Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
NETIÐ hefur breytt öllu hvað varðar tónlist,
flestu hvað varðar fréttamiðlun og mörgu hvað
varðar kvikmyndir. Nú er sjónvarpið næst á dag-
skrá, enda gefur augaleið að hefðbundið áskrift-
arsjónvarp er brátt búið að syngja sitt síðasta.
Justin.tv dregur nafn sitt af Justin Kan sem
hrinti hugmyndinni úr vör fyrir rétt tæpum
tveimur árum með þremur félögum sínum. Upp-
haflega hugmyndin var að Kan myndi vera með
myndavél á sér og hljóðnema og senda líf sitt út
beint og þannig fór vefurinn af stað 19. mars
2007. Þegar á reyndi hafði Kan ekki nennu til að
vera sífellt í beinni og breytti vefsetrinu í þá átt
að gefa öðrum færi á að vera með eigin útsend-
ingar og þá um sumarið opnaði hann fyrir aðrar
rásir, ef svo má segja, og síðar það ár var vef-
urinn opnaður algerlega að því leyti að hver sem
er getur opnað eigin sjónvarpsrás, sett upp
beina útsendingu, og þarf ekki annað til en tölvu
með vefmyndavél.
16.946 DVD-diskar
Á vefsetri Justin.tv er að finna ýmsar upplýs-
ingar um fyrirbærið, þar á meðal þær að alls séu
beinar útsendingar á 428.000 rásum, áhorfendur
losi 41 milljón í hverjum mánuði sem kalli á 177
gígabita á sekúndu þegar mest lætur sem sam-
svarar því að sent sé út efni sem samsvarar
16.946 DVD-diskum á klukkutíma.
Efnið er mis-spennandi, nema hvað, og ekki
víst til að mynda að nokkurn langi til að horfa á
beina útsendingu úr gæludýrabúð, svo dæmi sé
tekið, en menn sýna sitt hvað meira en stofn-
endur Justin.tv hafa gert ráð fyrir. Sl. haust
sendi ungur maður út beint frá því er hann svipti
sig lífi, tók of stóran lyfjaskammt og lagðist svo
niður fyrir framan myndavélina og beið dauð-
ans. Ekki reyndi nema einn áhorfandi að rásinni
að grípa inní, en hann var staddur í Indlandi og
tókst ekki að ná sambandi við lögreglu í heima-
borg viðkomandi.
Annað sem talsvert er um á Justin.tv er að
menn setja inn beinar útsendingar á kapp-
leikjum og öðru efni sem annars þarf að greiða
fyrir. Dæmi um það eru til að mynda leikirnir í
Meistaradeildinni nú í vikulokin, en skömmu áð-
ur en þeir fóru af stað voru tugir rása komnar í
loftið þar sem hægt var að horfa á ýmsar útsend-
ingar frá leikjunum; á spænsku, kínversku,
þýsku, frönsku og ensku (þar á meðal útsend-
ingu Sky).
Vefsíða vikunnar: www.justin.tv
428.000 sjónvarpsrásir
Reuters
Skalli Á vefsetri Justin.tv er hægt að horfa á allt milli himins og jarðar, þar á meðal Meistaradeildina.
TÓNLISTARSKÓLINN
Í REYKJAVÍK
2009-2010
Innritun stendur yfir
Nánari upplýsingar á
tono.is
/ SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
MONSTERS VS... m. ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
OBSERVE AND REPORT kl. 8 FORSÝNING
RACE TO WITCH MOUN... kl. 2 - 4
PUSH kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
KNOWING kl. 10 B.i. 12 ára
MALL COP kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára
OBSERVE AND REPORT kl. 10:10 LEYFÐ
KILLSHOT kl. 8 B.i. 16 ára
MONSTERS VS... m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
DESPEREAUX m/ísl. tali kl. 2 - 6 LEYFÐ
FRANKLIN OG FJÁRSJ... kl. 4 LEYFÐ
Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
FYRSTA DREAMWORKS
ANIMATION TEIKNIMYNDIN
SEM ER GERÐ SÉRSTAKLEGA
FYRIR ÞRÍVÍDD(3D).
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU
OG
ENSKU TA
LI
“MONSTERS VS ALIENS HEFUR ÞETTA ÞVÍ
ALLT. SKEMMTILEGA SÖGU, FLOTT ÚTLIT,
GÓÐAN HÚMOR OG FERLEGA FLOTT
LEIKARAGENGI Í SVO MIKLU STUÐI AÐ
ÞETTA GAT EKKI KLIKKAÐ.”
- Þ.Þ., DV
....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR
TIL AÐ SEGJA ÞAÐ?
ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA
KNOCKED UP OG
FORGETTING SARAH MARSHALL
SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND Í KRINGLUNNI
SAMbio.is
SÝND Í KRINGLUNNI
SPARBÍÓ 550 kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu
AKUREYRI O SELFOSSI
FAST AND FURIOUS kl. 5-8 -10:20 B.i. 12 ára
ELEGY kl. 8 LEYFÐ
ARN: THE NIGHT TEM... kl. 10:20
MONSTERS VS... m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
FRANKLIN OG... m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ
“FUNNY AS HELL…”
PETER TRAVERS / ROLLING STONE
NY TIMES SEGIR:
SPRENGHLÆGILEG, GRÓFUSTU
BRANDARAR SEM SÉST HAFA Í BÍÓ,
SVARTASTI HÚMOR Í MANNA MINNUM
Empire
Washington post
Chicago tribune
EIN AF BESTU MYNDUM ALLRA TÍMA
SAMKVÆMT IMDB.COM
MYND SEM SKILUR EFTIR VARANLEG
SPOR Í HUGUM ÁHORFENDA
„AFHVERJU GETA BANDARÍKJAMENN EKKI
GERT SVONA MYNDIR LENGUR?“ CNN