Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Leikstjórinn Woody Allen hefur
höfðað mál gegn bandaríska fata-
framleiðandanum American App-
arel, sem notaði myndir af honum í
auglýsingaherferð sinni. Hann fer
fram á 10 milljónir dala í bætur,
eða 1,275 milljónir króna. American
Apparel svarar fullum hálsi og seg-
ir af og frá að slíkar bætur verði
greiddar, enda geti fyrirtækið ekki
hafa skaðað mannorð Allens. Það
hafi hann gert sjálfur.
Myndir úr Annie Hall
American Apparel notaði myndir
af Allen á auglýsingaskilti í Holly-
wood og New York og á vefsíðu
sinni. Viku síðar voru myndirnar
fjarlægðar. Leikstjórinn, sem hefur
aldrei tekið í mál að auglýsa vörur
í Bandaríkjunum, segist aldrei hafa
veitt samþykki sitt fyrir mynd-
unum, sem voru m.a. teknar úr
kvikmynd hans, Annie Hall.
Málaferli vegna skaðabótakröf-
unnar hefjast 18. maí næstkom-
andi. American Apparel segir
Woody Allen ofmeta ímynd sína
stórkostlega. Talsmaður fyrirtæk-
isins segir að eftir sambandsslit
Allens og Miu Farrow, þegar upp
komst að Allen átti í ástarsam-
bandi við fósturdóttur Farrow, geti
ekki staðist að bandarísk fyrirtæki
vilji ólm fá hann til að auglýsa
vörur sínar og því hafi heimild-
arlausu auglýsingarnar ekki valdið
honum neinum skaða.
Fýsileg fyrirsæta?
Í fréttum af dómsmálinu kemur
hvergi fram af hverju American
Apparel fannst fýsilegt að hafa
leikstjórann, sem fyrirtækið telur
greinilega ærulausan, í sínum eigin
auglýsingum.
REUTERS
Bless! Kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen er oft hinn lukkulegasti, en ekki
þegar mynd af honum er notuð í óleyfi í auglýsingum fatafyrirtækis.
Ekki skaði ef mann-
orðið er slæmt?
Kona í Ohio var nýlega dæmd í 60
daga fangelsi fyrir að hafa sent
fjöldann allan af klámblöðum á heim-
ili nágrannakonu sinnar. Konurnar
höfðu átt í langvinnum deilum.
Konan er 47 ára gömul. Nágranna-
kona hennar hafði kært hana til lög-
reglu vegna einhvers smáræðis og
hún ákvað að hefna sín grimmilega.
Hefndin fólst í að skrá nágranna-
konuna sem áskrifanda að fjölda
klámtímarita.
Rukkuð um tugi þúsunda
Nágrannakonan vissi ekki hvaðan á
sig stóð veðrið þegar póstkassi henn-
ar fylltist af Playboy, Hustler og öðr-
um ónefndum tímaritum. Í kjölfarið
fylgdu rukkanir upp á tugi þúsunda
vegna áskriftarinnar.
Böndin bárust fljótlega að hefni-
gjörnu nágrannakonunni. Sú játaði á
sig brotið, en uppgötvaði svo sér til
mikillar skelfingar að ákæran hljóð-
aði upp á skjalafals, sem telst alvar-
legt afbrot. Hún var því dæmd í fang-
elsi.
Eiginmaður hennar furðar sig á
hörkunni og finnst ósanngjarnt að
frúin sitji í fangelsi vegna nágranna-
deilunnar.
Ólíklegt er að kærleiksblómin
spretti í götunni þegar frúin snýr aft-
ur að afplánun lokinni.
Í fangelsi vegna
klámtímarita
@
Fréttir
á SMS
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
9
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI FYRIR GISTIHEIMILI
!"
#
$ #
% &
'%(
" !!$
)* +,)-./01
+#
$
" 23 - 4 ' -
'%(
'
5-67589 :44 ;
#!
!!" #$$"$
% & '( 2
% +
(
<
-
% )) "" ' "*"" +,-
./
!! 01 #!'*!"$'2"! 3" 4 $53 6!"
;=
8"
(
-
)) 7
) 8*$! 90 4 !("
!"* 1 !!:!$
8# > - < 23 - 7
) 7 ) 2" 1 ;05$! !"3
7 ) / &0**
-'
" "
? :44 @44 A
% 75
B $C
'
D 5
5-67589 :44
#
!!
#
;E2F. 44G <,=
>