Morgunblaðið - 06.09.2009, Síða 49

Morgunblaðið - 06.09.2009, Síða 49
Minningar 49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 ✝ Ólöf Ólafsdóttirfæddist á Siglu- firði 24. september 1925. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað laugardaginn 29. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Ólafur Stefán Einarsson, lög- reglum., f. 24.12. 1902, d. 30.11. 1980 og kona hans Steinunn Ísaksdóttir hjúkr.k., f. 2.12. 1890, d. 17.12. 1962. Systkini Ólafar: Elva Ólafs- dóttir, f. 11.3. 1930. Maki: Guðjón Indriðason, f. 1937, d. 2004 og Jó- hann Ísak Veigar Ólafsson f. 19.7. 1933, d. 28.8 1935. Hálfsystir Ólafar: Fjóla Steinsdóttir, f. 15.10. 1916, d. 12.12. 1997. Maki: Lúðvík Jósefsson, f. 1914, d.1994. Ólöf, jafnan kölluð Lóló, ólst upp á Siglufirði. Hún vann um skeið við verslunarstörf og um tvítugt var hún einn vetur við nám í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni. Ólöf giftist Ólafi Helga Jónssyni húsgagnasm.m. 31. des. 1946. Hann fæddist á Norðfirði 24.8. 1925. For- eldrar hans: Jón Kristinn Baldvins- son, f. 17.12. 1896, d. 23.9. 1938 og Kristjana Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 1.6. 1900, d. 5.8. 1960. Fyrstu hjú- a) Inga Sif, f. 31.7. 1968. Maki: Sig- urþór Þórarinsson, f. 28.11. 1966. Þau eiga 3 börn. b) Ólöf, f. 4.8. 1969. Maki: Björn S Stefánsson, f. 15.3. 1968. Þau eiga 2 börn. c) Helga Haf- dís, f. 8.5. 1975. Maki: Styrmir Freyr Böðvarsson, f. 27.4. 1971. Þau eiga 2 börn. 4) Hugrún Helga, f. 26.1. 1951. Maki: Sigurbjörn Jónsson, f. 23.8. 1953. Börn þeirra: a) Jón Ólafur, f. 5.6. 1977. b) Steinunn Salóme f. 23.6. 1980. Maki: Heiðar Már Ólafsson, f. 21.10. 1980. Þau eiga 2 börn. Áður átti Hugrún Helga, dótturina Dag- mar Helgu, f. 10.2. 1970. Maki: Tóm- as Kárason, f. 29.8. 1965. Þau eiga 3 börn. 5) Kristjana Sigríður, f. 26.1. 1951. Maki: Walter Ketel, f. 11.7. 1952. Börn þeirra: a) Andreas Ólaf- ur, f. 7.1. 1976. Maki: Elín Guð- mundsdóttir, f. 6.1.1976. Hann á 1 son. b) Róbert Veigar, f. 20.4. 1980. Maki: Inga Dröfn Sváfnisdóttir, f. 27.6. 1982. Þau eiga 2 börn. c) Hug- rún Helga, f.14.10. 1982. Maki: Óð- inn Ólafsson, f. 6.9. 1978. Þau eiga 2 börn. 6) Sólveig, f. 30.5. 1954. Maki: Þorgrímur Ólafsson, f. 19.6. 1955. Börn þeirra: a) Ólafur Helgi,f. 8.9. 1975. Maki: Linda Pálsdóttir, f. 1.3. 1977. Þau eiga 4 börn. b) Sólrún Dröfn, f. 2.12. 1981. Maki: Georg Salvamoser, f. 30.11. 1971. Þau eiga 3 börn. Útför Ólafar var gerð frá Norð- fjarðarkirkju, laugardaginn 5. sept- ember síðastliðinn og fór athöfnin fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira: mbl.is/minningar skaparárin bjuggu þau Ólöf og Ólafur Helgi á Siglufirði og þar fæddust öll börn þeirra en árið 1955 fluttust þau með barnahópinn til Nes- kaupstaðar og bjuggu þar upp frá því. Börn Ólafar og Ólafs Helga eru: 1) Veigar Ísak, f. 24.3. 1947. Maki: Guðbjörg María Kristjánsdóttir, f. 23.6. 1948. Börn þeirra: a) Hlynur f. 28.1. 1973. Maki: Þórhalla Andr- ésdóttir, f. 30.11. 1973. Þau eiga 3 börn. b) Birkir, f. 4.1. 1987. 2) Jón Kristinn, f. 2.12. 1948. Maki: Jó- hanna Hrefna Ásmundsdóttir, f. 4.9. 1950. Börn þeirra: a) Ásmundur Hálfdán, f. 5.5 1971. Maki: Ellen Halla Brandsdóttir, f. 24.11. 1971. Þau eiga 3 börn. b) Vilborg Elva, f. 29.7. 1974. Maki: Valdimar Her- mannsson, f. 11.6. 1960. Hún á 2 börn. c) Fjóla Rún, f. 21.7. 1980. Maki: Guðmundur Sigurðsson, f. 6.5. 1978. Þau eiga 2 börn. d) Helga Kristín, f. 18.2. 1985. Maki: Brynjar Kárason, f. 9.5. 1983. Þau eiga 1 barn. 3) Ólöf Steinunn, f. 31.10. 1949. Maki: Gísli Steinar Sig- hvatsson, f. 29.11. 1943. Börn þeirra: Nú er elsku hjartans mamma mín dáin, sú besta sem nokkur dóttir get- ur eignast. En þrátt fyrir mikinn trega og söknuð þá finn ég fyrst og fremst til þakklætis fyrir að hafa átt hana að svona lengi. Ég veit að nú hefur góður guð tekið á móti henni þar sem englar passa hana og vernda. Hún var svo einstaklega góð, skiln- ingsrík og hjálpsöm og hafði alltaf svo gaman af okkur krökkunum en oft var mikið fjör á heimilinu. Strax í upphafi varð ég mikil mömmustelpa og veit ég að streng- urinn sterki sem alltaf var á milli okk- ar, hann slitnar aldrei. Elsku hjartað mitt. Guð geymi þig og verndi. Nú ferð þú, mín móðir, til æðri heima, þér fylgir mín ást, mín von og trú. Ég veit að guð minn þig ætíð mun geyma, mín elskaða móðir….Ég kveð þig nú. Sólveig Ólafsdóttir. Elsku mamma. Þá er þessu lokið, allavega að sinni. Síðustu mánuðir voru þér erfiðir bæði andlega og líkamlega. Andlega af því að þú vildir ekki vera upp á aðra kom- in og líkamlega þar sem þú varst orð- in svo veik. Þú sem aldrei vildir vera upp á aðra komin og ekki láta hafa fyrir þér varðst að sætta þig við það hlutskipti. Ótal minningar hafa sprottið upp í huga okkar undanfarna daga þar sem við höfum hugsað um það sem við gætum skrifað þér. Allar minningarn- ar um þig eru góðar enda varst þú góð og hlý manneskja. Við minnumst síðustu samveru- stundanna okkar hér í Neskaupstað um verslunarmannahelgina þegar þú og pabbi komuð með okkur í bíltúr og við sýndum ykkur hvað bærinn var mikið skreyttur. Svo fórum við inn á Hámundastaði. Hvað þú hresstist alltaf þegar við systurnar komum í heimsókn Elsku mamma, nú á kveðjustund þökkum við fyrir hverja samveru- stund með þér og fyrir allt sem þú kenndir okkur. Minningarnar okkar er mikill fjársjóður sem við munum ávallt varðveita. Elsku mamma. Við vitum að þú ert komin á betri stað og þér líður betur, allar þjáningar þínar horfnar. Við kveðjum þig með margar góðar minn- ingar í hjarta. Við vitum að þú vakir yfir okkur og verndar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Minning um góða móðir lifir. Þínar dætur, Hugrún Helga og Kristjana. Elsku Lóló, nú er komið að kveðju- stund. Við viljum þakka þér allar hlý- legu samverustundirnar sem við höf- um átt hér í Neskaupstað. Allar góðu móttökurnar sem við og börn og barnabörn fengum þegar við komum í heimsókn að Hámundarstöðum og í Breiðabliki eftir að þið Olli fluttust þangað. Þú varst svo barngóð og gafst þér svo góðan tíma til að tala við börnin okkar og barnabörn. Á kveðjustund viljum við þakka tengdamóður okkar fyrir það sem hún hefur gefið okkur. Munum við minnast hennar með stórt hjarta og góða sál Megi tengdamóðir okkar hvíla í Guðs friði. Walter og Sigurbjörn. Tengdamóðir mín, Ólöf Ólafsdóttir, er látin, 83 ára að aldri. Mæt og góð kona er fallin frá og hjá aðstandend- um hennar ríkir sorg en umfram allt söknuður því vissan um það að hún er hvíldinni fegin eftir langvarandi og erfið veikindi veitir nokkra huggun. Rúmlega fjörutíu ár eru liðin frá því að ég kom í fyrsta sinn inn á heim- ili tengdaforeldra minna og undi mér strax vel með þessari glaðværu og samhentu fjölskyldu. Og það var sannarlega oft glatt á hjalla á Há- mundarstöðum og af margvíslegu til- efni, afmæli, jól og páskar. Tengda- móðir mín sá um veisluföngin af alkunnri list og allt fram borið af smekkvísi. Og svo brást það ekki, að tengdafaðir minn settist við píanóið og lék listilega af fingrum fram ýmis sönglög og dægurflugur og auðvitað tóku viðstaddir lagið. Tengdamóðir mín var sátt og ánægð með lífið og tilveruna í Nes- kaupstað. Hún var lengst af heima- vinnandi og gaf börnum sínum allan þann tíma sem þau þurftu. Barnahóp- urinn var stór og þurfti mikils við. Tengdamóðir mín hafði flest á valdi sínu sem prýddi góða húsmóður. Mat- seld, bakstur, saumaskap og prjón lærði hún af móður sinni og hús- mæðranám á Laugarvatni forðum daga reyndist notadrjúgt. Fé- lagsstörf voru ekki ofarlega á blaði en þó tók hún þátt í starfi kvenfélagsins um tíma og af talsverðum þrótti og einnig kom hún að starfi eldri borgara og fannst það gefandi og skemmti- legt. Lóló tengdamóðir mín kom vel fyr- ir, grönn og fremur lágvaxin, ljós yf- irlitum og fríð sýnum. Að skaplyndi var hún blíðlynd og lét ekki á því bera ef henni þótti eitthvað miður fara. Hún virtist í fyrstu hlédræg en við nánari kynni viðræðugóð og oft hnytt- in í tilsvörum. Það leyndi sér ekki að börn hennar, tengdabörn og afkom- endur allir mátu hana mikils og þótti undur vænt um hana. Aldrei fann ég þetta betur en þegar fjölskyldan kom saman á ættarmót- um og ekki síst þegar haldið var upp á áttræðisafmæli þeirra hjóna. Þá sat þessi hægláta kona við há- borðið, að vanda vel til höfð en það var metnaður hennar, silfurgrátt hárið prýddi hana og andlitið ljómaði af gleði og stoltið leyndi sér ekki þegar hún virti fyrir sér stóran hóp afkom- enda sinna. Og hún var miðpunktur- inn, ættmóðirin og til hennar lá stöð- ugur straumur. Það var eins og allir viðstaddir hefðu sérstaka þörf fyrir að votta henni virðingu og þakklæti fyrir ástúð hennar og umhyggju. Þessi væntumþykja og virðing af- komendanna lýsir betur en mörg orð eðlislægum mannkostum tengdamóð- ur minnar. Að leiðarlokum þakka ég órofa vináttu, gæsku hennar og vel- vild. Blessuð sé minning hennar. Gísli Steinar Sighvatsson. Nú ertu farin frá okkur, elsku amma mín, og verður þín sárt saknað. Ég á ekkert nema fallegar minningar um þig, t.d. öll þau sumur sem við komum í heimsókn til ykkar afa á Norðfjörð, þá var það fyrsta sem við sáum þegar við keyrðum upp inn- keyrsluna á Hámundarstöðum þú, amma Lóló, standandi útá tröppum til að taka á móti okkur með útbreiddan faðm þinn. Mikið var þetta yndislegur tími að koma til ykkar enda stjanaðir þú við okkur eins og þér einni var lag- ið. Ég mun aldrei gleyma hve þolin- móð þú varst þegar ég var glamrandi á píanóinu hans afa dag eftir dag og alltaf var það sama lagið sem ég tók en alltaf komst þú inn í stofu og hrós- aðir mér hvað þetta væri flott, en afi minn hefur örugglega hugsað á þeirri stundu hvað hann væri glaður að vera farinn að missa smá heyrn, hehe. Fyrir 2 árum síðan flutti ég til Nes- kaupstaðar og fékk ég þau forréttindi að kynnast þér og afa miklu betur en ég gerði, þar sem ég bjó í bænum þá sáumst við ekki nema 1-2 á ári. Síðast- liðinn 2 ár hafa gefið mér svo ofboðs- lega mikið, bara það hafa fengið að knúsa ykkur og kyssa daglega eru meira en orð geta lýst. Elsku amma, mín ég vil þakka þér fyrir alla þær góðu minningar sem ég á með þér og takk fyrir að vera besta og yndislegasta amma í heimi. Hvíldu í friði. Hugrún Helga Ketel. Elsku amma mín, nú skilur leiðir okkar í bili. Söknuðurinn er svo mikill að fátækleg orð mín geta engan veg- inn lýst sorg minni en allar góðu minningarnar ylja mér um hjartaræt- ur. Þegar ég lít tilbaka og rifja upp yndislegu stundirnar okkar saman brosi ég í gegnum tárin. Þú varst svo hjartgóð og yndisleg manneskja og vildir allt fyrir alla gera. Stjanaðir við mann daginn út og daginn inn. Alltaf bakandi góðgæti, prjónandi eitthvað fallegt eða að syngja vísur. Þú varst besta amma í öllum heiminum og finnst mér forréttindi að hafa haft þig inni í mínu lífi. Þú varst svo lítil, sæt, alltaf svo fín til fara og mjúk að maður vildi alltaf vera að knúsa þig og kyssa og ég tala nú ekki um fallega hárið þitt. Ég var alltaf svo ánægð þegar ég var lítil að þú fékkst að velja nafnið mitt og mun ég bera það með stolti í dag. Mér fannst svo gaman að hringja í þig frá Kanada í sumar, takk fyrir öll þessi samtöl amma mín, Þau voru mér mikils virði þegar maður er svona langt í burtu. Þú varst hetjan mín. Ég á svo margar fallegar minn- ingar um þig, amma mín, sem ég mun ávallt geyma og varðveita. Ég þakka allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Ég veit að þú verður alltaf hjá mér, geymd á góðum stað í hjarta mínu. Elsku amma mín, hvíldu í friði. Þín Steinunn. Elsku amma mín, ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þú sem varst svo yndisleg og góð, einlæg og hlý. Þú varst ein bjartasta sál sem ég hef kynnst og alltaf svo geislandi. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig í gegnum símann á mið- vikudagskvöldið og segja þér hvað mér þykir vænt um þig. Ég fer yfir samtalið aftur og aftur í huganum: „Góða nótt, elskan mín, og skilaðu kveðju til allra.“ Ég gerði það, amma mín. Mér þyk- ir svo endalaust vænt um þig og ég veit að góður Guð mun passa vel upp á þig. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert og ég veit að við munum að lokum hittast á ný, amma mín. Þín Sólrún Dröfn. Árið 1925 fæddist hún Ólöf Ólafs- dóttir sem kölluð var Lóló, Hún var amma mín, og ekki bara amma heldur besta amma í öllum heiminum. Þegar ég var yngri þá hlakkaði ég alltaf til að fá að gista hjá ömmu. Við bröll- uðum ýmislegt, fórum í búðarleiki, spiluðum, bökuðum og margt, margt fleira. Amma eldaði oft fyrir mig blá- berjasúpu þegar ég var hjá henni og var hún mikið uppáhald í mörg ár. Svo man ég eftir því þegar ég var að fara sofa þá söng amma alltaf fyrir mig Guttavísu, Siggi var úti og Óska- steinar. Á morgnana vaknaði ég við yndislegan ilm af hafragraut, auðvit- að voru amma og afi löngu vöknuð og afi byrjaður að borða, hann borðaði alltaf hafragraut með banönum, múslí, jarðarberjum og öllu mögulegu en ég og amma fengum okkur bara með banönum og stundum rúsínum. Eitt sinn komu amma og afi í mat til okkar, það voru hamborgarar. Allir borðuðu af bestu lyst og amma og afi auðvitað líka en svo eftir matinn spurði amma okkur, „Mhm, þetta er rosa gott, hvað heitir þetta svo?“ Þetta var það fyndnasta sem ég hefði heyrt í langan tíma og ég hló mig alveg máttlausa. Alltaf þegar við fórum í heimsókn til ömmu og afa var amma alltaf tilbú- in með einhvert góðgæti fyrir mann. Amma var allt sem hægt var að biðja um og jafnvel meira. Svo fyrir nokkrum árum fór amma að ryðga eins og við öll gerum einn daginn en amma var mikil baráttu- kona og komst í gegnum ýmislegt og kvartaði aldrei. Minning ömmu er fallegt ljós sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Unnur Ólöf Tómasdóttir. Það er svo óraunverulegt að sitja hérna og skrifa minningargrein til þín amma mín. Ég var búin að kvíða þess- ari stundu lengi og reyna að undirbúa mig, en maður er aldrei tilbúinn, aldr- ei. Ég var svo smeyk við það að fara út í haust því ég var svo hrædd um að ég myndi ekki sjá þig aftur. Það var svo erfitt að kveðja þig og núna er þessi stund liðin. Ég get svo ekki lýst sorginni sem fyllti mig þegar mamma hringdi í mig tveimur dögum síðar og sagði mér frá veikindunum. En ég reyni að brosa í gegnum tárin yfir öll- um æðislegu minningunum sem við áttum saman. Þessar minningar mun ég geyma að eilífu. Mér þykir svo vænt um þess- ar minningar, elsku besta amma mín. Mér finnst svo sorglegt að hugsa til þess að börnin mín fái ekki að kynnast þér . Ég var orðin svo spennt að gera þig að löngu löngu ömmu, þó svo að þú hafir nú aldrei þótt hávaxin, amma mín. En börnin mín fá að heyra marg- ar sögur af ömmu Lóló á Hámund- arstöðum, heimsins bestu ömmu. Við hvert saknaðartár sem ég felli ætla ég að koma með eitt gleðibros yf- ir því að hafa verið svona heppin að hafa fengið tækifæri til að kynnst þér svona vel. Ég ætla brosa og gleðjast yfir öllum minningunum sem við eig- um saman. Þú hefur verið lasin í gegnum tíðina en alltaf leistu svo vel út og varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla. Alltaf svo glöð og ljúf og hreint út sagt bræddir manns hjarta í hvert sinn með þinni nærveru. Þú hugsaðir alltaf um þarfir annarra fram yfir þínar og ert mesta hetja sem ég hef kynnst. Hefur barist í gegnum hver veikindin á fætur öðru en alltaf verið með bros á vör og sinnt þínum nánustu með þinni einlægni og æðislegu nærveru. Ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð að hafa komið heim í sumar og eytt þessum síðustu mánuðum með þér amma. Mér fannst svo gaman að kíkja á ykkur, spjalla um lífið og tilveruna og það aðeins að finna fyrir nærveru ykkar lét mér líða vel. Þú varst heimsins besta amma, allt sem hægt er að hugsa sér og betra en það. Mér þykir svo vænt um þig að ég get ekki lýst því. Svo ljúf og góð og skemmtilegt að vera í kringum þig. Mér fannst alltaf jafn gaman að koma til þín í heimsókn og fá að kúra hjá ömmu Lóló minni. Og líka þín síð- ustu ár, allar heimsóknirnar á Breiða- blik voru svo skemmtilegar. Það verð- ur svo sorglegt að koma í heimsókn um jólin á Breiðablik og engin amma Lóló í stólnum sínum við hliðina á afa. Og að halda jólin á Nesbakkanum án þín, amma mín, verður tómlegt. Það hefur verið æðislegt að hafa ykkur á jólunum ár eftir ár, og jólin verða ekki söm án þín. En ég veit að þú verður með okkur í anda. Ég hugga mig við það að núna ertu komin á betri stað, komin á friðsælan stað þar sem þú ert hætt að kveljast. Komin á stað þar sem þú hittir þína heitnu ástvini. Stað sem við munum öll hitta þig einn dag- inn aftur. Ég ætla að taka allan þann kraft sem þú gafst mér og nota hann á sem bestan hátt. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, amma mín, Hvíldu í friði. Þín Alexandra. Elsku amma. Nú ertu loksins kom- in í friðinn. Síðustu dagarnir voru erf- iðir og það var sárt að missa þig, elsku amma mín. En nú er róin og friðurinn að færast yfir okkur og ég veit að þú átt þátt í því. Minningarnar sem ég geymi í hjartanu um þig eru yndisleg- ar. Allar stundirnar sem við áttum saman og öll þau heilræði sem þú lagðir að mér í uppeldinu eru allt sem ég er í dag. Ég mun ávalt geyma minningu þína sem ljós í hjarta mínu, ljósið sem aldrei slokknar. Dagmar Helga. Kæra Lóló. Ég kveð þig hér til hinstu hvíldar, frá okkar lifanda lífi séð. Við vitum það jafnvel hér, og þar, að eitthvað annað kemur þar. Dagurinn sem þú valdir til ferðarinnar er góður dagur. Dagur sem mun ávallt minna okkur á þig. Ég mun ávallt hugsa vel um stelpuna þína. Og Kári kveður einnig með orðun- um: Bless, besta amma. Tómas. Ólöf Ólafsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ólöfu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.