Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 24
24 Samfélagsmál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Eftir Sigurð Ólafsson sigurdurolafsson@gmail.com E kki þarf að tíunda fyrir nokkrum Íslendingi að sú efnahagskreppa sem dunið hefur á heimsbyggðinni að undanförnu hefur víðtækar efna- hagslegar og samfélagslegar afleið- ingar. Færri hafa ef til vill leitt hug- ann að því að kreppan kann ekki bara að hrófla við efnahag og sam- félagsstöðu fólks, heldur er talað um raunverulega hættu á því að hún ógni öryggi einstakra ríkja og þjóða. Á það hefur til dæmis Dennis C. Blair, nýráðinn yfirmaður leyniþjón- ustukerfa Bandaríkjanna, bent. Hann hélt því þannig fram fyrir fá- einum vikum að hryðjuverkaógnin hefði vikið í bili sem helsta vá sem steðjaði að bandarísku þjóðinni. Í stað hennar var efnahagskreppan sjálf orðin aðalhættan. Hann minnti þar á stórar kreppur fyrri tíma sem leiddu af sér óstöðugleika og upp- gang ofbeldisfullra öfgastefna. Einnig vísaði hann til ástandsins í mörgum fátækari löndum heimsins sem ekki hafa burði til að takast á við þá krísu sem kann að koma upp þegar að ríkissjóðirnir tæmast hver eftir annan. Fleiri hafa talað á sömu nótum og minnt á að efnahags- kreppan geti sýnt okkur hversu við- kvæm staða lýðræðis og borg- aralegra réttinda getur verið þegar að órói ríkir á einhverju sviði. Lýðræði á róstusömum tímum Alþjóðasamtökin IDEA, Institute for Democracy and Electoral Assist- ance, eru með höfuðstöðvar í Stokk- hólmi. Þau einbeita sér að málefnum tengdum lýðræðisvæðingu og átök- um. IDEA hefur því reynslu af því að greina og takast á við þær hættur sem steðja að lýðræðinu á róstusöm- um tímum. Þar starfar Santiago Vil- laveces, kólumbískur sérfræðingur í öryggisþáttum lýðræðisvæðingar. Villaveces hefur komið víða við í störfum sínum og rannsóknum um heim allan en undanfarið hefur hann beint sjónum sínum nokkuð að Nep- al og verkefnum sem IDEA hefur verið trúað fyrir þar. Þegar ég hitti Villaveces í Stokk- hólmi fyrir skemmstu bið ég hann að leggja mat á þá stöðu sem kreppan kann að leiða til í ríkjum þar sem lýðræðið stendur höllum fæti. Hann segir að grundvallaratriði hjá hverj- um valdhafa sé að hafa stjórn á ör- yggisþáttum sinnar lögsögu: „Þeir sem vilja átta sig á því hversu langt lýðræðisþróun er í raun komin í ríkj- um sem eru á þeirri vegferð ættu að skoða öryggisþáttinn sérstaklega. Lýðræðisvæðing öryggisþáttarins og stofnanaskipan þess málaflokks gefur þar mjög sterkar vísbendingar um raunverulega heildarstöðu. Það er mjög algengt að þar haldist lengi við einræðiskennd skipan og starfs- aðferðir. Aðilar þar innanborðs eru þannig oft síðastir til að sleppa tak- inu á gamla tímanum í baráttunni við lýðræðislegar leikreglur.“ Villaveces segir að IDEA reyni að beita samráði í aðgerðum sínum við að stofnanavæða öryggisþáttinn í löndum þar sem aðstoðar er óskað við að þróa lýðræðislega skipan. Það er ný nálgun fyrir lönd eins og Nep- al þar sem að ofbeldi hefur verið undirstaða valds í stað laga og rétt- ar. Breytingar í slíkum tilvikum taki langan tíma enda er um leið verið að innleiða nýtt hugarfar og stjórn- málasiði auk þess sem takast þarf á við aðila sem sjá sér hag í að halda einræðistilburðunum við. Þegar Villaveces er beðinn um að meta áhrif efnahagskreppunnar á stöðu lýðræðis í mörgum hinna veiku lýðræðisríkja heimsins þá nefnir hann enn og aftur örygg- isþáttinn. Hann talar um að áhrifin gætu orðið mun verri en þau virðast á yfirborðinu: „Fólk verður vart við aukið atvinnuleysi og breiðara bil milli ríkra og fátækra. En það sem líka gerist í ríkjum þar sem lýðræði á undir högg að sækja er að þar get- ur orðið afturhvarf til aðferðafræði einræðisins og herforingjastjórnar. Litið er á samfélagslegan óróa og óánægju sem ógn við stjórn lands- ins. Þess vegna er öryggisstofn- unum samfélagsins, t.d. lögreglu og her, þá beitt á einræðiskenndan hátt til þess að slá skjaldborg um stjórn landsins. Þetta er gert í stað þess að taka mark á áhyggjum fólks. Bregð- ast síðan við ástandinu með því að búa til friðsamlegt andrúmsloft þar sem að fólki er gert kleift að mót- mæla, koma skoðunum sínum á framfæri og leita leiða til sátta.“ Lýðræðinu misbeitt Villaveces segir að það sé mis- djúpt á því að stjórnvöld detti aftur í far einræðis þegar þau reyna að beita skjótvirkum og áhrifaríkum aðgerðum gegn efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum krepp- unnar: „Þar spila inn í þættir eins og hversu sterk lýðræðismenning er í einstökum löndum, hvernig sam- bandi borgara og stjórnvalda er háttað og svo framvegis.“ Hann nefnir Venesúela sem dæmi og nýlegar hertökur forsetans Hugo Chavez á lykilhöfnum landsins: „Að- gerðir Chavez eru skýrt dæmi um hvernig tekið er á samfélagslegum óróa í veikum lýðræðisríkjum. Brugðist er við óróa sem tengist fall- andi olíuverði og auknum fjárhags- vanda með hernaðaraðferðum í stað lýðræðislegra aðgerða. Stjórn- unarhættir manna eins og Chavez eru varasamir vegna þess að þeir notast við grundvallaraðferðir lýð- ræðisins til þess að koma í fram- kvæmd aðgerðum sem bera vott af einræðisskipulagi. Þeir beita lýð- ræðiskerfinu til þess að auka völd sín og setja alla andstöðu fram sem eins konar drottinsvik. Í þessu skini sveigja þeir lagarammann, kosn- ingakerfi og stofnanir þjóðfélagsins sér í hag.“ Villaveces segir að þessi tegund valdamisnotkunar sé að ýmsu leyti verri heldur en ódulin einræð- isstjórn: „Þegar reynt er að beita lýðræðinu til þess að loka fyrir eðli- legar leikreglur þess grefur það undan lögmæti þeirra verkfæra sem notuð eru til þess að koma á og halda við stöðugum lýðræðisríkjum. Ég er hræddur um að slíkar aðgerðir muni aukast nú í efnahagskreppunni. Þá hættum við á að kreppan hafi ekki bara skelfilegar efnahagslegar af- leiðingar fyrir alþýðu fátækari landa. Lýðræðisleg gildi eins og lagalegur grundvöllur og borgaraleg réttindi gætu einnig orðið illa úti.“ Hann segist þó vona að ekki fari allt á versta veg. Til dæmis megi ímynda sér að kreppan verði til þess að einhverjir leiðtogar ríkja standi nú berskjaldaðir gagnvart áralangri óstjórn og verði stuggað úr emb- ættum sínum. Þá tekur hann dæmi frá Suður-Ameríku þar sem hann greinir ákveðna lýðræðisvæðingu á lægri stigum. Hins vegar segist hann ekki viss um að hún nái að þröngva sér upp eftir öllum valda- píramídanum. Litlar breytingar í Kólumbíu Talið berst að lokum að Kólumbíu, heimalandi Santiagos Villaveces. Kastljós umheimsins hefur beinst óvenju oft þangað á undanförnum misserum, sérstaklega í kjölfar æv- intýralegrar frelsunar stjórn- málakonunnar Ingrid Betancourt úr gíslingu FARC-skæruliðasamtak- anna síðasta sumar. Þar eru forseta- kosningar á næsta leiti. Villaveces segist ekki sjá nein merki um að þær boði markverðar breytingar: „Þrátt fyrir að Kólumbía sé lýð- ræðisríki gilda þar sömu lögmál og víða annars staðar þar sem rík hefð einræðiskenndra vinnubragða lúrir undir yfirborðinu, sérstaklega hjá öryggisstofnunum ríkisins. Uribe forseti mun sjálfsagt græða á því að geta sýnt fram á sýnilegar aðgerðir í stríði sínu við FARC og aðra hópa sem ógna þjóðaröryggi og al- mannaró. Kosningabarátta í Kól- umbíu er yfirleitt frekar barátta ein- staklinga í stað þess að tekist sé á um ólíka hugmyndafræði. Mótfram- bjóðendur forsetans eru ekki al- mennilega komnir fram þannig að það er erfitt að vita hvað gerist á þessu stigi. En hvort sem Uribe stýrir þjóðinni eða einhver annar þá er lítil von á meiri háttar stefnu- breytingum.“ Villaveces segist ekki gera lítið úr aðgerðum við að ráðast gegn FARC- skæruliðahreyfingunni og öðrum slíkum hópum í landinu. Þær að- gerðir gári þó bara yfirborðið. Vandamálið sé sú geigvænlega spill- ing sem gegnumsýri allt stjórnkerfið og þjóðlífið: „Það vandamál lendir í skugga hinnar æsilegu vopnuðu bar- áttu við skæruliðahópana. Spillingin er þó það sem einkum stendur í vegi þess að lýðræði sé stöndugt í Kól- umbíu. Þar eru skilin oft ógreinileg milli ólöglegra viðskipta og vopn- aðra hópa annars vegar og hins veg- ar kjörinna fulltrúa og embættis- manna á öllum stigum stjórnkerfisins.“ Það stóra vandamál verður þó ekki leyst nema með vilja og áhuga kjósenda: „Það örlar á honum nú en því miður einskorðast hann of mikið við fámenna menntastétt og ein- staka fjölmiðla. Annars staðar er áhuginn því miður takmarkaður. Við verðum því að bíða og sjá,“ segir Villaveces að skilnaði um leið og hann ítrekar að viðtalið byggist á persónulegum skoðunum hans frem- ur en stefnumörkun stofnunarinnar sem hann vinnur hjá. „Lýðræðið gæti orðið illa úti“ Ljósmynd/Sigurður Ólafsson Áhyggjur Santiago Villaveces, sérfræðingur í öryggisþáttum lýðræðisvæðingar, hefur áhyggjur af því hvernig lýðræði reiði af á krepputímum. Lýðræðisleg gildi, t.d. lagalegur grundvöllur og borgaraleg réttindi, geti orðið illa úti. Santiago Villaveces, kólumbískur sérfræð- ingur í öryggisþáttum lýðræðisvæðingar hjá alþjóðasamtökunum IDEA, segir efna- hagskreppuna geta leitt til afturhvarfs til aðferðafræði einræð- is og herforingja- stjórnar í ríkjum þar sem lýðræði á undir högg að sækja. www.eirberg.is • 569 3100 Stórhöfða 25 Ný sending af sundfatnaði komin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.