Saga - 1951, Blaðsíða 40
214
Hún hafi því verið langamma Sólveigar
Kársdóttur, en ekki móðir hennar. Kona
Kárs Arngrímssonar er þá ókunn. Ég
hygg, að hér sé átt við Köldukinnarsveit
í Þingeyjarsýslu, en ekki Köldukinnarbæ
á Ásum. Ef þetta er rétt, er líklegt, að
Jón faðir Þuríðar hafi verið sá Jón Þor-
leifsson, sem nokkrum sinnum kemur við
skjöl í Þingeyjarþingi um miðja 16. öld
og þar er talinn meðal helztu bænda.
2) Ingibjörg Steingrímsdóttir, sem Espólín
telur á p. 2113 er ekki kunn.
3) Jessi í Ketu, sem Espólín á p. 6050 telur
hafa verið lögréttumann og son Guðrúnar
Kársdóttur Arngrímssonar, er ekki rétt
ættfærður. Jessi þessi mun ekki hafa
verið lögréttumaður. Sonur hans var Jón,
sem mun hafa átt Guðrúnu Kársdóttur
systur Sólveigar. Sonur þeirra var Jessi,
sem 1703 býr í Húsey, og er þá hjá
honum Guðrún Kársdóttir móðir hans.
Ingibjörg kona önundar Guðmundssonar
var dóttir Jessa í Húsey.
4) Espólín segir, að Ólafur bryti Jónsson
hafi átt Guðrúnu dóttur sira Benedikts
í Bjarnanesi Jónssonar og Rannveigar
Sigurðardóttur frá Haga á Sléttu Einars-
sonar. Þetta er ekki rétt. Rannveig kona
sira Benedikts var dóttir Sigurðar lög-
réttumanns í Ási í Hegranesi Jónssonar.
Þau voru barnlaus. Hið rétta í þessu er
það, að Ólafur bryti átti 2 dætur með
Guðrúnu Sigurðardóttur lrm. í Ási Jóns-
sonar, áður en hann kvæntist. Sú Guðrún