Morgunblaðið - 06.09.2009, Side 35

Morgunblaðið - 06.09.2009, Side 35
35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 unni að halda upp á afmælisdaga og í Feyki, fréttablaði á Norðurlandi vestra, segir Karl í tilefni þess að Bangsi var kjörinn Norðvestlingur ársins 2008, að Bangsi hafi haldið upp á afmælisdaginn sinn með stæl. „Fyrst bauð hann börn- unum og bauð upp á harðfisk, gos og fleira gott og um kvöld- ið kom fullorðna fólkið og þá jókst nú fjörið. Ég man eftir því að hafa dansað niður úr sokkaleistunum í afmæli hjá Bangsa. En meginreglan var sú að þegar karlarnir færu að syngja þá væri tímabært fyrir börnin að fara heim.“ Og nú bætir Karl við: „Bangsi hefur aldrei látið græðgina ná tökum á sér. Hann er mikill lífskúnstner, hvers manns hugljúfi og er allra vinur, barna sem fullorðinna. Hann er snillingur en miklast ekki. Hann segist oft ekki vera neitt, en hann er allt. Gælunafnið Bangsi hefur fylgt honum frá bernsku og segir sitt um þennan mjúka og hlýja mann, sem allir vilja eiga að vini.“ „Hvunndagshetja á Hvammstanga“ Hvunndagshetju á Hvammstanga kallaði Feykir Bangsa, þegar blaðið tilkynnti val hans sem manns ársins, sem hann deildi með yfirlögregluþjóninum á Sauðárkróki; Stefáni Vagni Stefánssyni. Bangsi horfir í gaupnir sér, þegar ég spyr hvort honum hafi ekki þótt til um upphefðina. „Æ ég veit ekki,“ tautar hann svo. „Veizt þú hvað er hvunndags- hetja? -Er það ekki hversdagshetja? „Jæja. Ég er ósköp hversdagslegur maður. En skjalið sem þeir afhentu mér hef ég ekki heima við. Það er bezt geymt úti í bókasafni.“ Árni Sæberg var búinn að hafa mörg orð um harðfiskinn og hákarlinn hans Bangsa. Það sýndi sig að hann hafði ekki sagt um of. Bangsi herðir fisk og verkar grásleppu og hákarl og húsmæðurnar á Vatnsnesi segjast ekki geta án hans ver- ið. Þær halda rómað fjöruhlaðborð í Hamarsbúð einu sinni á ári og þar er margt á boðstólum úr smiðju Bangsa; súrsuð selseistu og ýmislegt annað. Hann horfir bara kíminn til hafs þegar ég spyr hann út í matseðilinn. Og það kennir ýmissa grasa í hjallinum hans hjá Hamarsbúð. Krakkarnir eru enn á bryggjunni þegar við komum í land. Hann talar við þau eins og fullorðið fólk og þá auðvitað um sjóinn. Og köllin fylgja okkur upp eftir: Bangsi, Bangsi. Hve- nær fæ ég að fara með þér á sjó? Morgunblaðið/Árni Sæberg Síld, síld Komið að á kjaftfullum báti af síld. Snúinn Hákarl losaður frá síðunni. Úr myndasafni Bangsa Bátasmiðurinn Karlinn setur tvo niður. Hvammstangi Bangsi liggur í blíðamorgni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.