Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 52
52 Auðlesið efni MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Lögreglu-menn í óeirða-búningum brutu sér leið inn í Vatns-stíg 4 í Reykja-vík miðviku-daginn 15. apríl þar sem hús-töku- fólk hafðist við. Lögreglu-menn notuðu gas-úða og keðju-sög til að ryðja sér leið að hús-töku- fólkinu sem varðist með því að hlaða hús-gögnum og fleiru laus-legu fyrir hurðir og stiga og með því að kasta mat-vælum að lög-reglu. Tuttugu og tveir voru hand-teknir í að-gerðunum. Húsið að Vatns-stíg 4 hafði staðið autt um nokkurt skeið. Hús-töku-fólkið sagði betra að húsið fengi hlut-verk í stað þess að drabbast niður. Vatns-stígur 4 er í eigu ÁF húsa, fyrir-tækis Ágústs Friðgeirssonar. Ágúst sagði að hann hefði keypt húsið fyrir 3-4 árum, ásamt Laugavegi 33-35 og bak-hús en fram-kvæmdir hefðu tafist vegna tíðra borgar-stjóra- skipta í Reykjavík. Nú væri verið að vinna til-lögu sem gerði ráð fyrir að götu-mynd Laugavegar yrði varð-veitt. Hús-taka á Vatns-stíg 4 Morgunblaðið/Júlíus Gest-kvæmt var hjá hreindýrs-kálfinum Líf og fóstru hans, Dagbjörtu Briem Gísla-dóttur, þegar bæði Kolbrún Halldórs-dóttir umhverfis-ráðherra og Karl Karlsson, dýra-læknir hjá Umhverfiss-tofnun, heimsóttu þær á Sléttu utan við Reyðar-fjörð á fimmtu-dag. Líf komst í fréttir vegna bréfs Umhverfis-stofnunar þess efnis að yrði ekki sótt um leyfi fyrir henni gæti orðið að af-lífa hana. „Ég er sann-færð um að Líf muni eiga langt og farsælt líf fyrir höndum,“ sagði Kolbrún eftir heim-sóknina í gær. „Það er verið að skoða þetta í ráðu-neytinu og það verður auð-vitað fundin lausn á þessu máli. Það á ekki að fara að slátra henni Líf, svo mikið er víst.“ Líf mun lifa Bíó-dagar Græna ljóssins hófust á föstu-daginn. Alls verða 17 myndir sýndar á 17 dögum á hátíðinni sem fer fram í Háskóla-bíói. Mikið er um heimildar-myndir á hátíðinni, og segir Ísleifur Þórhallsson, fram-kvæmda-stjóri, að þær séu hver annarri betri. Miða-sala er hafin á midi.is, og kostar tíu miða passi 6.000 krónur, en einnig er hægt að kaupa miða á einstakar myndir. Ísleifur bendir á að hver mynd verði ekki sýnd oft, og hann hvetur fólk því til að fylgjast vel með dagskránni. Að-spurður segir Ísleifur hugsan-legt að þetta sé í síðasta skipti sem hátíðin verði haldin, enda sé reksturinn erfiður. Að-sókn hafi minnkað þótt stöðugt sé kvartað yfir því að fram-boð af „öðruvísi“ myndum sé ekki nægjan-legt. Þá sé erfitt að fá styrktar-aðila, auk þess sem gengið hjálpi ekki til. „Svo er niður-halið að drepa okkur. Margir sem ég tala við eru búnir að sjá þessar myndir og það er meira að segja Torrent-síða sem er haldið úti af ein-hverjum Íslendingum, og þar er sér svæði sem heitir Bíó-dagar þar sem hægt er að horfa á 16 af þessum 17 myndum. Þannig að þetta niður-hal er hætt að vera truflandi, það er farið að kyrkja mann,“ segir Ísleifur. Bíó-dagar Græna ljóssinsÍ vikunni urðu skráðir notendur Fés-bókar tvö hundruð milljónir talsins. Þetta kemur fram í færslu hins 24 ára gamla Zucker-berg, sem stofnaði sam-skipta-vefinn fyrir fimm árum ásamt tveimur félögum sínum við Harvard há-skóla. Að sjálfsögðu skrifaði hann færsluna á Fés-bók. Hann segir að þó sé langt í land til að allir þeir sem gætu haft not af og gaman af skrái sig á vefinn og því vinni þeir að því að fjölga notendum enn frekar. 200 milljón notendur Fés-bókar Sómalskir sjó-ræningjar hafa rænt að minnsta kosti fjórum skipum og tekið yfir 60 sjó-menn til fanga á Aden-flóa í vikunni. Banda-rískir her-menn skutu til bana þrjá sjó-ræningja, sem héldu banda-rískum skip-stjóra í gíslingu. Ræningjar náðu tveimur egypskum fiski-skipum á sitt vald á mánu-dag og rændu þeir tveimur flutninga-skipum. Skipin eru flest frakt-skip og flytja sum þeirra mat og aðrar nauðsynjar frá hjálpar- stofnunum. Talið er að um 17 skip og 300 manns séu í haldi sjó-ræningja við strendur Sómalíu. Alþjóð-legur floti her-skipa hefur svo mánuðum skiptir sinnt þar gæslu-störfum. Stærð Indlands-hafs gerir það nánast ó-mögulegt að sinna þar full-nægjandi eftirliti. Stjórn-mála-ástandið í Sómalíu hefur verið ó-stöðugt frá því seint á níunda ára-tugnum og einkennist af ætt-bálka-erjum. Sjórán við Sómalíu Reuters KR tryggði sér Íslands-meistara-titilinn í körfu-knattleik karla þegar það sigraði Grindavík, 84:83 í odda-leik. „Þessi Íslands-meistara- titill er aðeins ljúfari en árið 2007. Mér finnst eins og þetta hafi verið „loka-verkefnið“ sem ég byrjaði á árið 1992 þegar ég var að þjálfa megnið af þessum strákum. Ég er rosa-lega stoltur af þessu liði og þetta var frábær úrslita-keppni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir sigurinn. KR varð Íslands- meistari Morgunblaðið/Golli Sam-kvæmt nýrri könnun Capa-cent Gallup á fylgi stjórn-mála-flokkanna sækja Vinstri græn á en Sjálf- stæðis-flokkur og Sam-fylking dala. Sjálf- stæðis-flokkurinn hefur ekki verið með minna fylgi frá því í desember er hann mældist með 21% stuðning. Borgara- hreyfingin hefur verið að bæta við sig og nálgast nú 5% lág-markið. Af þeim sem kusu Sjálfstæðis- flokkinn 2007 ætla 12,9% nú að kjósa Sam-fylkinguna og 12% Vinstri græn. Tæpur fjórðungur þeirra sem kusu Fram-sóknar-flokkinn 2007 ætlar að styðja nú-verandi ríkis-stjórnar-flokka. Kjósendur Vinstri grænna eru tryggastir, 82,1% þeirra sem kusu flokkinn í kosningunum 2007 ætlar að kjósa hann aftur. Vinstri græn í sókn                                          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.