Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 20
20 Hönnun
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Á
sdís Jóelsdóttir hefur nýverið sent
frá sér bókina Saga fatagerðar og
fatahönnunar á Íslandi frá lokum
19. aldar til byrjunar 21. aldar en
hún er framhaldsskólakennari og
jafnframt höfundur bókarinnar Tíska aldanna
sem Mál og menning gaf út árið 2005. Nýja bók-
in er eins og nafnið gefur til kynna yfirgrips-
mikil en á meðal þess sem Ásdís gerir að um-
fjöllunarefni sínu er upphaf dúka- og
fataframleiðslu, fataverksmiðjur SÍS á Ak-
ureyri og Álafoss, stríðsárin, kreppan og inn-
gangan í EFTA og áhrif hennar. Sérstaklega er
fjallað um upphaf fatahönnunar í tengslum við
iðnframleiðslu og hinn mikla fataútflutning á ár-
unum 1970-1990.
Auk þess er farið inn á þróun menntunar á
sviði fatagerðar og fatahönnunar, heimilis- og
listiðnað, tískusýningar og kaupstefnur. Hún
lætur ekki hjá líða að fjalla um samtímann en í
seinni hluta bókarinnar er fjallað um stöðu og
útrás fatahönnunar á síðustu árum og safngildi
greinarinnar.
Bókin er byggð á meistararitgerð höfundar
en Ásdís lauk meistaranámi í mennta- og menn-
ingarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst í fyrra.
Höfundurinn segir fatagerð og fatahönnun mik-
ilvægan hluta menningarsögu þjóðarinnar og
vonar hún að innihald bókarinnar örvi til frekari
rannsókna á því sviði hér á landi.
Fatagerðin sjálf
Ásdís tók eftir því strax þegar hún útskrif-
aðist úr BA-námi sem fata- og textílkennari frá
Háskólanum í Gautaborg árið 1986 að það var
ekkert að ráði til um sögu fatnaðar á Íslandi.
„Þetta hefur spunnist út frá áhuga mínum á
menningarsögu og líka kennslunni. Sem kenn-
ari þarf maður að kryfja málin og geta staðið
fyrir svörum,“ segir hún. Þegar hún skrifaði
Tísku aldanna var vestræn saga í forgrunni og
fór hún þá að velta fyrir sér hvað hefði verið í
gangi hér á Íslandi á sama tíma. „Það hafði ver-
ið skrifað eitthvað um þjóðbúningana og fyrri
tíma sögu,“ útskýrir hún en heildaryfirlit yfir
þessa menningarsögu okkar var ekki til. „Ég
eyði samt ekki miklu plássi í bókinni í þjóðbún-
ingana heldur vildi ég heldur leggja áherslu á
fatagerðina sjálfa og aðdragandann að því að
þetta verður útflutningsgrein. Fatahönnunin
fylgir í kjölfarið. Ég kafa kannski ekki mjög
djúpt en næ yfirsýn,“ segir hún en bókin er alls
246 síður og ágætlega myndskreytt.
Hún segir mikla vinnu liggja að baki upplýs-
ingaöfluninni fyrir bókina. „Þessar upplýsingar
lágu ekkert á lausu. Þetta eru mikið til frum-
heimildir.“
Átti þessi saga á hættu að glatast?
„Já það má segja það. Það var ekki auðvelt að
finna heimildir og mikið hefur glatast.“
Í heimildavinnunni skoðaði Ásdís dagblöðin
og notaði auglýsingar til að staðfesta upplýs-
ingar, auk þess að taka viðtöl. „Það var mikið
auglýst á ákveðnu tímabili en síðan þegar út-
flutningurinn var kominn á ákveðinn stall var
farið í bæklingagerð og þeir lágu ekkert á
lausu,“ segir höfundurinn sem vill líka hvetja til
samtímasöfnunar á fatnaði og er ánægð með að
það sé kominn vísir að slíkri söfnun í Hönn-
unarsafni Íslands.
Mikil áhersla á útflutning
Hvað kom þér mest á óvart í rannsóknarvinn-
unni?
„Það kom mér á óvart hvað Íslendingar lögðu
mikið á sig við að koma útflutningnum í gang,“
segir hún og er að tala um árin í kringum 1970
um og eftir að Ísland gekk í EFTA. „Það var
gert ótrúlegt átak í til dæmis framleiðsluþróun
og menntun starfsfólks.“ Áttundi áratugurinn
er að mörgu leyti í uppáhaldi hjá henni af þeim
tímabilum sem tekin eru fyrir í bókinni. „Mér
þykir vænt um fyrstu skref Íslendinga í EFTA
og hvað það var unnið mikið með þetta þjóðlega
í hönnun fatnaðar til útflutnings. Að sama skapi
er sorglegt hvað mörg fyrirtæki, sem fram-
leiddu fyrir innanlandsmarkað fóru illa á þess-
um frjálsa innflutningi í kjölfar inngöngunnar í
EFTA,“ útskýrir hún. „Ég vildi gjarnan að
framleiðslu á mokkafatnaði hefði verið haldið
við með einhverjum hætti,“ segir hún og leggur
áherslu á að á þessum tíma hafi verið unnið með
hið einfalda, þjóðlega, klassíska og listræna. „Á
sama tíma og Íslendingar voru að fara af stað
með útflutninginn var listiðnaðurinn öflugur.
Konur voru að handprjóna kjóla og handvefa
efni. Í bókinni skoða ég til dæmis hvernig
menntun, listiðnaður og útflutningur vinna sam-
an á hverjum tíma.“
En skyldi hún sjá fyrir sér að íslensk fata-
framleiðsla aukist á ný í yfirstandandi kreppu
og útflutningur með?
„Það er ekkert því til fyrirstöðu ef við bjóðum
upp á hreina, náttúrulega og þjóðlega afurð.
Þjóðlegi þátturinn gaf útflutningnum byr undir
báða vængi áður fyrr. Ef við viljum vera al-
þjóðleg þá þurfum við líka að vera þjóðleg, þetta
verður að fylgjast að,“ segir Ásdís og bendir á
að ullin hafi notið vaxandi vinsælda í olíu-
kreppunni á áttunda áratugnum. „Þá fór fólk að
líta frekar til náttúruvænna hluta og afneita
gerviefnum. Þeir sem starfa við fatahönnun og í
fataiðnaði hljóta að sjá einhver sóknarfæri í út-
flutningi, ekki síst við í tengslum við lífræna og
umhverfisvæna afurð og framleiðslu. Tísku-
heimurinn er farinn að beina athygli sinni enn
meira að þeim þætti og það er til fólk sem er
tilbúið til að borga fyrir slík gæði.“
Hugsað um ræturnar
Hún segir þurfa teymi til að koma vörunni á
framfæri. „Þetta er spurning um mikla verk-
kunnáttu og að menntunin sé til staðar. Það eru
allir mikilvægir í keðjunni, tækni- og við-
skiptafólkið auk hönnuðanna. Það er stutt á
milli hönnunar og viðskipta. Hönnuðurinn er
listamaður en verður einnig að kunna á við-
skiptahliðina og að geta unnið með fólki úr ýms-
um áttum. Þetta er stórt teymi.“
Hún segir að íslenskir hönnuðir hafi í gegn-
um tíðina reynt að halda í tenginguna við þetta
þjóðlega með einhverjum hætti. „Maður verður
aldrei sannur hönnuður nema að hugsa um ræt-
ur sínar. Það er kannski þess vegna sem ég er
að skrifa þessa bók? Ungt fólk þekkir ekki
þessa miklu textílsögu sem við eigum. Fram-
leiðslan sem var hérna var á heimsmælikvarða
og ótrúlega yfirgripsmikil.“
Hvert finnst Ásdísi tíska á Íslandi stefna?
„Tíska og hönnun eru án landamæra og
hönnuðir eru nú mjög meðvitaðir um markaðinn
og sífellt að þróa vöruna frekar. Áður fyrr voru
þetta stórfyrirtæki sem voru að hasla sér völl
erlendis en í dag getur einstaklingurinn gert
ansi mikið en það krefst stuðnings og samvinnu
samfélagsins í kringum hönnun og tísku. Það
eru margir möguleikar í stöðunni eins og hún er
í dag.“
Áhuginn að aukast
Sjálf fékk Ásdís áhuga á fatahönnun á tán-
ingsaldri, handverkið kom fyrst, tískuáhuginn
síðar. „Tískuáhuginn sjálfur kom á níunda ára-
tugnum þegar það var mikil uppsveifla í tísku-
heiminum enda starfaði ég þá mikið við hönnun,
kennslu og útgáfu og var meðal annars aðstoð-
arritstjóri Nýs af nálinni sem Vaka-Helgafell
gaf út.“
Ásdís kennir við Fjölbrautaskólann í Garða-
bæ og er þegar byrjuð að nota bókina við
kennslu en hún hefur í fjölda ára kennt fata- og
textílhönnunargreinar ásamt menningar- og
hönnunarsögu á framhaldsskólastigi. Einnig
hefur Ásdís unnið fyrir menntamálaráðuneytið
við gerð námskráa fyrir listnám og fataiðn-
greinar auk þess að vera höfundur skýrslu fyrir
sama ráðuneyti um stöðu hönnunar- og hand-
verksgreina varðandi menntun, störf og fram-
tíðarsýn.
Við kennsluna hefur hún orðið vör við áhuga
ungs fólks á þessari ríkulegu menningarsögu
sem nú er rakin í bókinni. „Ég vinn mikið með
ungu fólki og skynja áhugann á þessari fortíð.
Ég hefði ekki skrifað bókina nema ég hefði orð-
ið vör við þessa forvitni.“
Reykvískt Tískuteikning með Austurvöll í
bakgrunni, úr Tízkublaðinu Clip frá árinu
1951.
Árið 1970 Fyrirsætan er Pálína Jónmunds-
dóttir en fatnaðurinn er frá Álafossi.
Þjóðlegt Fatnaður með handgerðu og þjóð-
legu ívafi þótti álitlegur til útflutnings.
Gæruskinn Glæsilegar mokkaflíkur úr ís-
lenskum skinnum frá Sambandsverksmiðj-
unum á Akureyri.
Þjóðleg til að vera alþjóðleg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundurinn Ásdís Jóelsdóttir segir að þeir sem starfi í fataiðnaði hljóti að sjá einhver sókn-
arfæri í útflutningi um þessar mundir.
‘‘ÞAÐ VAR EKKI AUÐVELT AÐFINNA HEIMILDIR OG MIKIÐHEFUR GLATAST.
Menningararfur þjóðarinn-
ar er Ásdísi Jóelsdóttur
hugleikinn, ekki síst allt sem
tengist fatagerð og fata-
hönnun. Hún hefur sent frá
sér yfirgripsmikið rit um
þennan heldur vanrækta
kima íslenskrar sögu.