Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 26
26 Tíska
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
F
æreyska tískumerkið Guð-
run & Guðrun er eitt
þeirra sem tóku þátt í Nor-
ræna tískutvíæringnum.
Hægt var að líta þessa fær-
eysku hönnun augum í Norræna hús-
inu fyrr í vor en aðdáendur danskra
sjónvarpsþátta hafa líka séð peysu
frá Guðrun & Guðrun á aðalsögu-
hetju Forbrydelsen, sem fór varla úr
færeysku lopapeysunni sinni.
Tvær konur standa á bakvið tísku-
merkið, nöfnurnar Guðrun Ludvig
hönnuður og Guðrun Rogvadottir
framkvæmdastjóri. Þær vinna eftir
hugmynd sem þær kalla „slow cloth-
ing“, einhvers konar hæglát tíska.
Hugmyndin er byggð á „slow food“
sem hefur verið nefnt „rókostur“ á
íslensku. Samnefnd samtök voru
stofnuð til höfuðs skyndibitamenning-
unni og til verndar staðbundnum mat
og matreiðsluvenjum og þeim dýrum
og plöntum sem liggja þeim til
grundvallar. Sömu gildi eru að baki
Guðrun & Guðrun. Stór hluti fatn-
aðarins er handprjónaður og teng-
ingin við ræturnar í Færeyjum er
áberandi.
Guðrunarnar tvær segja það gott
að fara til meginlands Evrópu til
þess að fá hugmyndir og viðbrögð en
finnst það nauðsynlegt að fara aftur í
rólegt umhverfi eyjanna, þar
blómstri þær. Hönnuðurinn Guðrun
Ludvig vísar stundum til málshátt-
arins „Neyðin kennir naktri konu að
spinna.“ Hún segir að hún notist við
hefðbundin efni og innblástur vegna
þess að þessir hlutir umkringi hana.
Hún flýr ekki upprunann heldur not-
færir sér hann. Náttúran og sí-
breytilegt veður er innblástur hennar
vegna þess að borgarumhverfið er
ekki til staðar. Glamúrinn og glysið
er víðsfjarri.
Lífrænt, sjálfbært og ábyrgt
Ennfremur eru fötin úr lífrænu
efni. Vinsælustu peysurnar eru úr
100% ómeðhöndlaðri og ólitaðri fær-
eyskri ull. Lögð er áhersla á í mark-
aðsetningunni að færeyskar kindur
séu meira eða minna uppi á fjöllum
og éti þar gras, sem ekki er borið á.
Fötin eru sjálfbær því ullin og
mokkaskinnið sem notað er í vörur
G&G er af kindum sem ræktaðar eru
vegna kjötsins.
Reksturinn er samfélagslega
ábyrgur. Konur í Færeyjum og
ennþá stærri hópur í Jórdaníu hand-
prjónar fatnað fyrir fatamerkið. Guð-
runarnar ítreka að þær þekki hverja
einustu prjónakonu með nafni og að
þær þekki stefnu annarra birgðasala
sinna. Þeir eru allir frá löndum Evr-
ópusambandsins og fylgja siða- og
umhverfisreglum sambandsins.
Síðast en ekki síst leggja stöll-
urnar mikla áherslu á að þetta sé
færeyskt fatamerki og gera mikið úr
dulúð eyjanna. Þær eru greinilega
stoltar af Fjáreyjunum sínum og
gera mikið úr arfleifðinni og skapa
sér þannig sérstöðu.
Auk dömulínunnar Guðrun & Guð-
run er líka til sérstök lína fyrir
herramenn, G&G menn, og einnig
fyrir börn, sem heitir Óvitar by G&G.
Meðfylgjandi myndir eru allar af
haust- og vetarlínunni 2009-10.
Hæglát tíska
Óvitar Þægilegur fatnaður fyrir litlu börnin, að sjálfsögðu úr ull. Fjáreyjar Sambandið við færeysku ullina sýnt á skýran hátt.
Svalt Ullin getur sannarlega verið töff, hettan gerir gæfumuninn.
Grænt og vænt Létt peysa úr komandi vetrarlínu.
Náttúrubarn Tengingin við náttúruna er sterk hjá G&G.
Fyrir karlmenn Guðrun & Guðrun eru líka með sérstaka herrafatalínu.‘‘STÓR HLUTI FATN-AÐARINS ER HAND-PRJÓNAÐUR OGTENGINGIN VIÐ RÆT-
URNAR Í FÆREYJUM
ER ÁBERANDI.
Glæpsamlegt Peysa eins og sú sem var mikið á skjánum í Forbrydelsen.
einfaldlega betri kostur
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19
s: 522 4500 www.ILVA.is
Lizard. Hitamælir.
13,5 x 6,5 cm. Ýmsir litir. 790,-
Nýtt kortatímabil
Sumarið
nálgast!