Morgunblaðið - 19.04.2009, Síða 52

Morgunblaðið - 19.04.2009, Síða 52
52 Auðlesið efni MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Lögreglu-menn í óeirða-búningum brutu sér leið inn í Vatns-stíg 4 í Reykja-vík miðviku-daginn 15. apríl þar sem hús-töku- fólk hafðist við. Lögreglu-menn notuðu gas-úða og keðju-sög til að ryðja sér leið að hús-töku- fólkinu sem varðist með því að hlaða hús-gögnum og fleiru laus-legu fyrir hurðir og stiga og með því að kasta mat-vælum að lög-reglu. Tuttugu og tveir voru hand-teknir í að-gerðunum. Húsið að Vatns-stíg 4 hafði staðið autt um nokkurt skeið. Hús-töku-fólkið sagði betra að húsið fengi hlut-verk í stað þess að drabbast niður. Vatns-stígur 4 er í eigu ÁF húsa, fyrir-tækis Ágústs Friðgeirssonar. Ágúst sagði að hann hefði keypt húsið fyrir 3-4 árum, ásamt Laugavegi 33-35 og bak-hús en fram-kvæmdir hefðu tafist vegna tíðra borgar-stjóra- skipta í Reykjavík. Nú væri verið að vinna til-lögu sem gerði ráð fyrir að götu-mynd Laugavegar yrði varð-veitt. Hús-taka á Vatns-stíg 4 Morgunblaðið/Júlíus Gest-kvæmt var hjá hreindýrs-kálfinum Líf og fóstru hans, Dagbjörtu Briem Gísla-dóttur, þegar bæði Kolbrún Halldórs-dóttir umhverfis-ráðherra og Karl Karlsson, dýra-læknir hjá Umhverfiss-tofnun, heimsóttu þær á Sléttu utan við Reyðar-fjörð á fimmtu-dag. Líf komst í fréttir vegna bréfs Umhverfis-stofnunar þess efnis að yrði ekki sótt um leyfi fyrir henni gæti orðið að af-lífa hana. „Ég er sann-færð um að Líf muni eiga langt og farsælt líf fyrir höndum,“ sagði Kolbrún eftir heim-sóknina í gær. „Það er verið að skoða þetta í ráðu-neytinu og það verður auð-vitað fundin lausn á þessu máli. Það á ekki að fara að slátra henni Líf, svo mikið er víst.“ Líf mun lifa Bíó-dagar Græna ljóssins hófust á föstu-daginn. Alls verða 17 myndir sýndar á 17 dögum á hátíðinni sem fer fram í Háskóla-bíói. Mikið er um heimildar-myndir á hátíðinni, og segir Ísleifur Þórhallsson, fram-kvæmda-stjóri, að þær séu hver annarri betri. Miða-sala er hafin á midi.is, og kostar tíu miða passi 6.000 krónur, en einnig er hægt að kaupa miða á einstakar myndir. Ísleifur bendir á að hver mynd verði ekki sýnd oft, og hann hvetur fólk því til að fylgjast vel með dagskránni. Að-spurður segir Ísleifur hugsan-legt að þetta sé í síðasta skipti sem hátíðin verði haldin, enda sé reksturinn erfiður. Að-sókn hafi minnkað þótt stöðugt sé kvartað yfir því að fram-boð af „öðruvísi“ myndum sé ekki nægjan-legt. Þá sé erfitt að fá styrktar-aðila, auk þess sem gengið hjálpi ekki til. „Svo er niður-halið að drepa okkur. Margir sem ég tala við eru búnir að sjá þessar myndir og það er meira að segja Torrent-síða sem er haldið úti af ein-hverjum Íslendingum, og þar er sér svæði sem heitir Bíó-dagar þar sem hægt er að horfa á 16 af þessum 17 myndum. Þannig að þetta niður-hal er hætt að vera truflandi, það er farið að kyrkja mann,“ segir Ísleifur. Bíó-dagar Græna ljóssinsÍ vikunni urðu skráðir notendur Fés-bókar tvö hundruð milljónir talsins. Þetta kemur fram í færslu hins 24 ára gamla Zucker-berg, sem stofnaði sam-skipta-vefinn fyrir fimm árum ásamt tveimur félögum sínum við Harvard há-skóla. Að sjálfsögðu skrifaði hann færsluna á Fés-bók. Hann segir að þó sé langt í land til að allir þeir sem gætu haft not af og gaman af skrái sig á vefinn og því vinni þeir að því að fjölga notendum enn frekar. 200 milljón notendur Fés-bókar Sómalskir sjó-ræningjar hafa rænt að minnsta kosti fjórum skipum og tekið yfir 60 sjó-menn til fanga á Aden-flóa í vikunni. Banda-rískir her-menn skutu til bana þrjá sjó-ræningja, sem héldu banda-rískum skip-stjóra í gíslingu. Ræningjar náðu tveimur egypskum fiski-skipum á sitt vald á mánu-dag og rændu þeir tveimur flutninga-skipum. Skipin eru flest frakt-skip og flytja sum þeirra mat og aðrar nauðsynjar frá hjálpar- stofnunum. Talið er að um 17 skip og 300 manns séu í haldi sjó-ræningja við strendur Sómalíu. Alþjóð-legur floti her-skipa hefur svo mánuðum skiptir sinnt þar gæslu-störfum. Stærð Indlands-hafs gerir það nánast ó-mögulegt að sinna þar full-nægjandi eftirliti. Stjórn-mála-ástandið í Sómalíu hefur verið ó-stöðugt frá því seint á níunda ára-tugnum og einkennist af ætt-bálka-erjum. Sjórán við Sómalíu Reuters KR tryggði sér Íslands-meistara-titilinn í körfu-knattleik karla þegar það sigraði Grindavík, 84:83 í odda-leik. „Þessi Íslands-meistara- titill er aðeins ljúfari en árið 2007. Mér finnst eins og þetta hafi verið „loka-verkefnið“ sem ég byrjaði á árið 1992 þegar ég var að þjálfa megnið af þessum strákum. Ég er rosa-lega stoltur af þessu liði og þetta var frábær úrslita-keppni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir sigurinn. KR varð Íslands- meistari Morgunblaðið/Golli Sam-kvæmt nýrri könnun Capa-cent Gallup á fylgi stjórn-mála-flokkanna sækja Vinstri græn á en Sjálf- stæðis-flokkur og Sam-fylking dala. Sjálf- stæðis-flokkurinn hefur ekki verið með minna fylgi frá því í desember er hann mældist með 21% stuðning. Borgara- hreyfingin hefur verið að bæta við sig og nálgast nú 5% lág-markið. Af þeim sem kusu Sjálfstæðis- flokkinn 2007 ætla 12,9% nú að kjósa Sam-fylkinguna og 12% Vinstri græn. Tæpur fjórðungur þeirra sem kusu Fram-sóknar-flokkinn 2007 ætlar að styðja nú-verandi ríkis-stjórnar-flokka. Kjósendur Vinstri grænna eru tryggastir, 82,1% þeirra sem kusu flokkinn í kosningunum 2007 ætlar að kjósa hann aftur. Vinstri græn í sókn                                          

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.