Morgunblaðið - 06.09.2009, Side 26
26 Kvikmyndir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
Eftir Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Þ
að er ástæðulaust að tíunda heims-
kreppuna og hvernig hún hefur látið
kné fylgja kviði á flestum sviðum.
Áhrif hennar eru þó misjafnlega
áberandi, við finnum mest fyrir þeim
þegar höndla þarf lífsnauðsynjar, aftur á móti
gætir hennar minna á hvíta tjaldinu. Ástæðan að
miklu leyti sú að þær myndir sem sýndar hafa
verið á árinu voru komnar í framleiðslu áður en
takið hertist á pyngjunni.
Þess er þó ekki langt að bíða að afleiðingar
fjármagnsskortsins fara að sýna sig á tjaldinu,
með haustinu og í vetur verður frumsýndur mik-
ill fjöldi íslenskra kvikmynda sem eru und-
antekningarlítið ódýrar í framleiðslu. „Litlar“
gamanmyndir mjög áberandi og verður fjallað
um þær síðar. Sömu sögu er að segja frá þeim
löndum sem íslensku bíóin skipta mestmegnis
við, þ.e. Bandaríkjunum og Bretlandi. Nokkrir,
valinkunnir leikstjórar hafa snúið sér að „ódýr-
ari“ viðfangsefnum en þeim sem þeir eru fræg-
astir fyrir. Þeir hafa rekið sig á að peningaaustur
tryggir ekki sjálfkrafa meiri gæði, en takmarkað
fjármagn getur hinsvegar þýtt betri myndir og
nýjar áskoranir. Þessar tvær meginástæður
vega þungt að baki því að þessir ágætu menn
hafa lækkað seglin og ef vel tekst til sigla örugg-
lega fleiri af stórleikstjórum samtímans í kjöl-
farið. Nokkur þessara verka eru nýkomin eða
væntanleg í íslensk kvikmyndahús á næstu vik-
um.
Ang Lee, Sam Mendes og allir hinir
Eitt leikstjóranafnanna er Bretinn Sam Men-
des, sem á m.a. að baki Road to Perdition (́02) og
Jarhead (́05) , sem báðar kostuðu um 80 millj.
dala á sínum tíma. Hann líkir gerð „lítilla“
mynda við það að aka smábíl í umferðinni, þeir
beri mann e.t.v. ekki jafn hratt og tryllitækin en
ökuferðin sé skemmtilegri þar sem þeir eru
meðfærilegri og liprari í snúningum. Auk þess
nýtur hann tækifærisins til að vinna hratt og
skipulega. Mendes er um þessar mundir að
leggja síðustu hönd á Away We Go, sérstaka en
gamansama vegamynd um flæking ungra hjóna
(John Krasinbski og Maya Rudolph), í leit að
hentugum stað til að setjast að, eignast barn og
og heimili.
Mendes er ekki einn um að njóta frelsisins
sem er því samfara að vinna fyrir lítið fjármagn
á hraðvirkan hátt. Sumarið 0́9, státar að vísu af
rándýrum metaðsóknarmyndum á borð við
Engla og djöfla, Transformers og Star Trek, en
jafnframt af hræódýrum verkum leikstjóra í
efsta gæðaflokki, sem hafa snúið baki við dýru
stórmyndunum sem gerðu þá fræga – og reynd-
ust þeim stundum fjötur um fót. Fyrir suma
þeirra eru myndirnar farseðill á vit sköp-
unarfrelsis sem er fylgifiskur sparnaðar og
minni væntinga auk þess sem þær eru sann-
kölluð blessun til handa uppbelgdum og lang-
stressuðum iðnaði í fjárþröng. Aðrir einfaldlega
þrá að breyta til.
Nokkrir fylgja sögulegu fordæmi, líkt og
Francis Ford Coppola, sem snýr aftur til smá-
mynda á borð við Rumbling Fish og The Outsid-
ers, eftir vandræðin sem fylgdu One From the
Heart og Apocalypse Now. Í sumar var frum-
sýnt spennudramað Tetro, við góðar móttökur
gagnrýnenda. Myndin fjallar um bræðraleit (sá
yngri leitar þess eldri, rithöfundar sem hvarf í
Argentínu.) Tetro kostaði ámóta mikið og fimm
mínútur af The Godfather III.
Steven Soderbergh hvíldi stórvirkin með gerð
Bubbles (́05), sem kostaði smáaura og státar
ekki af neinum þekktum leikara, en hann var að
frumsýna The Girlfriend Experience, með klám-
myndastjörnunni Söshu Carey, og virkar eins og
svaladrykkur eftir ofvöxtinn sem hljóp í Che
(248 mín., og kolféll), og Ocean-þrennuna með
sínu endalausa, illþolandi stjörnuflóði.
Eftir þrennuna um Spider-Man – Kónguló-
armanninn (og þá fjórðu á teikniborðinu), sneri
Sam Raimi sér skyndilega að upphafinu í hroll-
vekjugeiranum. Afraksturinn var Drag Me To
Hell, besta hrollvekja sem sést hefur um árabil
og var frumsýnd í sumar. Ódýr, vel gerð og skil-
aði vænni fúlgu í kassann.
Og Ang Lee snýr sér í fyrsta skipti í áratug
frá dýrum stórvirkjum með hinni litlu og lau-
fléttu Taking Woodstock, þar sem hippa- og
sýruveislan mikla frá 6́9, er skoðuð í fersku og
gamansömu ljósi.
Hreinsunareldur
Soderbergh kallar þessi kvikmyndalegu frá-
vik, „hreinsunarelds-myndir“, þær virki líkt og
afvötnun. Það sé auðvelt að venja sig á gerð stór-
mynda þar sem leikstjórarnir eiga þess að vænta
að allt sé lagt upp í hendurnar á þeim. Þetta er
þægilegt ferli og engin ástæða til að hafa einhver
ósköp fyrir hlutunum. Hann telur jafn nauðsyn-
legt að sleppa frá þessum aðstæðum og valdi
Mendes sér nýja áhöfn; kvikmyndatökustjóra,
klippara og framleiðsluhönnuð, er hann hóf gerð
17 millj. dala gamandramans Away We Go.
Auk minnkandi fjármagns er Hollywood að
skera niður risavaxinn auglýsinga- og kynning-
arkostnað og gera framleiðsluna vistvænni. Í því
skynir eru sýnishornin og auglýsingaherferðir
látlausari og áhafnirnar aka um á Prius-
blendingum. Afraksturinn aukin sparnaður og
lítil yfirbygging. Mendes finnst hann ekki leng-
ur keisari í veldi sínu og hefur minni sekt-
arkennd þar sem hann er að spara mannskap og
fjármagn.
Away We Go þýðir vel þeginn flótta hjá Men-
des á vit rómantískra gamanmynda, eftir ára-
langa viðveru í hjónabandsmartröðum á borð við
Revolutionary Road. Hann er alsæll með að
handritshöfundarnir, Dave Eggers og Vendela
Vida, eru hamingjusöm og harðgift hjón. Þau
elska hvort annað – líkt og hjónin í myndinni.
Líkt og persónurnar í Revolutionary Road, þrá
þau að flýja á brott og nú tekst þeim það. Hann
segir að unga parið í Away We Go, túlki mun
betur hans eigið lífsviðhorf en Wheeler-hjónin í
Revolutionary Road. Hann segist ekki hafa dá-
læti á skáldinu Richard Yates, en hráslagaleg
heimssýn hans þótti setja mark sitt á myndina.
Ang Lee segir að Taking Woodstock sé svar
hans við að hafa legið yfir gerð sex harmleikja í
röð, síðustu 13 árin. Lust, Caution (́07), síðasta
mynd hans á undan, fjallar um meðlim í kín-
versku andspyrnuhreyfingunni sem fær það
verkefni að tæla æðsta mann japönsku leyni-
þjónustunnar á meðan á hernámi þeirra stóð í
síðari heimsstyrjöldinni. Hinn taívansk-ættaði
Lee hefur sagt að myndin hafi verið síðasta
hálmstráið, ekki aðeins kynlífsþátturinn, heldur
hefði yfirþyrmandi atburðarásin og manndrápin
verið honum nánast um megn. Myndin storkaði
föðurlandsást kínversks samfélags og leikstjór-
inn varð var við mikinn, utanaðkomandi þrýst-
ing, flest hefði gengið of langt og hann staðið
uppi í lokin sem hálfgerð taugahrúga.
Kínverska kvikmyndaeftirlitið krafðist þess
að sú útgáfa Lust, Caution, sem sýnd var á meg-
inlandi Kína, yrði stytt um heilar sjö mínútur og
aðalleikkonunni, Tang Wei, var bannað að koma
fram til að kynna myndina í kínverskum fjöl-
miðlum. Deilurnar lögðust þungt á Lee, hann
þurfti á andlegri og líkamlegri afslöppun að
halda og gera eitthvað ljúft og fallegt.
Í Taking Woodstock lyftir hippabyltingin frá
ofanverðum 7. áratugnum og kætir hugi áhorf-
enda. Hér er ekki um tónlistarmynd að ræða og
inniheldur ekki einn filmubút frá hinni einstöku,
rösklega fertugu tómlistaruppákomu. Þess í stað
segir Lee sögu af Elliot Tiber, skylduræknum,
samkynhneigðum syni sem reynir að bjarga
fjárhag foreldra sinna með því að halda þriggja
daga tónlistarveislu á landi þeirra í Catskills.
Þar á friður, ást og samheldni að ráða ríkjum
undir stanslausu, dúndrandi rokki.
Með kostnað upp á 30 milljón dala, telst verð-
miði Taking Woodstock mjög svo penn í augum
kvikmyndaveranna, þó helmingi dýrari en
Brokeback Mountain, og liggur hækkunin eink-
um í geysilegum fjölda aukaleikara (extras), sem
töldu í kringum 500 manns, í fullum skrúða
hippaáranna. Þó var samsetning myndarinnar
létt og leikandi, öndvert við hin vel kunnu, háal-
varlegu drömu Lees. „Að öllu jöfnu áttu þess
kost í dramatískum verkum að stilla upp per-
sónum og átökum, að þessu sinni var hann ekki
til staðar,“ hefur leikstjórinn látið hafa eftir sér.
„Woodstock-tónleikarnir lögðu undir sig þorpið
og samfélaginu tókst að þrauka þá áfallalítið af.
Það er töfrum líkast, tilviljun sem gerir
kvikmyndagerðarmönnunum erfiðara fyrir því
slíkt er ekki venjulegt ástand heldur mjög óhefð-
bundið. Þetta þýddi áskorun sem ég tók feig-
insamlega.“
Engar stjörnur
Tetro, Taking Woodstock, Away We Go, The
Girlfriend Experience og Drag Me to Hell, státa
ekki af rótgrónum stjörnum af þeirri stærðar-
gráðu sem jafnan lenda á stuttum óskalista kvik-
myndaveranna. Í Taking Woodstock, leitaði Lee
til uppistandarans Demetris Martin til að fara
með aðalhlutverkið og bað aðra leikara að temja
sér náttúrulegan leikstíl hans. Eftir þrjár, risa-
vaxnar, stjörnum prýddar metaðsóknarmyndir,
leitaði Raimi einfaldleikans við gerð Drag Me to
Hell, sem kostaði „litlar“ 30 milljónir dala, með
Alison Lohman (Matchstick Men), í aðal-
hlutverki, nafni sem almenningur kveikir ekki
samstundis á. Raimi skildist að hann hefði ekk-
ert að gera við öll þau nöfn, brellur og leikföng
sem prýtt hafa myndir hans að undanförnu, það
eina sem hann þarfnaðist var góð leikkona.
Í The Girlfriend Experience, sem lýsir dag-
legu lífi háklassa-gleðikonu, samdi Soderbergh
sögu í kringum klámdrottninguna Grey. Hann
telur að þegar kemur að því að nýta krafta
ómenntaðra leikara þá þurfi að skapa þeim al-
gjöran vinnufrið til að fá það sem þeir luma á
undir niðri. Það sé einkar skemmtilegt því leik-
stjórinn verði að reyna á hvað þeir geta gefið af
sér án þess að þvinga þá.
Mendes segist nota ólíka leikara fyrir ólík
hlutverk. John og Maya þurftu á trausti að halda
hjá leikstjóranum, en það sama hefði verið uppi á
teningnum hjá Kate Winslet og Leonardo Di-
Caprio í Revolutionary Road.
Away We Go er afslappaðri, þarfnast spuna og
tjáningarfrelsis. „Ef þú vinnur sífellt með
smásjá þá glatarðu yfirsýninni,“ segir leikstjór-
inn. „Myndin snýst um yfirsýnina og leyfir per-
sónunum að hrærast í landslaginu.“
Viðbrögðin við myndunum hafa verið blönduð.
Drag Me to Hell, hlaut mjög góða dóma en
þokkalega aðsókn; Taking Woodstock virtist
fara fyrir brjóstið á gestum Cannes kvik-
myndahátíðarinnar í vor, sökum þess að ekki var
um tónlistarmynd að ræða. Það má vera að þess-
ar smámyndir hefðu hlotið betri móttökur væru
þær gerðar af minni spámönnum. Og þó. Away
We Go, hefur þegar hlotið afbragðs dóma – frá
Mendes, sem segist hafa unun af því að horfa á
myndina sem endurspegli ánægjulegt samstarf
hans og aðalleikaranna. „Ég er tvímælalaust
upprifinn,“ segir Mendes, sem snýr sér næst að
gerð myndar um ofurhetjuna Preacher og Lee
er á svipuðum nótum en nýja myndin hans, The
Hands of Chang-Chi, er byggð á teiknimynda-
fígúru frá Marvel hasarblaðaútgáfunni. Soder-
bergh heldur sig aftur á móti við smámyndirnar,
The Informant, 20 milljón dala mynd með Matt
Damon, kemur á markaðinn í haust. Raimi er að
undirbúa ódýra endurgerð The Evil Dead en
Coppola er greinilega farinn að taka því rólega í
leikstjórahlutverkinu.
Leikstjórar lækka seglin
Away we go Hjónakornin eru leikin af þeim John Krasinski og
Mayu Rudolph.
Drag Me To Hell Alison Lohman í vondum málum.
Leikstjóri Sam Mendes
nýtur frelsisins í kvik-
myndagerðinni.
Leikstjóri Sam Raimi
hvarf aftur til upprunans
í hryllingnum.
Girlfriend experience Daglegt líf háklassa-gleðikonu.
Leikstjóri Steven Soder-
bergh hvílir stórvirkin.
Taking Woodstock Demetri Martin leikur unga manninn sem
blæs til hippa-hátíðarinnar.
Tetro Alden Ehrenreich leitar bróður síns í Argentínu.
Leikstjóri Francis Ford
Coppola hefur líka vikið
frá rándýrum myndum.
Leikstjóri Ang Lee stýrði
hippa-og sýruveislunni
um Woodstock.