Morgunblaðið - 06.09.2009, Side 16
16 Menntun
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
BOOT CAMP
G.I. JANE
HATHA YOGA
FIT PILATES
MÖMMU FIT PILATES
NÝTT!
NÝTT!
BARNA YOGA
Vertu í topp formi
með Stúdíó Fitt
í allan vetur!
Seljavegi 2, 101 R Sími 578 3488
studiofitt@studiofitt.is www.studiofitt.is
Skráning er hafin
í síma 578 3488 eða ástudiofitt@studiofitt.is
386
Fjölgun nýnema í Háskóla Íslands milli ára
Ís
le
ns
ku
-o
g
m
en
ni
ng
ar
de
ild
46,8%
La
ga
de
ild
S
ál
fr
æ
ði
de
ild
Fé
la
gs
rá
ðg
ja
fa
de
ild
S
ag
nf
ræ
ði
-o
g
he
im
sp
ek
id
ei
ld
Lí
f-
og
um
hv
er
fis
ví
si
nd
ad
ei
ld
H
jú
kr
un
ar
fr
æ
ði
de
ild
Ið
na
ða
rv
er
kf
ræ
ði
-,
vé
la
ve
rk
fr
æ
ði
-o
g
tö
lv
un
ar
fr
æ
ði
de
ild
Ja
rð
ví
si
nd
ad
ei
ld
S
tj
ór
nm
ál
af
ræ
ði
de
ild
R
au
nv
ís
in
da
de
ild
16%
46,1%
25%
149,4%
104%
29,4%
85,5% 35,6%
28,1%
13%
263
293
204
192
89
99
129
76
101
96
54
340
298
240
222
202
167
141 137
61
123
Heimild: Háskóli Íslands
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Umsóknum um nám við Há-skóla Íslands á haustmiss-eri fjölgaði um 20% miðaðvið sama tíma í fyrra. Þar
fyrir utan fjölgaði nemendum við
skólann um 10% þegar hann svaraði
ákalli stjórnvalda og tók um fjórtán
hundruð nýja nemendur inn um síð-
ustu áramót. Fram að því hafði sá
fjöldi aldrei farið yfir þrjú hundruð.
Eftir þessa fjölgun og samein-
inguna við Kennaraháskóla Íslands á
liðnu ári leggja um fjórtán þúsund
nemendur stund á nám við skólann.
73% stúdenta eru í grunnnámi, 24% í
meistaranámi og 3% í doktorsnámi.
Samkvæmt lögum hefur Háskóli
Íslands ekki heimild til að vísa um-
sækjendum frá, hafi þeir á annað
borð réttindi til að stunda nám á há-
skólastigi, nema í fögum þar sem
fjöldatakmarkanir eru, svo sem
læknisfræði og sjúkraþjálfun, en þar
eru þreytt inntökupróf.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ,
veltir fyrir sér í tilefni af þessari
miklu fjölgun hvort endurskoða þurfi
lög um skólann og takmarka fjölda
stúdenta, ekki síst í ljósi þess að
stefnt er að því að skera niður um
8,5% á háskólastiginu á næsta ári.
„Fjölgun nemenda og niðurskurður
útgjalda fara vitaskuld ekki vel sam-
an. Stækkunin er það mikil að þetta
setur skólann í mikinn vanda. Við
gerum okkur hins vegar vonir um að
tekið verði tillit til þessarar miklu
fjölgunar í niðurskurðinum, þegar
endanlega verður frá honum gengið,
vegna þess hve mikið er í húfi.“
Búið að hagræða nú þegar
Kristín segir að gripið verði til víð-
tækra aðgerða á hverju fræðasviði
og í hverri deild til að mæta þessari
miklu fjölgun nemenda en hún legg-
ur áherslu á, að brýnt sé að standa
vörð um gæði kennslunnar. „Við er-
um að velta fyrir okkur hvernig við
getum hagrætt svo það komi sem
allra minnst niður á kjarnastarfsemi
skólans. Það má hins vegar ekki
gleyma því að við erum þegar búin að
hagræða heilmikið á þessu ári. Það
hefur verið skorið niður um einn
milljarð króna. Það eru engir smá-
aurar. Starfsfólk skólans hefur þegar
tekið á sig auknar byrðar,“ segir
Kristín.
Niðurskurðurinn hefur enn sem
komið er ekki bitnað á grunnlaunum
en Kristín segir óhjákvæmilegt að
kjör starfsfólks rýrni í þeim mikla
niðurskurði sem stendur yfir jafn-
framt því sem álagið í starfi aukist.
„Vonandi tekst okkur að ganga í
gegnum tímabundna erfiðleika í sem
mestri sátt, en þetta mun óhjá-
kvæmilega snerta alla starfsmenn
skólans.“
Svo sem gefur að skilja verða
mörg námskeið í HÍ fjölmennari en
áður á komandi vetri og eflaust eru
einhverjir kennarar farnir að kvíða
því að fá yfir sig mörg hundruð rit-
gerðir um sama efnið. Kristín segir
ljóst að kennarar verði fyrir auknu
álagi því ekki verði hægt að fjölga í
hópi fastráðinna kennara á næstunni.
Hins vegar muni lausráðnum kenn-
urum fjölga eitthvað til að koma til
móts við fjölgun nemenda.
Stúdentum við Háskóla Íslands hefur fjölgað verulega eftir að efnahags-
kreppan skall á og háskólarnir í Reykjavík og á Bifröst hafa líka bætt við sig
nemendum. Enda þótt uppbyggilegra sé að sitja á skólabekk en atvinnu-
laus heima hefur þessi fjölgun ákveðinn vanda í för með sér fyrir skólana,
ekki síst í ljósi þess að niðurskurður blasir við í útgjöldum á háskólasviðinu.
‘‘VONANDI TEKST OKKURAÐ GANGA Í GEGNUMTÍMABUNDNA ERFIÐ-LEIKA Í SEM MESTRI
SÁTT, EN ÞETTA MUN
ÓHJÁKVÆMILEGA
SNERTA ALLA STARFS-
MENN SKÓLANS.
Ágúst EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Mun fjöldinn
há skólunum?
Styrkist við stækkunina
Enda þótt blikur séu á lofti er
Kristín hvergi bangin – hlutverk Há-
skóla Íslands hafi sjaldan verið mik-
ilvægara. „Auðvitað þarf að leysa
vandamálin sem hljótast af fjölgun
stúdenta en á móti kemur að skólinn
styrkist við það að stækka. Við tök-
um hlutverk okkar mjög alvarlega í
kreppunni, Háskóli Íslands verður að
geta tekið vel á móti fólki við þessar
erfiðu aðstæður í þjóðfélaginu og lagt
af mörkum við að tryggja að hér
verði þekkingarknúið atvinnulíf í
framtíðinni og eftirsóknarvert fyrir
velmenntað fólk að starfa. Það starf
sem unnið verður hér á komandi ár-
um skiptir gífurlega miklu máli fyrir
framtíðina. Það hefur sennilega aldr-
ei verið brýnna að skapa tækifæri
fyrir vel menntað fólk á Íslandi.“
Rektor nefnir fleiri jákvæða þætti,
svo sem fjölgun erlendra stúdenta.
Þeir sæki m.a. í auknum mæli í dokt-
orsnám. „Það er ekki að sjá að nei-
kvætt umtal um Ísland hafi áhrif á
erlenda nemendur. Þeim heldur
áfram að fjölga.“
Kristín heimsótti einmitt Fræða-
setur HÍ á Húsavík í vikunni en það
hefur átt í gagnvirku samstarfi við
Háskólann í St. Andrews í Skotlandi
um meistaranám í sjávarspen-
dýrafræðum. „Alþjóðlegt samstarf
er gríðarlega mikilvægt fyrir vís-
indamenn okkar og nemendur. Vís-
indastarfið á Húsavík og sameig-
inlegt meistaranámskeið með St.
Andrews er gott dæmi um gjöfult
samstarf þar sem báðir aðilar njóta
góðs af og ná auknum árangri með
því að sameina sérfræðiþekkingu og
krafta.“
Hvergi slegið af kröfum
Það er ekki bara Háskóli Íslands
sem fundið hefur fyrir auknum
áhuga fólks á námi á undanförnum
mánuðum, nemendum hefur líka
fjölgað í Háskólanum á Bifröst.
Heldur fleiri nemendur munu
leggja stund á nám við Háskólann á
Bifröst í vetur en á liðnu skólaári, eða
ríflega þrettán hundruð manns.
Ágúst Einarsson, rektor skólans,
segir nemendum raunar hafa fjölgað
strax eftir hrun bankakerfisins í
fyrra og aftur um áramótin. „Við höf-
um líka verið að taka við nemendum
utan venjulegs inntökutíma, auk þess
sem boðið var upp á öflugt sum-