af stað kl. 13 frá
Hlaðhömrum, í lok ferðar verður farið í
kaffi í Kríunes veitingahús við Elliðavatn.
Skráning í síma 586 8014 kl. 13-16 og
692 0814.
Félagsstarf Gerðubergi | Miðvikud. 22.
apríl kl. 14 er „Vetur kvaddur“ í Breið-
holtskirkju. Fjölbreytt dagskrá m.a.
Kvennakórinn Senjórítur, sönghópur frá
Árskógum, nemendur Tónskóla Sig-
ursveins, upplestur, sigurvegarar í stóru
upplestarkeppni grunnskóla í hverfinu
og Gerðubergskórinn. Kaffiveitingar.
Hraunsel | Stjórn FEBH, hefur opna
skrifstofu í Hraunseli, mánudaga 13-15
og föstudaga 10-12. Félagar eru hvattir
til að líta við,
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár-
anum á mánud. kl. 10.40 og Balkan-
dansar í Kópavogsskóla kl. 17-18. Línu-
dans á þriðjud. í Kópavogsskóla kl. 14.30
byrj. og kl. 15.30 framh. hópur. Hring-
dansar á miðvikud. kl. 15-16. Uppl. í síma
564 1490, 554 5330 og 554 2780.
Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga frá Egils-
höll á morgun kl. 10.