Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Í Bandaríkjunum eru margir öku- menn með sérstaka áletrun á öku- skírteini sínu, þar sem segir að þeir séu reiðubúnir að gefa líffæri, slasist þeir svo alvarlega að lífi þeirra verði ekki bjargað. Hins veg- ar hafa færri samþykkt slíka áletr- un á skírteini sín en búist var við. Talið er að þá tregðu megi rekja til þess, að fólk þekki ekki það ferli sem fer í gang við líffæragjafir. Það óttist að læknar leggi sig ekki alla fram um að bjarga því, ef þeir sjái fram á að líffærin geti nýst öðrum sjúklingum. Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði um þetta mál á fimmtudag. Þar segir, að 38% bandarískra ökumanna hafi skráð sig sem líffæragjafa. Það þykir þar- lendum lítið. Samtök, sem vinna að því að fá fólk til að gefa líffæri, ákváðu að kanna hverju sætti. Í könnun samtakanna kom fram að 23% aðspurðra óttuðust að vera ekki nógu hraust til að gefa líffæri, eða að þau væru of gömul til að líffæri þeirra nýttust. 50% höfðu áhyggjur af afstöðu lækna, þ.e. að þeir myndu síður reyna allar mögulegar leiðir til að bjarga lífi þeirra ef þeir vissu að líffærin gætu nýst öðrum. 44% kváðust telja að hægt væri að kaupa og selja líffæri á svörtum markaði og hafa þá kannski óttast að slík yrðu örlög líffæra þeirra. 57% voru ekki viss um nema slasaður einstaklingur gæti vaknað aftur til lífsins, þótt læknar hefðu úrskurðað hann heiladauðan. Ranghugmyndir úr fjölmiðlum Talsmaður samtakanna, Sara Pace Jones, sagði í samtali við New York Times að hún óttaðist að fólk hefði ýmsar ranghugmyndir sínar um líffæragjafir úr fjöl- miðlum. „Ótta fólks er við haldið af átakanlegum sjónvarpsþáttum sem þurfa að rekja heila sögu á einni klukkustund eða skemmri tíma. Þá er ekki svigrúm til að sýna allt ferl- ið við líffæragjafir á réttan hátt,“ sagði hún. „Ég hef oft séð þætti þar sem sami læknirinn sinnir sjúk- lingi þegar hann kemur á sjúkra- húsið, sér um skurðaðgerðina, lýsir hann látinn, kannar lista yfir vænt- anlega líffæraþega, tekur líffæri úr hinum látna og kemur því fyrir í líf- færaþeganum. Þannig gerist þetta ekki í raunveruleikanum. Læknirinn sem reynir að bjarga lífi hins slas- aða er ekki hinn sami og sér um líffæraflutningana.“ Hún segir að fólk þurfi að skilja nákvæmlega hvernig líffæraflutn- ingar fari fram, til að uppræta ótta þess við að læknar muni ekki leggja sig alla fram við að bjarga lífi þess. Fjölmargir geri sér ekki grein fyrir að samtök, sem halda utan um lista yfir líffæragjafa og -þega og samræma líffæragjafir, séu ótengd sjúkrahúsunum. Skortir á skilning á líffæragjöfum , ,magnar upp daginn annað er bara ruglLáttu fagmenn sjá um rafmagnið hjá þér P & Ó / po.is Frambjóðendur á faraldsfæti GÖNGUM HREINT TIL VERKS Kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins á eftirtöldum stöðum eru opnar alla virka daga frá klukkan 16 - 22 og um helgar frá klukkan 10 - 17. » Norðurbakka 1a í Hafnarfirði » Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi » Garðatorgi 7 í Garðabæ » Háholti 23 í Mosfellsbæ SJÁLFSTÆÐISMENN Í SUÐVESTURKJÖRDÆMI » WWW.XD.IS ÁLFTANES » GARÐABÆR » HAFNARFJÖRÐUR » KJÓS » KÓPAVOGUR » MOSFELLSBÆR » SELTJARNARNES Hlökkum til að sjá þig! Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eru á ferð og flugi um helgina og verða viðstaddir eftirfarandi viðburði: Laugardagurinn 18. apríl Morgunverðarspjall á Seltjarnarnesi, Austurströnd 3, kl. 10.00 Hádegisverðarspjall í Garðabæ, Garðatorgi 7, kl. 12.00 Kaffispjall í Hafnarfirði, Norðurbakka 1a, kl. 14.00 Kaffispjall á Álftanesi, Haukshúsum, kl. 15.30 Sunnudagurinn 19. apríl Hádegisverðarspjall í Kópavogi, Dalvegi 18, kl. 12.00 Kaffispjall í Mosfellsbæ, Háholti 23, kl. 14.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.