Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 36
36 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
• Rótgróið þjónustufyrirtæki sem selur fyrirtækjum og félagasamtökum
sérhæfða þjónustu. Ársvelta 120 mkr.
• Trésmiðja með sérhæfða framleiðslu og góð tæki. Hentug til sameiningar.
• Stórt iðnfyrirtæki með miklar erlendar skuldir. Ársvelta 700 mkr.
• Meðalstórt iðnfyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 140 mkr.
• Lítið vöruflutningafyrirtæki með örugga vinnu. Ársvelta 45 mkr.
EBITDA 15 mkr. Mjög hagstætt verð.
• Rótgróið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg.
Ársvelta 320 mkr. EBITDA 48 mkr. Lítið trésmíðaverkstæði. Vel tækjum búið.
• Lítið iðnfyrirtæki með gott einkaumboð. Tilvalið fyrir trésmiði.
Góður hagnaður.
• Heildverslun með vinsælar gjafavörur. Ársvelta 70 mkr.
• Narfeyrarstofa. Glæsilegt veitingahús í eigin húsnæði á besta stað í
Stykkishólmi. Góður og vaxandi rekstur. Góður hagnaður. Sjá nánar á
www.kontakt.is.
18.
Að skynja sjálfan sig er eitt, hjá því kemst enginn.
Að þekkja sjálfan sig er annað. Því nær enginn.
Ekki til fulls.
„Þekktu sjálfan þig“ er forn brýning, kjörorð eða hug-
sjón.
Það er vissulega heilnæm hvatning. Og nauðsynleg.
Ef mönnum á að farnast sæmilega í lífinu verða þeir
að þekkja eitthvað til hæfileika sinna og kannast við tak-
markanir sínar. Þeir þurfa að vita, hvað þeir geta og
hvað ekki.
Þetta má vel takast að því marki, sem nauðsyn krefur.
En þar með er ekki því marki náð, að maður þekki
sjálfan sig.
Hver maður geymir meira í sér en svo, að það verði
kannað til hlítar.
Það er býsna djúpt á uppsprettunum innan rifja hjá
okkur öllum. Æði torvelt að rekja þá margslungnu þræði,
sem liggja upp frá rótunum í okkur.
Það er enginn fær um að gera.
Þessa staðreynd má líka skoða frá annarri hlið.
Smásjár og djúpsjár vísindanna draga langt og djúpt.
En ekkert mannlegt sjóntæki eða kastljós er til, sem
nær inn úr þér til grunna og afhjúpar þig í gegn.
Þótt þú sért frammi fyrir fullkomnustu áhöldum þeirra
vísinda, sem geta greint og rýnt hvert líffæri þitt til hlítar,
þá ertu sjálfur algerlega ófinnanlegur með þeim tækjum.
Læknirinn þinn getur víst fundið flest eða allt í líkama
þínum. Það er harla dýrmætt, ef eitthvað er að, einhver
áverki kominn eða meinsemd.
En sjálfan þig finnur enginn með því að senda þig á
rannsóknarstofur, þótt margar væru og hinar fullkomn-
ustu.
Hver maður, sem þú mætir, finnur meira af sjálfum þér
í augnaráði þínu, handtaki, svipbrigðum, raddblæ en í öll-
um þeim sýnum úr þér samanlögðum og öllum þeim
myndum af þér, sem fást með hjálp fullkomnustu vís-
indatækja.
Hvað ertu?
Allt í þér, sem hægt er að klípa og kreista, hlera og
mynda, ert þú að einhverju leyti. Þú ert í því, eitthvað af
þér, misjafnlega mikið.
En hvar ertu sjálfur? Hvar ertu allur?
Hvergi – nema í sjálfum þér.
Þar ertu í fylgsni eða huldum heimi, sem enginn maður
getur kannað eða rýnt í gegn.
Þú getur aldrei séð til botns í sjálfum þér. Það megnar
enginn annar maður heldur.
Og hver myndi kæra sig um að verða sviptur allri hulu
og að allir sæju allt, sem býr í fylgsnum hugans og þar hef-
ur sest að og búið um sig fyrr og síðar?
Ég varð svolítið hissa, þegar ég heyrði röddina mína
fyrst.
Er ég svona?
Það var meinlaus spurning.
En það getur verið þungt og vont að mæta þessari
spurningu: Er ég svona? Hvernig gat ég verið svona?
Er þetta ég?
Ég varð hræddur og faldi mig, sagði Adam forðum, þeg-
ar þessi spurning blasti við honum.
Ég er hræddur og fer í felur, segir sá Adam og sú Eva,
sem við erum öll innst inni, í því djúpa, dulda hugarfylgsni,
þar sem við vitum þetta tvennt í senn:
Við eigum heima í Paradís hjá Guði. En við erum ekki
þar og getum engum um það kennt nema okkur sjálfum.
En versta meinið er, að við skulum ekki muna eða vilja
skilja og taka til greina, að Guð sneri sér ekki frá okkur, þó
að við færum frá honum. Hann snýr ekki baki við neinum
eða týnir neinum.
Það kemur engin skemmd í augun hans þó að sjón okkar
dofni og skekkist.
Þegar við missum af honum er það af því, að það dimmir
í huga okkar og kólnar í hjartanu.
En það hindrar ekki, að allt það í okkur, sem er við sjálf,
leitar hans stöðugt.
Og á bak við hjartaslögin okkar er röddin hans, sem seg-
ir í sífellu: Hér er ég. Ég veit, hverju hjarta þitt týndi og
hvað það þráir. Veit af hverju það er órótt, ósátt, vansælt
yfir því að skilja ekki sjálft sig og útlegð sína frá sjálfu sér.
Ég stend við dyrnar og kný á, segir Jesús Kristur. Ég
þekki dyrnar inn til hjarta þíns og veit allt um þig.
Og ég geri alla hluti nýja.
Pistlar sr. Sigurbjörns
Einarssonar, sem
Morgunblaðið birti á
sunnudögum á síðasta
ári, vöktu mikla
ánægju meðal lesenda.
Um það samdist,
milli sr. Sigurbjörns og
Morgunblaðsins, að
hann héldi áfram
þessum skrifum og
hafði hann gengið frá
nýjum skammti áður
en hann lést.
Leit og svör
Sigurbjörn
Einarsson
» En versta meinið er, að viðskulum ekki muna eða vilja
skilja og taka til greina, að Guð sneri
sér ekki frá okkur, þó að við færum
frá honum. Hann snýr ekki baki við
neinum eða týnir neinum.
HR. SVEIN Harald
Øygard
Þær efnahagslegu
hremmingar sem ís-
lensk þjóð glímir við
eru tröllslegar. Tug-
þúsundir fjölskyldna
og þúsundir fyr-
irtækjaeigenda lifa í
ótta og óvissu um
framtíðina. Þrátt fyrir
að sól hækki á lofti og frost í jörðu
sígi undan ríkir hjá þeim vetr-
armyrkur og gaddur.
Í samskiptum þínum við fjölmiðla
hefur þú lagt mikla áherslu á atriði
sem ég er þér hjartanlega sammála
um að sé brýnast nú um stundir.
Þetta verkefni er að
styrkja íslensku krón-
una. Samkvæmt lögum
er hlutverk Seðlabanka
Íslands að tryggja
efnahagslegan stöð-
ugleika í landinu.
Umbjóðendur mínir
eru íslenskir smábáta-
eigendur. Undanfarin
ár hafa þeir byggt upp
fyrirtæki sín af miklum
dugnaði og bjartsýni.
Þeir hafa upplifað
mikla fiskgengd á mið-
unum og gott verð á mörkuðum. Í
þessari uppbyggingu hafa margir
þeirra skuldsett sig, sérstaklega í er-
lendum gjaldmiðlum.
Undanfarnar vikur hafa þeir
fylgst í forundran með því hvernig
verðgildi íslensku krónunnar hefur
hríðfallið. Aðföng og viðhald hækkar
í réttu hlutfalli og til að bæta gráu of-
an á svart hefur verð á þorski fallið
eins og steinn.
Fyrir hönd umbjóðenda minna fer
ég þess vinsamlegast á leit að þú út-
skýrir fyrir mér og umbjóðendum
mínum hvað þú sem seðlabanka-
stjóri hefur gert og hyggst gera til
að styrkja gengi íslensku krónunnar.
Virðingarfyllst.
Opið bréf til
seðlabankastjóra Íslands
Arthur Bogason
skrifar seðla-
bankastjóra bréf
»Undanfarnar vikur
hafa þeir fylgst í for-
undran með því hvernig
verðgildi íslensku krón-
unnar hefur hríðfallið
Arthur Bogason
Höfundur er formaður Lands-
sambands smábátaeigenda.
Sjálfstæðisflokk-
urinn var löngum sá
flokkur, sem taldi hag
okkar Íslendinga best
borgið með því að
hafa náið og gott sam-
starf við aðrar þjóðir,
– Evrópuþjóðirnar í
austri og Bandaríkin
og Kanada í vestri.
Ásamt Alþýðu-
flokknum og Framsóknarflokknum
hafði flokkurinn forystu um aðild-
ina að Nató, með Alþýðuflokknum
inngönguna í EFTA og eftir að
Sjálfstæðisflokkurinn hafði barist
gegn EES-samningnum tók hann
leiðsögn frá Alþýðuflokknum og
formanni hans Jóni Baldvin
Hannibalssyni og treysti Evrópu-
samstarfið með samþykkt EES-
samningsins. En nú er af sem áð-
ur var. Nú hafa valdamiklir aðilar
í Sjálfstæðisflokknum tekið upp
einangrunarstefnu, sem þeir kalla
þjóðlega. Hún á að byggjast á því
að við höldum áfram með ónýta
krónu, sem enginn vill sjá og ekki
er til neins nýt og tökum ekki þátt
í samstarfi Evrópuþjóðanna, – af
því það kemur okkur ekki við.
Allt tal um einhliða upptöku
annarrar myntar, alveg sama hvað
hún heitir, er út í
hött og óraunhæft.
Samt er haldið áfram
að tala um það.
Hausnum er áfram
lamið við steininn,
sem ekki mun brotna.
Þeir tala mikið um
fullveldi og eru þar
staddir í umræðunni
að ártalið er 1918.
Hvers virði er full-
veldið er núna, þegar
misheppnuð einka-
væðing ríkisbankanna
undir forystu Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks er sannanlega
frumorsök þess að fjármálakerfi
þjóðarinnar hrundi með hrikaleg-
um afleiðingum?
Með aðildinni að Nató var við-
urkennt að við þyrftum skjól,
varnarskjól af samstarfi við aðrar
þjóðir. Nató-aðildinni fylgi líka
skjól í öðrum greinum svo sem
sagan hefur sannað. Við þurfum
skjól af efnahagssamstarfi og
myntsamstarfi við aðrar þjóðir.
Það eru flóttarök að við séum að
fórna fullveldinu með aðild að
Evrópusambandinu. Flóttarök
vegna þess að þetta er ekki kjarni
málsins. Þeir sem halda þessu
fram eru að flýja það sem máli
skiptir.
Norðmenn höfnuðu aðild að
ESB einkum vegna þjóðern-
isstefnu og hræðsluáróðurs Mið-
flokksins í Noregi. Ekki vegna
þess að samningsdrögin væru
vond. Sjálfstæðisflokkurinn og VG
reka nú að hluta til sama hræðslu-
áróður og Miðflokkurinn gerði í
Noregi. Dauðahald í ónýta krónu
og heimóttarleg einangrunarstefna
eru ávísun á áratuga fátækt af-
komenda okkar.
Sem betur fer er fólk innan
Sjálfstæðisflokksins – margt fólk
sem er raunsætt og með báða fæt-
ur á jörðinni. Það væri líklega ráð
að prenta hina prýðilegu grein
Benedikts Jóhannessonar (Mbl.
16.04. Stefna stjórnmálaflokkarnir
að nýju hruni?) í Morgunblaðinu á
hverjum degi fram til kosninga og
jafnvel lengur. Ég ráðlegg and-
stæðingum ESB innan Sjálfstæð-
isflokksins að lesa þessa grein –
oft.
Flóttarök um fullveldi
Eiður Guðnason
vill upptöku ann-
arrar myntar
» Allt tal um einhliða
upptöku annarrar
myntar, alveg sama
hvað hún heitir, er út í
hött og óraunhæft.
Eiður Guðnason
Höfundur er fyrrverandi
þingmaður og ráðherra