Saga


Saga - 1951, Blaðsíða 57

Saga - 1951, Blaðsíða 57
231 starfað. Þó hefur það oft átt við þröngan kost að búa, og stundum hefur stappað nærri, að það kæmist í fjárþrot, einkum fyrstu árin og 1922- 1924. Tillög félagsmanna hafa oftast verið stærsta tekjulind þess, en nokkuð óvís, því að misbrestur hefur stundum orðið á, að þau greiddust skilvíslega, og tala félagsmanna hef- ur verið allbreytileg, eins og eðlilegt er. Á áskor- unarskjalið 11. jan. 1902 rituðu 75 menn nöfn sín að áskorendum með töldum, eins og fyrr segir. Flestir þeirra munu hafa gerzt félags- menn, og fjölgaði þeim síðan smám saman, unz þeir voru orðnir rúmlega 1155 alþingishátíðar- árið 1930. Varð fjölgunin örust, þá er útgáfa Þjóðsagna Jóns Árnasonar hófst, með því að marga fýsti að eignast þær, er þær voru ekki hafðar í lausasölu. Auk þess voru nýjum félags- mönnum boðin um þær mundir sérstök kosta- kjör um kaup eldri útgáfubóka félagsins, þótt þeir hafi bæði fyrr og síðar notið þar ýmissa fríðinda. Á næstu árum fækkaði félagsmönnum aftur, og voru þeir aðeins um 770 árið 1941. En á veltiárunum þar eftir varð ný fjölgun, og komst tala félagsmanna upp í hámark, um 1185, árið 1947. Síðan hefur þeim fækkað og munu nú vera um 942. Árstillag hvers félagsmanns var lengi fram- an af 5 kr. og ævitillag 50 kr. En 1919 voru þau hækkuð upp í 8 kr. og 100 kr. Á framhaldsaðal- fundi 4. febr. 1943 var stjórninni heimilað að heimta árstillögin „með viðbót, er samsvari verðlagsvísitölu í janúar ár hvert“, og skyldi sú heimild taka til ársins 1942. Mun hið sama hafa verið látið gilda um ævitillögin. En 1949 og síð- an hefur árstillagið verið 25 kr. og ævitillagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.