Morgunblaðið - 06.09.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 06.09.2009, Síða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is R éttarhöld standa nú yfir í Suður-Afríku í máli þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir að hafa nauðgað og myrt Eudy Simelane. Simelane var þekkt knattspyrnukona, fyrirliði landsliðs- ins um tíma og síðar knatt- spyrnudómari. Hún var einnig þekkt fyrir að berjast fyrir rétt- indum samkynhneigðra. Morðingjar hennar eru grunaðir um að hafa valið hana sem fórn- arlamb af þeirri einu ástæðu að hún var lesbísk. Fjölmörg dæmi eru um slík brot gegn lesbíum í Suður- Afríku, enda virðist sú skoðun út- breidd að unnt sé að „lækna“ lesbíur af „ónáttúru“ sinni með slíku of- beldi. Í umfjöllun bresku fréttastof- unnar BBC fyrir skömmu um mál Eudy kemur fram, að hugtakið „leiðréttingarnauðgun“ sé notað til að skýra hugarfar ofbeldismanna, sem nauðgi lesbíum og telji sig nán- ast í fullum rétti. Lík Eudy Simelane fannst 28. apríl í fyrra við skurð úti á akri. Henni hafði verið nauðgað og hún stungin með hnífi 25 sinnum. Hún var 31 árs. Tveimur dögum síðar voru fimm karlmenn handteknir, grunaðir um ódæðið. Simelane var ekki fyrsta lesbían í Suður-Afríku sem mætti þessum ör- lögum. Þrjú þekkt dæmi höfðu kom- ið til kasta lögreglunnar síðustu tvö árin fyrir dauða hennar. Í engu þeirra tilvika fundust morðingj- arnir. Mannréttindasamtök segja lögregluna vera gjarna á að „týna“ mikilvægum gögnum í slíkum mál- um. Mál, sem varða brot gegn sam- kynhneigðum, koma því sjaldan fyr- ir dómara. Þessi staða er í hróplegu ósam- ræmi við þá staðreynd, að í stjórnar- skrá Suður-Afríku er lagt bann við allri mismunum á grundvelli kyn- hneigðar og hjónabönd samkyn- hneigðra eru leyfð. Þegar frá leið morðinu á Eudy var niðurstaða rannsóknar sú, að fjórir menn á aldrinum 18-24 ára voru ákærðir. Einn þeirra kaus að bera vitni gegn hinum. Réttarhöldin yfir honum vöktu mikla athygli. Fjöldi manns hafðist við utan dóm- hússins þá daga sem réttað var. Maðurinn, Thato Petrus Mpithi, játaði á sig morð og rán, en árásar- mennirnir tóku farsíma Eudy og strigaskó. Hann neitaði hins vegar að hafa nauðgað Eudy, en lýsti sig vitorðsmann í því broti, þar sem hann hefði haldið henni niðri. Hinir þrír, Khumbulane Magagula, Jo- hannes Mahlangu og Themba Mvubu, kváðust saklausir af öllum ákæruatriðum. Mpithi var dæmdur í 31 árs fang- elsi fyrir brot sín. Dómarinn tók sér- staklega fram, að ekki yrði séð að kynhneigð Eudy Simelane hefði ráð- ið nokkru um að á hana var ráðist. Aðstandendur Eudy og baráttu- menn fyrir mannréttindum voru ósáttir við athugasemd dómarans og vísuðu til þess að lesbíur ættu slíkar árásir mjög á hættu þar í landi. Þetta fólk hefur sjálft sætt hótunum fyrir að fylgja máli Eudy eftir. Dró framburð til baka Þegar þremenningarnir komu fyrir rétt bundu aðstandendur Eudy vonir við að ofbeldi gegn lesbíum yrði dregið fram í dagsljósið. Á fyrsta degi réttarhaldanna, 29. júlí sl., brá hins vegar svo við að vitnið, hinn dæmdi Mpithi, lýsti því yfir að hann hefði verið einn að verki og þremenningarnir því allir saklausir. Fyrri yfirlýsingar hans hefðu verið lygi, en nú hefði hann fundið Guð og vildi segja sannleikann. Fáir leggja trúnað á þennan nýja sannleika Mpithis. Ýmis sönn- unargögn benda til sektar þremenn- inganna, til dæmis fannst blóð úr Eudy á buxum Mvubus þegar hann var handtekinn. Réttarhöldin voru í uppnámi og þeim var frestað fram í lok ágúst. Á fáum stöðum í heiminum eru nauðganir algengari en í Suður- Afríku og á meðal þeirra ríkja, sem taka þátt í starfi alþjóðalöggæsl- unnar Interpol, eru engin dæmi um verra ástand. Samkvæmt tölum Int- erpol kæra um 150 konur í Suður- Afríku nauðgun á hverjum degi. Tal- ið er að fjöldinn sé í raun miklu meiri, þar sem margar kjósi að kæra ekki. Ástæðurnar fyrir því eru margvíslegar, rétt eins og í öðrum löndum, en ein veigamikil er sú, að konurnar vita að rannsóknir nauðg- unarmála eru fjarri því að vera for- gangsatriði hjá lögreglu. Komi mál- in til kasta dómstóla á annað borð er sakfelling ólíkleg, eða dómar vægir. Stundum þarf að dópa hana Hópnauðganir eru algengar, svo algengar að til er hugtak yfir þann sem finnur fórnarlambið, „marha- simani“. Ungur maður útskýrði hlutverkið þannig, í samtali við BBC: „Marhasimani er sá sem fer á klúbb, kaupir nokkra drykki fyrir konu og fer svo með henni og hann og vinir hans eiga mök við hana.“ Vinirnir fela sig gjarnan í sama herbergi og marhasimani og stúlk- an. Þegar sá fyrsti er búinn að hafa mök við hana taka þeir við. „Það er dimmt í herberginu og stelpan veit ekki einu sinni að þetta er annar náungi,“ sagði viðmælandi BBC. Þegar fréttamaður reyndi að leiða honum og félaga hans fyrir sjónir að hegðun þeirra jafngilti hópnauðgun, neituðu þeir harðlega. „Þetta snýst ekkert um stelpuna. Við kaupum drykki fyrir hana. Og þeir eru dýrir. Þetta er ekki hópnauðgun. Ókei, stundum þurfum við að dópa hana og allt, en það gerist ekki alltaf.“ „Leiðréttingar-nauðganir“ Lesbíur í Suður-Afríku hafa ástæðu til að óttast ofbeldi. Nauðganir eru óvíða algengari og í mörgum tilfellum er ráðist á lesbíur með því hugarfari að „lækna“ þær af „ónáttúrunni“. Mannréttindi Fjöldi manns fylgist með málaferlunum yfir meintum morðingjum Eudy Simelane. Mál hennar hefur kveikt miklar umræður um fjölda nauðgana í Suð- ur-Afríku og endurteknar árásir á lesbíur. Í HNOTSKURN »Einn af hverjum fjórumkarlmönnum í Suður- Afríku viðurkennir að hafa ein- hvern tímann nauðgað konu. »Um 150 konum er nauðgaðá degi hverjum. »Árið 2006 voru rúmlega 54þúsund nauðganir kærðar til lögreglu. »Lesbíur eru í sérstakrihættu, þar sem sú trú virð- ist útbreidd að hægt sé að „leið- rétta“ kynhneigð þeirra með nauðgun. Suðurafrísku samtökin Triangle, eða Þríhyrningur, berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Í samtali við BBC sagði talskona samtakanna, Sharon Fox, að 31 lesbískri konu hefði verið nauðgað og þær myrtar þar í landi frá árinu 1998. „Leiðréttingar- nauðganir“ séu fjölmargar, þar sem ætlun árásarmannanna sé að breyta kynhneigð fórnarlambanna. „Við- horfið er, að það þurfi aðeins einn góðan karl til að lækna konur af samkynhneigð,“ sagði Sharon í samtali við BBC. Sorg Sambýliskona Eudy, Sibongile Vilakazi og ættingjar gráta örlög hennar. Innfellda myndin er af Eudy Simelane. Í hverri viku ber- ast baráttu- samtökunum Tri- angle fregnir af um 10 „leiðréttingar- nauðgunum“. Þrátt fyrir þann fjölda segir Sharon Fox að aðeins tvö „leið- réttingarmál“ hafi komið til kasta dómstóla hingað til. Annað þeirra leiddi til sakfellingar. Hún kveðst hins vegar vongóð um að athyglin, sem beinst hefur að máli Eudy Simel- ane, sem myrt var nærri Jóhann- esarborg, sem og öðru máli sem rek- ið er í Cape Town, muni breyta viðhorfi fólks. „Ef sakfellt verður í þessum málum mun það verða mikið framfaraskref fyrir mannréttindi, kvenréttindi og réttindi samkyn- hneigðra.“ Hugsanlega er hugarfarið að breyt- ast. Mál Eudy Simelane hefur vakið athygli langt fyrir utan landsteinana. Ákveðið hefur verið að Heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu verði hald- in í Suður-Afríku á næsta ári. Margir heimamenn óttast, að skuggi kunni að falla á mótið, ef sekt sannast á þremenningana og dómstólar verða uppvísir að því að taka vægt á þeim. Stiklur Hjá FORTIS starfar samhentur hópur lögfræðinga með víðtæka reynslu af lögmannsstörfum. Við leitumst við að veita persónulega og alhliða þjónustu á flestum sviðum lögfræðinnar og sérhæfum okkur í skaðabótamálum vegna umferðar- og vinnuslysa. Höfum áratuga reynslu af uppgjöri slysabóta. Átt þú rétt á bótum eftir slys? Gylfi Thorlacius hrl. Svala Thorlacius hrl. S. Sif Thorlacius hdl. Kristján B. Thorlacius hdl. Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl. www.fortis.is K R A F T A V E R K Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími: 520 5800 • fortis@fortis.is Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum þér að kostnaðarlausu!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.