Saga


Saga - 1951, Side 8

Saga - 1951, Side 8
182 Síðan er hermt orðrétt samtal þeirra systra um bóndaefni hvorrar um sig, eins og höfundar skáldsagna eru vanir að gera um samtöl sögu- persóna sinna. Þóra in yngri hefur samtalið á því, hversu lengi þær rnuni bíða ógefnar í föðurgarði. Þóra in eldri svarar því svo, að sæmilegt sé að vera með „föður og móður“. Nú segja annálar „Solveigu Jónsdóttur" dána 1193.1) Er vafalaust átt við Solveigu konu Guðmundar gríss, sem í einum annál er sögð gift 1168.2) En ef Solveig lézt 1193, þá hafa þær systur ekki verið með föður „og móður“ 1196, er samtal þeirra á að hafa orðið. Lyktar samtali þeirra systra svo, að Þóra in yngri kveðst óska þess, ,,at Jóra biskupsdóttir and- aðist, en Þorvaldur Gizurarson færi hingat ok bæði mín“. Sennilega eiga engir vottar að hafa verið að þessu samtali systranna. Lesandi frásagnarinnar á víst að geta sér þess til, að sögnin sé frá annarri hvorri systranna runnin, líldega frá Þóru yngri, með því einn niðja hennar skráir eða lætur skrá sögnina. En þá sýnist ekki líklegt, að hún hefði getið óskar sinnar um andlát Jóru biskupsdóttur. Ósk um slíkt er vægast sagt of smekklaus til þess, að slík höfðingskona sem Þóra yngri hefur vænt- anlega verið, hafi látið sér slík orð um munn fara, og því er síður líklegt, að hún hefði látið þau ganga til barna sinna. Um gjaforð þeirra systra fer alveg eins og í „sögu“. Þorvaldur kemur og annar höfðingi 1) Isl. Annaler bls. 62, 120, 180. Flateyjarb. IV. 354. 2) Isl. Annaler bls. 381.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.