Saga


Saga - 1951, Side 39

Saga - 1951, Side 39
213 dóttur móðursystur sira Jóns á Prestsbakka Steingrímssonar. bb) Sesselja kona Jóns Ingimundar- sonar. Þeirra sonur var Þorfinnur lrm. á Brenniborg. /. Ólöf er enn talin dóttir Steingríms, kona Jóns Kárssonar Bergþórssonar (Espólín 2130). Hvorugt þeirra Ólafar eða Jóns virðist vera á lífi 1703, nema um sé að ræða Ólöfu Steingrímsdóttur, sem 1703 er 25 ára, gift Þorkeli á Nesi í Flókadal í Fljótum Jónssyni. Eitt barna Jóns og Ólafar er talið: aa) Kár bóndi á Stórubrekku á Höfða- strönd, sem átti Guðfinnu dóttur Gunnars á Á í Unadal Björnssonar, langafi Nathans Ketilssonar. Ekki telur Steingrímur biskup Ólöfu með- al barna Steingríms og Sólveigar, og erf- itt er að finna ættfærslunni stoð í mann- talinu 1703. Því hygg ég, að málum sé blandað um Ólöfu og Jón og vafasamt, að Kár í Stórubrekku sé af Steingrími kominn. Hér skulu að lokum leiðrétt nokkur atriði í settatölum Espólíns: 1) Þuríður sú Jónsdóttir Þorleifssonar í Köldukinn, sem á p. 6134 er talin kona Kárs Sæmundssonar og móðir Sólveigar Kársdóttur, hygg ég að hafi verið móðir sira Sæmundar í Glaumbæ og Margrétar Kársdóttur konu Arngríms Ljótssonar.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.