Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Morgunblaðið/Ómar Samkvæmni? Fjármálaráðherra þarf að skera niður um tugi milljarða. Flokkur hans vill hvorki hrófla við velferðar- né menntamálum. K osningabaráttan er að koðna niður í leiðindi og karp um smáatriði. Æ fleiri hafa á tilfinningunni að hinum stóru spurn- ingum varðandi framtíð lands og þjóðar sé ósvarað af hálfu flokkanna, sem keppa um atkvæði okkar. Flokkarnir horfast ýmist ekki í augu við þann grafalvarlega vanda, sem þjóðin stendur frammi fyrir, eða þeir þori í raun ekki að segja þjóðinni hversu alvarleg staðan er og hversu róttækar aðgerðir geti þurft til að komast út úr henni. Hvernig á að loka gatinu? Stefna flokkanna í ríkisfjármálunum er líklega skýrasta dæmið um þetta. Tekjur ríkissjóðs hafa hrunið. Fyrirtæki, sem skiluðu miklum hagnaði, eru farin í gjaldþrot. Laun hafa lækkað og þúsundir manna misst vinnuna. Viðskipti og velta hafa minnkað. Á móti koma ný útgjöld; það þarf að endurfjármagna bankana, greiða at- vinnuleysisbætur, borga af erlendum lánum sem tekin hafa verið. Hvernig á að ná endum saman? Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórn- arinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarf lík- lega að lækka ríkisútgjöld um a.m.k. 35-55 millj- arða króna. Stjórnmálaflokkarnir virðast tiltölulega ónæmir fyrir alvarleika málsins. Það kemur til dæmis fram í litlu máli eins og því, að Alþingi samþykkti fyrir stuttu, með atkvæðum þingmanna stjórnarflokkanna gegn fáeinum mótatkvæðum sjálfstæðisþingmanna, lög um að fjölga þeim, sem þiggja listamannalaun. Um skynsemi þeirrar ráðstöfunar nægir að vitna til umsagnar fjármálaráðuneytisins um frum- varpið: „Ekki er gert ráð fyrir þessum auknu útgjöldum í fjárlögum ársins 2009 né í áætl- uðum útgjöldum næstu fjögur árin. Vegna mik- ils halla á ríkissjóði mun því þurfa að fjármagna útgjöldin með lántökum.“ Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er gerð enn ein atrennan að því að fá fram hvar og hvernig flokkarnir ætla að brúa bilið í ríkisfjár- málunum. Önundur Ragnarsson blaðamaður ræddi við formenn allra flokkanna. Og eins og hann segir sjálfur, er „ekki hægt að segja að neitt framboð hafi mjög mótaðar hugmyndir um hvar skurðarhnífurinn eigi að koma niður á end- anum.“ Sum svörin einkennast af óraunsæi. Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfing- arinnar, segir að semja verði upp á nýtt við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Svona mikill niður- skurður komi ekki til greina. „Við erum ekki reiðubúin að afsala okkur heilbrigðis- og menntakerfinu til að uppfylla skilyrði sem við ráðum ekki við,“ segir Herbert. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng og vill endursemja við gjaldeyrissjóðinn; telur hægt að skera niður um 5-6 milljarða í mennta-, velferðar- og heilbrigð- isþjónustu. Borgarahreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn munu svo væntanlega svara því fyrir kosningar hvernig eigi að fara að því að reka frábært mennta- og velferðarkerfi, sem tekjur ríkisins standa ekki undir og þjóðin hefur ekki efni á. Aðeins meira vit er í svörum formanna stjórnarflokkanna, sem sitja nú með alla ábyrgðina í fanginu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ekki sé hægt að láta útgjöld velferðarráðuneytanna ósnert. En hún vill brúa bilið að hluta með skattahækkunum. Sami tónn er í Steingrími J. Sigfússyni fjár- málaráðherra; hann vill hækka skattana, þótt hann vilji fara varlega í það. Enn hefur Stein- grímur – eða nokkur annar úr stjórnarliðinu – ekki fengizt til að útskýra hvernig eigi að ná inn verulegum skatttekjum án þess að það bitni á milli- og lágtekjufólki. Allt talið um að skatt- leggja hátekjufólk og stóreignamenn hljómar vel í eyrum sumra, en staðreyndin er sú að hóp- urinn hefur skroppið saman og nýir skattar á hann skila aðeins fáeinum milljörðum króna. Ef stjórnmálamenn vilja ná í verulegar tekjur með sköttum, verða þeir að leggja aukna skatta á alla þjóðina. Og þá eiga þeir líka að þora að segja það. Steingrímur J. segist vilja hagræða, sameina stofnanir og fleira af því tagi, en stefna flokks hans bendir ekki til að hann hafi leyfi til að hrófla við stóru útgjaldaliðunum í rekstri rík- isins. Þannig segir í landsfundarályktunum vinstri grænna að nauðsynlegt sé að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að „milda þær að- gerðir sem fara þarf í til að draga úr ríkishalla á næstu árum.“ Flokkurinn vill fara varlega í að fækka störfum hjá hinu opinbera, verja fé- lagslega kerfið eins og kostur er og tekur bein- línis fram að ekki eigi að draga úr fjárveitingum til menntunar. Í ályktunum VG úir síðan og grú- ir af alls konar tillögum um bráðnauðsynleg aukin ríkisútgjöld, t.d. hærri námslán, hærri vaxtabætur, húsaleigubætur og þannig mætti áfram telja. Þetta er algjörlega galin stefna við núverandi aðstæður og má undrun sæta að 28% þjóðarinnar telji sig skrifa upp á hana, sam- kvæmt skoðanakönnunum. Mesta raunsæisglætan í ríkisfjármálunum er í svörum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem nefnir beinlínis stóru útgjaldaráðuneytin tvö, menntamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, þegar hann er spurður hvar skera eigi niður. Árangur næst ekki í rík- isfjármálunum nema taka á þessum málaflokk- um, hversu sársaukafullt sem það kann að verða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, byrjar hins vegar á öfugum enda þegar hann segist treysta sér til að skilgreina hvar eigi ekki að skera niður, áður en hann tilgreini hvar sé hægt að spara. Sérstaklega af hálfu stjórnarflokkanna, sem hafa heitið því að starfa áfram saman eftir kosn- ingar og gætu haft til þess þingstyrk sam- kvæmt skoðanakönnunum, er ábyrgðarlaust og óheiðarlegt gagnvart kjósendum að gefa ekki skýr svör um ríkisfjármálin. Það er rétt af leið- togum flokkanna, sem allir svara því til að for- gangsraða þurfi í þágu velferðarmálanna, að vilja þannig verja þá sem minnst mega sín. En það er ekki ærlegt að gefa fólki í skyn, að við munum búa hér við óbreytt velferðarkerfi. Staðreyndin er sú, að velferðarútgjöldin hafa þanizt út í góðærinu – um u.þ.b. 32% á mann undanfarin 10 ár – og við höfum ekki lengur efni á þeim. Ein aðferðin til að spara í ríkisrekstr- inum er að skoða ný ríkisútgjöld, nýjar rík- isstofnanir og ný verkefni, sem komið hafa til undanfarin 10 ár, og meta án hvers af þessu við getum verið. Hefðu stjórnmálamennirnir sam- þykkt öll þessi útgjöld ef þeir hefðu vitað að skatttekjurnar myndu hrynja á árinu 2008? Hefði slíkt ekki verið álitið fullkomið ábyrgð- arleysi, sem stefndi þjóðinni í voða? Peningastefna í lausu lofti Annað stórmál, sem hangir í lausu lofti fyrir kosningarnar, er framtíð gjaldmiðilsins og pen- ingastefnunnar. Það blasir við öllum, sem vilja sjá það, að krónan er ónýtur gjaldmiðill. Án not- hæfrar myntar mun íslenzkt efnahagslíf aldrei rétta úr kútnum. Samt hefur meirihluti stjórn- málaflokkanna í raun enga stefnu út úr þessum ógöngum. Þetta sýnir sig glögglega í skýrslu Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í gær, föstudag. Þar eru kostirnir við upp- töku evru hér á landi dregnir skýrt fram. Og jafnframt leitt skýrt í ljós að hvorki einhliða upptaka evru né tvíhliða samkomulag við Evr- ópusambandið um gjaldmiðilssamstarf eru fær- ar leiðir. Hvaða ályktanir draga flokkarnir af því? Samfylkingin, ásamt Alþýðusambandinu, þrennum af aðildarsamtökum Samtaka atvinnu- lífsins og Viðskiptaráði, vill stefna að aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru. Einhvern tímann hefði þótt saga til næsta bæjar að Við- skiptaráð og Samfylkingin væru sammála í jafn- stóru máli. En kannski hefði verið vænlegra til árangurs að Samfylkingin næði sameiginlegri niðurstöðu með hinum stjórnarflokknum um það hvert bæri að stefna í gjaldmiðilsmálunum. Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn tyggja upp landsfundarályktanir í sérálitum sínum; Framsókn vill aðildarviðræður við ESB, en með svo ströngum skilyrðum að vandséð er að þær leiði til nokkurrar niðurstöðu. VG heldur fast við sitt; telur Íslandi bezt borgið utan ESB og býður enga lausn í gjaldmiðilsmálunum. Sjálfstæðisflokkurinn kemur hins vegar með nýtt útspil. Hann vill samstarf við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn um að Ísland fái að taka upp evru. Rökstuðningurinn fyrir því er eftirfarandi: „Helsti kostur þess að taka upp nánara sam- starf við Evrópusambandið er að mati flestra sá efnahagslegi stöðugleiki er fælist í að geta tekið upp hinn sameiginlega gjaldmiðil Evrópusam- bandsins, evruna. Evrópusambandið hefur hins vegar ekki verið til viðræðu til þessa um að önn- ur ríki taki upp evru án fullrar aðildar að sam- bandinu. Sú staða virðist hins vegar vera að breytast. Í nýlegri skýrslu á vegum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins er hvatt til að Evrópusambandið slaki verulega á þeim skilyrðum sem sett eru fyrir evruaðild þannig að ríki í Mið- og Austur- Evrópu geti tekið upp evru í stað núverandi gjaldmiðla.“ Hvaða heimildir ætli fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í Evrópunefndinni hafi fyrir því að afstaða ESB til evruupptöku ríkja utan sam- bandsins sé að breytast? Hinn 6. apríl birti Fin- ancial Times eina frétt um skýrslu IMF (sem talsmenn sjóðsins neita reyndar að tjá sig um). Samkvæmt fréttinni leggur sjóðurinn til að slakað verði á skilyrðum fyrir upptöku evr- unnar gagnvart ríkjum, sem þegar eru gengin í Evrópusambandið. Þar kemur ekkert fram um breytta afstöðu ESB gagnvart evruupptöku ríkja utan sambandsins. Og raunar kemur skýrt fram í fréttinni að evruríkin og Seðlabanki Evr- ópu séu á móti því að slaka þannig á kröfum gagnvart aðildarríkjum ESB í Austur-Evrópu. Sérálit sjálfstæðismanna virðist því reist á hæpnum forsendum. Það athyglisverðasta við það er að með því viðurkennir Sjálfstæðisflokk- urinn að krónan dugi ekki og Ísland þurfi evru. Hvað gerist þá eftir að látið verður á það reyna hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti hjálpað okkur að fá evruna án þess að ganga í ESB? Ef það gengur ekki, hvaða ályktun ætla sjálfstæð- ismenn að draga af því? Að krónan verði að duga? Eða að eina leiðin til að fá nothæfan gjaldmiðil sé að ganga í Evrópusambandið? Af hverju geta menn ekki horfzt í augu við stað- reyndir í stað þess að reyna að kaupa sér tíma með því að skálda einhvern gerviraunveruleika í utanríkismálum? Hvernig á að semja? Fleiri stórmál eru lítið til umræðu fyrir kosn- ingarnar. Það ber til dæmis furðulítið á um- ræðum um það hvernig eigi að ljúka samn- ingum við annars vegar Bretland og Holland um Icesave-skuldirnar og hins vegar við er- lenda kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna. Lyktir þessara viðræðna eru algjört lykilatriði, eigi að takast að endurreisa lánstraust Íslands erlendis og lagfæra þann skaða, sem banka- hrunið hefur valdið á orðspori landsins. Getur verið að allir stjórnmálaflokkarnir séu hræddir við lýðskrumara, sem hvetja til þess að Ísland setji sig á háan hest, neiti að standa við alþjóð- legar skuldbindingar og reyni að koma sem allra mestu af skaðanum af bankahruninu yfir á erlendar fjármálastofnanir og fjárfesta? Slíkur belgingur er aðeins fallinn til eins: Að Ísland fái hvorki erlend lán né erlent áhættufé næstu ára- tugina. Og þá er úti um endurreisn hagkerf- isins. Hreinskilin svör Ísland þarf ekki á stjórnmálamönnum að halda, sem neita að horfast í staðreyndir og við- urkenna vandann. Og því síður að þeir segi ekki almenningi frá því hversu illa er komið fyrir landinu og hversu miklar fórnir getur þurft að færa til að koma því aftur á fæturna. Í síðustu vikunni fyrir kosningar er kominn tími til að menn gefi hreinskilin svör. Stjórnmálamenn- irnir þurfa að sýna bæði raunsæi og pólitískt hugrekki til að segja fólki eins og er. Skortur á raunsæi og pólitísku hugrekki Reykjavíkurbréf 180409
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.