Saga - 1951, Qupperneq 57
231
starfað. Þó hefur það oft átt við þröngan kost
að búa, og stundum hefur stappað nærri, að það
kæmist í fjárþrot, einkum fyrstu árin og 1922-
1924. Tillög félagsmanna hafa oftast verið
stærsta tekjulind þess, en nokkuð óvís, því að
misbrestur hefur stundum orðið á, að þau
greiddust skilvíslega, og tala félagsmanna hef-
ur verið allbreytileg, eins og eðlilegt er. Á áskor-
unarskjalið 11. jan. 1902 rituðu 75 menn nöfn
sín að áskorendum með töldum, eins og fyrr
segir. Flestir þeirra munu hafa gerzt félags-
menn, og fjölgaði þeim síðan smám saman, unz
þeir voru orðnir rúmlega 1155 alþingishátíðar-
árið 1930. Varð fjölgunin örust, þá er útgáfa
Þjóðsagna Jóns Árnasonar hófst, með því að
marga fýsti að eignast þær, er þær voru ekki
hafðar í lausasölu. Auk þess voru nýjum félags-
mönnum boðin um þær mundir sérstök kosta-
kjör um kaup eldri útgáfubóka félagsins, þótt
þeir hafi bæði fyrr og síðar notið þar ýmissa
fríðinda. Á næstu árum fækkaði félagsmönnum
aftur, og voru þeir aðeins um 770 árið 1941. En
á veltiárunum þar eftir varð ný fjölgun, og
komst tala félagsmanna upp í hámark, um 1185,
árið 1947. Síðan hefur þeim fækkað og munu
nú vera um 942.
Árstillag hvers félagsmanns var lengi fram-
an af 5 kr. og ævitillag 50 kr. En 1919 voru þau
hækkuð upp í 8 kr. og 100 kr. Á framhaldsaðal-
fundi 4. febr. 1943 var stjórninni heimilað að
heimta árstillögin „með viðbót, er samsvari
verðlagsvísitölu í janúar ár hvert“, og skyldi sú
heimild taka til ársins 1942. Mun hið sama hafa
verið látið gilda um ævitillögin. En 1949 og síð-
an hefur árstillagið verið 25 kr. og ævitillagið