Saga - 1951, Blaðsíða 21
195
Þorbjörnsson. Síðari maður Guðrúnar Þor-
steinsdóttur var Finnur á Hofsá í Svarfaðar-
dal Helgason. í Vallholtsannál segir, að sira
Egill hafi dáið 73 ára 1641 og hafi verið
kvæntur Oddnýju Sigfúsdóttur prests á Stað í
Kinn Guðmundssonar. Síðari kona hans er
ekki nefnd þar, en varla getur þó verið vafi
á því, að hann hafi verið tvíkvæntur, svo
fortakslaust er það sagt í ættartölum, og Oddný
Sigfúsdóttir mun hafa verið of gömul til að
vera móðir sira Ólafs á Brúarlandi. Þá skal
þess getið, að Oddný kona Sveins bónda í
Syðra-Haganesi 1703 Guðmundssonar, 67 ára
þá, mun vera alsystir sira Ólafs á Brúarlandi,
heitin eftir fyrri konu sira Egils.
Einna elzt barna Steingríms hins eldra og
Guðlaugar Þorsteinsdóttur mun hafa verið
A. Þorsteinn, sem árið 1664 býr í Framnesi í
Blönduhlíðarhreppi og 1673 er þar hrepp-
stjóri og enn 1678. Hann varð lögréttumað-
ur úr Hegranesþingi 1677, en dó 1685,
sennilega hátt á sjötugsaldri eða kominn
á áttræðisaldur. Kona hans er í ættartöl-
um1) nefnd Ólöf Ólafsdóttir, en ekki veit
ég deili á henni. Börn hans og sennilega
þeirra beggja voru:
a. Ólafur kvæntur Sigríði Sigurðardóttur
bónda á Tjörnum í Sléttuhlíð, bróður
Ásgríms skálds í Höfða, Magnússonar.
Hann mun hafa dáið 1676, með því að
30. nóv. það ár bað Þorsteinn faðir Ólafs
um dóm fyrir því, hver skyldi hafa um-
1) Espólín 4201.