Saga - 1951, Blaðsíða 64
238
ef á þurfti að halda, enda höfðu þeir fangelsi á
biskupsstólunum og notuðu það óspart, þegar
þeir töldu þess þörf. Menn, sem biskuparnir
höfðu þannig fengið fang á, voru hispurslítið
kúgaðir til játninga og loforða, svo sem Bjarni
í Hvassafelli af Ólafi Rögnvaldssyni á Hólum
og Jón Sigmundsson í Skálholti af Stefáni Jóns-
syni, að ógleymdri fjárkúgun Gottskálks bisk-
ups Nikulássonar af Björgu Þorvaldsdóttur,
konu Jóns Sigmundssonar. Biskupar höfðu ver-
aldarvald í málum þeim, sem lutu valdi þeirra,
á borð við ina ríkustu veraldarhöfðingja lands-
ins. En þar að auki höfðu biskupar ið „andlega"
vald, kirkjuagann, skriftir, forboð og bann, sem
þeir beittu óspart, ef því var að skipta. Því fór
svo, að enginn inna veraldlegu höfðingja, hversu
auðugur og mikilhæfur sem hann var, mátti til
lengdar reisa rönd við valdi biskupanna. Það var
segiin saga, að allir urðu þeir að láta bugast
fyrir því valdi, nema dauðinn lyki áður skiptum
þeirra, eins og skiptum þeirra Stefáns biskups
og Bjarnar Guðnasonar. Og ekki voru sumir
þessara kirkjuhöfðingja fjarri notkun fals-
skjala, ef svo bar undir, og voru t. d. þeir miklu
biskupar Gottskálk Nikulásson og ögmundur
Pálsson ekki alveg grómlausir af slíku atferli.
Mildi og mannúð sýnist ekki hafa lagt hömlur
á þessa ina hörðu kirkjuhöfðingja, þegar fjár-
von var annars vegar. Mun mega segja þetta
um flesta þá sex biskupa, sem nefndir voru.
Eftir þessu var það engin furða, þó að ver-
aldarhöfðingjum væri tekið að eymast undir
valdi og harðstjórn biskupanna. Leiðarhólms-
skrá frá 1513 er nokkur vottur þessa. Um skipti
biskupanna við alþýðumenn fara litlar sagnir,