Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Við erum auðvitað ekki sátt,
hvorki við þetta mál né að
tekið hafi verið við svona
háum styrkjum, en við
breytum ekki í dag því sem
gerðist 2006.
Þórlindur Kjartansson, for-
maður SUS, um styrkjamál Sjálfstæðisflokks-
ins.
Ég segi mútur, og stjórnmálamenn vita upp
á sig skömmina. Þegar um óeðlilega háar
fjárhæðir er að ræða í styrkjum til stjórn-
málaflokka eru það ekkert annað en mútur.
Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum.
Það er ekki við hæfi að þingmenn beri
svona hver á annan sem staðlausa stafi.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins, um umæli Grétars Mars.
Hugsunin er sú að við ætlum að slökkva á
tölvunum í fimm daga og fara og fá náttúr-
una beint í æð.
Felix Bergsson, sem ásamt Baldri Þórhallssyni
stýrir ungmennaferðinni Frí frá Facebook á
vegum Ferðafélags Íslands á Strandirnar í
sumar.
Ef þetta væru úrslit kosninga þá væri
þarna á ferðinni pólitískur jarðskjálfti.
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn-
málafræði, um skoðanakönnun Capacent Gall-
up þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tapaði ríf-
lega 14 prósentustiga fylgi miðað við
niðurstöður síðustu alþingiskosninga.
Ég er með mjög góða samvisku gagnvart
þessu máli og hef ekkert að fela, og ég vil
því að þetta embætti fari yfir málið.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borg-
arstjóri, brást við umræðu um styrkveitingu
til Sjálfstæðisflokksins með því að óska eftir
því að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar
fari yfir samningaferli Orkuveitunnar og
Geysis Green Energy um sameiningu félag-
anna.
Ég er sleginn yfir því að stjórnvöld ætli að
láta almenning blæða. Það er greinilegt að
yfirvöld ætla að bjarga bönkunum og
bakka þá upp í því að knésetja fólkið.
Bubbi Morthens tónlistarmaður.
Ef peningarnir fylgja sjúklingi er sú hætta
fyrir hendi að fjárvana stofnun reyni að
finna eitthvað að fólki sem í reynd er heilt
heilsu.
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, um
svonefnt ávísanakerfi sem hann telur vara-
samt.
Ekki laust við að maður fengi dáldið hland
fyrir hjartað þegar maður sá aðgerðirnar í
gær. Að þarna kemur lögreglan með kú-
bein og keðjusög og í rauninni mylur húsið
niður.
Nikulási Úlfari Mássyni, forstöðumanni Húsa-
friðunarnefndar ríkisins, blöskraði aðferð lög-
reglu við að rýma húsið við Vatnsstíg 4.
Það þarf að stöðva þetta spádómsniðurrif í
miðborginni, því það hefur ekki leitt af sér
neina endurnýjun, það eina sem hefur verið
gert í gegnum allt þetta þensluskeið er að
menn hafa braskað með reiti og sett hús í
drabb.
Snorri Freyr Hilmarsson, formaður Torfu-
samtakanna, um ástandið í miðborginni.
Það var eitt grátatriði og þá hugsaði ég
um köttinn minn sem dó.
Kåre Hedebrant, 13 ára leikari í sænskri
hryllingsmynd.
Fyrirtækin þurfa að geta valið sér stofur
án þess að samkeppnisaðilar séu þar fyr-
ir.
Magnús Loftsson, framkvæmdastjóri Hvíta
hússins, telur ólíklegt að stærri auglýs-
ingastofur sameinist.
Hvernig er líka hægt að segja að einhver
sé barnalegur þegar hann vill berjast fyrir
mannréttindum fólks og verja það gegn
því sem alþjóðasamfélagið hefur umborið
allt of lengi?
Cindy Corrie, móðir Rachel Corrie, sem lést
þegar hún varð undir jarðýtu ísraelska hers-
ins. Rachel ætlaði að verja heimili palen-
stínskrar fjölskyldu.
Við höfum sagt að kvenfélögin hafi í
gegnum tíðina bakað betra samfélag,
enda bakstur og kökusala oft meðal verk-
efna.
Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri
Kvenfélagasambands Íslands.
Ummæli
’
Morgunblaðið/Heiddi
„Koma með lausnir varðandi
erlend húsnæðislán.“
Kona, 26 ára.
Greiðslujöfnun erlendra húsnæðislána
– langtímalausn sem minnkar greiðslubyrði heimilanna
Greiðslujöfnun
dregur úr óvissu
Jafnari greiðslubyrði
Lánstími lengist
Jafnari greiðslubyrði
Lánstími styttist aftur
Styrking styttir
lánstímann
Sveiflur í
greiðslubyrði
Ójöfn greiðslubyrði
skapar óvissu
Kostir
• Jafnari greiðslubyrði til frambúðar.
• Lægri greiðslubyrði miðað við núverandi afborganir, sem
hafa hækkað vegna lægra gengis íslensku krónunnar.
• Greiðslubyrði gæti lækkað á milli næstu mánaða gangi
spár um þróun greiðslujöfnunarvísitölu eftir.
• Styrkist gengi íslensku krónunnar greiðist höfuðstóll
lánsins hraðar niður en upprunalega var gert ráð fyrir.
• Hægt er að segja greiðslujöfnun upp hvenær sem er.
Ókostir
• Möguleiki á að lán lengist en þó aldrei lengur en sem
nemur helmingi af upprunalegum lánstíma.
• Gengisáhætta. Höfuðstóll lánsins greiðist hægar niður
(a.m.k. til að byrja með) og gæti því hækkað meira en
ella veikist gengi krónunnar.
• Vaxtaáhætta. Lengist lánstíminn felur það í sér hærri
vaxtakostnað en ella, auk þess gætu breytilegir vextir
lánsins hækkað á tímabilinu.
• Styrking krónunnar skilar sér ekki í lægri greiðslubyrði.
Þess í stað styttist lánstíminn.
Fáðu nánari upplýsingar um greiðslujöfnun erlendra húsnæðislána hjá ráðgjöfum í næsta útibúi eða á islandsbanki.is.
Dæmi um lækkun á greiðslubyrði*
Afborgun af 25 milljóna króna láni 1. mars 120.000 kr.
Afborgun 1. apríl eftir greiðslujöfnun 97.000 kr.
* Dæmi m.v. erlent húsnæðislán í 5 myntum tekið þann 1.12.2005
til 40 ára með 2% vaxtaálagi og mánaðarlegum afborgunum.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
9
-0
4
1
6