Morgunblaðið - 06.09.2009, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 06.09.2009, Qupperneq 57
Velvakandi 57 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr UNDANFARIN sumur hafa börnin á leikskólanum Rjúpnahæð haldið sér- staka uppskeruviku þar sem þau fagna uppskeru úr grænmetisgarði sem þau hafa ræktað. Fyrr í sumar var grænmetisgarðurinn hins vegar eyði- lagður af skemmdarvörgum og því kom ekkert grænmeti upp úr honum í ár. Sölufélag garðyrkjumanna gaf hins vegar leikskólanum grænmeti svo hægt væri að halda uppskeruvikuna, sem var haldin í ár líkt og fyrri ár. Uppskeruvikunni lauk svo með uppskeruhátíð þar sem íslensk kjötsúpa, full af íslensku grænmeti, rann ljúflega niður. Grænmetishátíð Noregur og Ísland í ríkjabandalag STÚLKA í Norður- Noregi stakk upp á því að Noregur og Ísland gengju í ríkjabandalag nú fyrir skemmstu í fjölmiðlum, bæði aust- anhafs og vestan við afar góðar undirtektir. Ég sé strax marga kosti við uppá- stunguna. Ef útkoman verður sú að framtíð Íslands verði háð því að þurfa að vera í ein- hverju samkrulli við nágrannaríki þá væri þarna á ferðinni uppástunga gjör- ólík þeim örlögum sem myndu blasa við okkur við innlimun í Evrópu- sambandið. Í ríkjasambandi við Noreg værum við sjálfstæð eftir sem áður og fengi þá hvor þjóð að halda sínum auðlindum. Langt er síðan sjáendur spáðu því að á fyrri hluta 21. aldarinnar myndu nokkrar frjálsar þjóðir í norðri mynda með sér ríkjabandalag – Norður- bandalagið með það að meginmark- miði að gæta norðursins. En þessi ríki væru Ísland, Noregur, Fær- eyjar og Grænland að viðbættu Kanada til að gæta vesturhlutans og til að verja austur og suður- landamærin, – Rússland! Mikill áróður hefur verið rekinn fyrir því vestanhafs allt frá 1946 að Rússar séu vond grýla. En við sem munum heimsstyrjöldina síðari munum að Rússar voru þá okkar bandamenn og báru raunar hitann og þungann af stríðinu við Þjóðverja sem voru þá að sjálfsögðu hin eina og sanna vonda grýla. Við Íslend- ingar seldum bandamönnum okkar Rússum fiskinn okkar og fengum þess í stað olíu frá þeim. Aldrei reyndu Rússar að beita okkur her- valdi eins og t.d. Bretar. Öll okkar viðskipti við Rússa hafa raunar ver- ið sérlega vinsamleg allt frá upphafi og því hljóta Rússar að falla í flokk bandamanna okkar. Við höfum bara um tvær leiðir að velja: Annaðhvort að vera einir á báti áfram, eða beita okkur fyrir stofnun Norður- bandalagsins. Ég er svo einfaldur að ég á alveg til að trúa spádómum, – þar á meðal þessum. Karl Jónatansson. Flugeldasýning á Menningarnótt UNDIRRITAÐUR vill þakka Orku- veitu Reykjavíkur fyrir að fjár- magna flugeldasýningu á Menning- arnótt Reykjavíkur í ár eins og undanfarin ár. Umfang flugeldasýn- ingar var mjög við hæfi. Því miður fannst mér framkvæmd sýningarinnar mistakast í ár, a.m.k. fyrir okkur sem höfð- um staðsett okkur á sama stað og í fyrra. Nú brá svo við, að eingöngu þeir sem næstir voru mið- bænum (TRH), sáu og nutu. Spurning mín er: hvers vegna var ekki sami háttur hafður á varðandi staðarval skotpalla og í fyrra? Áhugasamur áhorf- andi. Týndir Ecco- sandalar Á ferðalagi frá Akureyri til Ísafjarð- ar, Tálknafjarðar og Reykjavíkur og aftur til baka til Akureyrar týndust nýlegir kvenskór, millibrúnir Ecco- sandalar, nr. 42. Finnandi hafi samband við Snjó- laugu í síma 461-2094 eða 869-7400. Löfbergs Lila Eitthvert albesta kaffi sem ég hef fengið um dagana keypti ég í Kjöt- borg um daginn. Í gegnum tíðina hef ég reynt margar tegundir og fáar hafa slegið í gegn til þessa. Reyndar drakk ég Maxwel House um árabil og þótti gott, en það jafn- ast ekki á við Löfbergs Lila sem ég er að drekka þessa dagana og að lík- indum um ókomna framtíð. Aðspurðir sögðu þeir Gunnar og Kristján kaupmenn Jónassynir í Kjötborg, að hið gamalgróna Ry- dens-kaffi flytji sælgætið inn. Heimir L. Fjeldsted. Hefur þú skoðað Smámuna- safnið í Sólgarði? ÞAÐ er með hreinum ólíkindum hve safnið er vel úr garði gert. Öll- um dýrgripum raðað af mikilli smekkvísi. Ryðgaðir og notaðir naglar öðlast nýtt líf. Lyklar af öll- um stærðum og gerðum. Að ekki sé minnst á öll verkfærin, sum hver löngu gleymd. Sverrir heitinn Hermannsson, húsasmíðameistari, og hans fólk á þakkir skildar fyrir framtakssem- ina. Hægt væri að skrifa endalaust um alla þessa dýrgripi. Í mínum huga er safnið dýrgripasögusafn, og vona ég að sem flestir geri sér ferð að Sólgarði í Eyjafjarðarsveit, tæpa 30 km sunnan Akureyrar. Sjón er sögu ríkari. Guðrún Björnsdóttir, Reykjavík.     Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.